Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 54
12. nóvember 2011 LAUGARDAGUR
Efnahags- og viðskiptaráðuneytið
- eftirlitsnefnd með framkvæmd
sértækrar skuldaaðlögunar.
Efnahags- og viðskiptaráðuneytið auglýsir eftir
starfsmanni fyrir eftirlitsnefnd með framkvæmd
sértækrar skuldaaðlögunar. Um er að ræða
tímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti
hafið störf sem fyrst. Starfsmaðurinn mun að mestu
starfa á starfsstöðvum fjármálafyrirtækja í aðstöðu
sem fjármálafyrirtæki leggja nefndinni til. Laun
greiðast samkvæmt samkomulagi.
Starfssvið
Gagnaöflun, vinnsla upplýsinga og eftirfylgni.
Könnun, greining og mat á rekstrar- og viðskipta-
áætlunum.
Könnun, greining og mat á verð- og virðismötum.
Yfirferð gagna og úrvinnsla, skýrslugerð til nefndar
og ráðuneytis.
Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
Viðeigandi háskólamenntun, t.d. viðskiptafræði,
hagfræði eða verkfræði.
Framhaldsnám áskilið helst á sviði endurskoðunar
og reikningsskila en einnig verður horft til
framhaldsnáms á sviði viðskiptafræði, hagfræði eða
verkfræði.
Viðeigandi starfsreynsla á sviði endurskoðunar eða
fjármála með vísan til lýsingar starfssviðs.
Rík greiningarhæfni.
Frumkvæði, sveigjanleiki og góð samskiptahæfni.
Góð skipulagshæfni, hæfni til að vinna sjálfstætt sem
og í hópi.
Gott vald á íslensku.
Eftirlitsnefndin starfar samkvæmt lögum nr.
107/2009, um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila
og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.
Eftirlitsnefndin hefur tímabundið eftirlit með
framkvæmd sértækrar skuldaaðlögunar, en í því
felst að nefndin skal fylgjast með og kanna að
eigin frumkvæði hvort eftirlitsskyldir aðilar á
fjármálamarkaði framfylgja samræmdum reglum
sem settar hafa verið á grundvelli laganna.
Umsóknum skal skila til efnahags- og viðskipta-
ráðuneytis. Umsókn um starfið þarf að fylgja
starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er
grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir
hæfni í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember nk.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar
veitir María Thejll, formaður eftirlitsnefndarinnar
(mariath@hi.is)
Veitingastaðurinn SUSHISAMBA er að opna í lok
nóvember og við erum að leita eftir skemmtilegu og
hæfileikaríku fólki til að vinna í hressandi og krefjandi
umhverfi.
Við erum að ráða starfsfólk í eftirfarandi stöður:
Þjónar í sal
Barþjónar
Sushi kokkar
Matreiðslumenn
Aðstoð í eldhús
Vinsamlegast sendið atvinnuumsóknir
ásamt ferilskrá á
sushisamba@sushisamba.is
arionbanki.is — 444 7000
Arion banki
leitar að starfsfólki
í áhættustýringu
Laus störf í Arion banka
Áhættustýring gegnir lykilhlutverki í nýju skipulagi Arion
banka og innan hennar starfar metnaðarfullur og árang-
ursdrifinn hópur með mikla þekkingu á bankarekstri.
Áhættustýring mælir og hefur eftirlit með helstu áhættu-
þáttum Arion banka ásamt því að veita öðrum sviðum
bankans ráðgjöf.
Við óskum eftir hæfileikaríkum einstaklingum sem eiga
auðvelt með að vinna í hópi, sýna frumkvæði í starfi og
hafa hæfni til að vinna sjálfstætt.
Eftirfarandi störf eru laus innan áhættustýringar:
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu
hefur verið tekin. Fullum trúnaði er heitið.
Umsóknarfrestur er til og með 21. nóvember 2011.
Nánari upplýsingar veitir Jónas Hvannberg starfsmannastjóri sími
444 6376, netfang jonas.hvannberg@arionbanki.is.
Umsækjendur sæki um starfið á vefsíðu bankans www.arionbanki.is
Starf forstöðumanns eignasafnsáhættu
Helstu verkefni
Mat á áhættuþáttum vegna ójafnaðar milli eigna og skulda bankans
Umsjón með lausafjár- og markaðsáhættu
Áhættustýring á eignastýringarsviði bankans
Ráðgjöf til annarra deilda bankans
Hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Leiðtogahæfni og stjórnunarreynsla
Frumkvæði í starfi og framúrskarandi hæfni í samskiptum
Þekking á bankarekstri sem og markaðs- og lausafjáráhættu kostur
Sérfræðingur í deildinni eignasafnsáhætta
Helstu verkefni
Þróun og umsjón með líkani til að meta lánshæfi viðskiptavina Arion banka
Innleiðing og eftirlit með árangurs- og áhættumælikvörðum fyrir
eignastýringarsvið
Almenn verkefni tengd áhættustýringu
Hæfniskröfur
Háskólamenntun í verkfræði, raunvísindum eða hagfræði
Sérþekking í tölfræði mikill kostur
Sérfræðingur í deildinni eiginfjárgreining:
Helstu verkefni
Umsjón með útreikningum á innra mati á eiginfjárþörf
Innleiðing og eftirlit með áhættumælikvörðum tengdum
áhættustefnu bankans
Vinnsla á áhættuskýrslum fyrir stjórnendur og opinbera aðila
Almenn verkefni tengd eiginfjárgreiningu og áhættustýringu
Hæfniskröfur
Háskólamenntun í verkfræði, raunvísindum, hagfræði eða viðskiptafræði
Reynsla af greiningarvinnu og gott vald á úrvinnslu og
framsetningu upplýsinga