Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 119
LAUGARDAGUR 12. nóvember 2011
WWW.SENA.IS/IMMORTALS
Jessica Simpson elskar að vera
ólétt og segist ekki geta beðið eftir
að eignast fleiri börn. Hún hefur
sloppið við öll óþægindi á með-
göngunni, en stutt er síðan hún
tilkynnti að hún ætti von á sínu
fyrsta barni með kærasta sínum,
Eric Johnson. Hún segist aldrei
hafa verið í jafn góðum tengslum
við líkama sinn og segir það mjög
andlega upplifun að vita að inni í
henni vaxi líf. Simpson kannast þó
ekki við að allir mýtur um óléttar
konur séu sannar. „Fólk talar um
að óléttar konur ljómi, en í raun
og veru er maður bara að svitna
óhóflega.“
Vill eignast fleiri börn
HAMINGJUSÖM Jessica Simpson segir
kærasta sinn styðja sig í öllu sem tengist
meðgöngunni.
Kjóllinn sem Amy Winehouse
klæddist framan á plötunni Back
to Black verður boðinn upp á
næstu dögum og mun allur ágóð-
inn renna til góðgerðarstofnunar
söngkonunnar. Talið er að kjóll-
inn, sem er úr siffoni með áprent-
uðu mynstri, muni seljast á allt
að 3,5 milljónir króna. Uppboðs-
haldarinn sem fær
heiðurinn af að selja
flíkina sagði í við-
tali við blaða-
menn: „Það
sem gerir
þennan kjól
svona sérstakan
er að hann minnir
okkur á hina
töfrandi rödd Amy
Winehouse. Það er
rödd sem heil kyn-
slóð á aldrei eftir
að gleyma.“
Kjóll Amy
Winehouse á
uppboði
SÁRT SAKNAÐ For-
eldrar söngkonunnar
stofnuðu The Amy
Winehouse Founda-
tion í kjölfar fráfalls
hennar í sumar.
Það er ekki alltaf tekið út með
sældinni að vera frægur. Johnny
Depp þráir fátt heitar en að geta
verið óþekktur í heilan dag svo
hann geti farið óáreittur með
börnin sín í Disneyland. Leikar-
inn segir að frægðin komi oft í
veg fyrir að hann geti gert hvers-
dagslega hluti með börnunum
sínum tveimur, Lily-Rose og Jack,
sem eru tólf og níu ára og þekkja
því ekki annað en að eiga frægan
pabba.
„Ef ég væri óþekktur myndi
ég rölta í gegnum Disneyland og
fara í öll tækin með börnunum
mínum, leyfa þeim að upplifa það.
Venjulega, þegar pabbi þeirra
fer með þeim í Disney-garðinn er
upplifunin ekki svo eðlileg,“ segir
Depp sem segist alltaf hafa átt
erfitt með athyglina sem fylgir
starfinu.
Depp vill í
Disneyland
FJÖLSKYLDUMAÐUR Johnny Depp er
þekktur fyrir að reyna að fela sig frá
frægðinni.