Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 60
12. NÓVEMBER 2011 LAUGARDAGUR4 ● góð ráð fyrir græn jól
Frá örófi alda hefur maðurinn
lifað af gæðum náttúrunnar,
nýtt sér hana og aðlagað
umhverfið að þörfum sínum.
Með sívaxandi fólksfjölda,
vaxandi neyslu almennings
og framleiðslu á vörum sem
hannaðar eru til að endast
sífellt styttra er álag á vistkerfi
jarðarinnar orðið meira en
nokkru sinni.
Sigurður Eyberg Jóhannesson er
leikari og söngvari hljómsveit-
arinnar Deep Jimi and the Zep
Creams. Sigurður er einnig mennt-
aður umhverfisfræðingur og starf-
ar nú sem verkefnisstjóri Garðars-
hólms, sem er fræða- og menning-
armiðstöð með sjálfbærniþema
sem er nú í smíðum á Húsavík.
Hann hefur skoðað áhrif manns-
ins á umhverfið á ýmsan hátt,
til dæmis með tilraunum á eigin
skinni.
TAKMARKAÐAR AUÐLINDIR
„Íbúar jarðarinnar eru um 7 milj-
arðar og við höfum takmark-
að landsvæði til að framfleyta
okkur, ekki bara með mat heldur
með alla neyslu. Í raun og veru er
hægt að rekja alla neyslu til ein-
hverra náttúrauðlinda, því allt sem
mannkynið nýtir kemur frá jörð-
inni. Ein aðferðanna sem notaðar
eru til að mæla ágang mannkyns á
náttúruauðlindir jarðar er svokall-
að Vistspor. Útreikningar á Vist-
sporinu ganga því út á að rekja
neysluna niður í þá náttúruauð-
lind sem við á. Með því er hægt að
mæla hversu stórt landsvæði þarf
til að framfleyta manninum, með
allri hans neyslu, allt frá matnum
sem hann borðar til kaupa á fatn-
aði, rafmagnstækjum og orku og
eldsneytis sem notað er til húshit-
unar og ferðalaga – og allt þar á
milli,“ útskýrir Sigurður.
„Algengast er að mælieining-
in sé sett á þjóð og þá er mældur
ágangur þeirrar þjóðar á náttúru-
auðlindir jarðar. Með því að taka
allt landsvæði jarðarinnar og deila
með heildarfólksfjölda á jörðinni,
getum við reiknað hversu mikið
land hver einstaklingur hefur til
afnota til að standa undir eigin
neyslu svo að við séum ekki að
ganga of mikið á auðlindirnar og
minnka getu þeirra til að sjá fyrir
okkur.“
„Vistsporið hefur verið reikn-
að út fyrir margar þjóðir og hefur
komið í ljós að almennt á Vestur-
löndum erum við talsvert langt
yfir þessum mörkum. Ef allir jarð-
arbúar myndu lifa á sama hátt og
við þá myndi það sennilega ekki
taka okkur nema nokkrar vikur að
rústa allt vistkerfi jarðar.“ Sigurð-
ur gerði meistaraverkefni sitt ein-
mitt um Vistspor Íslands.
ÍSLENDINGAR EIGA MET Í NEYSLU
„Við Íslendingar erum samkvæmt
þessari rannsókn minni, miðað
við höfðatölu, neyslufrekasta þjóð
heims. Meðal Íslendingur tekur
meira til sín af auðlindum jarðar
en meðal íbúi nokkurrar annarrar
þjóðar og höfum við þá meiri áhrif
á umhverfið miðað við höfðatölu en
nokkur annar,“ segir Sigurður.
„Aðalástæðan er að sjálfsögðu
sú að við erum afskaplega mikl-
ir neytendur. Vissulega kemur
það líka inn í að lega landsins er
þannig að langt er að flytja vörur
að og ferðast en fyrst og fremst er
það neysla okkar sem hefur svona
gríðarleg áhrif á umhverfið, þó að
húshitun og rafmagn hér á landi sé
mun umhverfisvænna en gengur
og gerist erlendis.“
ERFITT AÐ MINNKA NEYSLU MIKIÐ
„Ég hef einnig reiknað mitt eigið
Vistspor. Ég skoðaði mína eigin
neyslu og hélt að ég væri mjög
umhverfisvænn þegar ég byrj-
aði. Mér fannst neysla mín vera
svo lítil miðað við það sem ég sá
í kringum mig og ég hélt að ég
væri í um það bil á þessum sjálf-
bærnimörkum, en það kom í ljós
að ég var með fimm sinnum meiri
neyslu en þessi viðmið segja til
um.“
„Seinna gerði ég svo mark-
visst tilraun til að lifa innan þess-
ara neysluviðmiða, mig langaði
að vita hvað ég þurfti að minnka
mína neyslu mikið til að falla
innan þeirra. Við tókum þetta upp
og erum búin að gera heimildar-
mynd sem kemur út bráðlega.
Þetta var gríðarlega erfitt fyrir
mig, mjög erfitt vegna þess að við
erum búin að móta samfélag sem
gerir okkur illa kleift að draga úr
neyslu þannig að við föllum innan
þessara marka. Það sem mér þótti
erfiðast var að minnka bílnotkun
og líka að breyta mataræðinu, til
dæmis að minnka kjötneysluna.
Það þarf mjög mikið landsvæði
til að framleiða kjöt. Það kom mér
einnig á óvart hvað rafmagnstæki
hafa mikil áhrif. Í einn farsíma
getur farið meira en tonn af hrá-
efni sem að mestu endar á haug-
unum, a.m.k. ekki í farsímanum.“
ÞURFUM NÝTT MÓDEL
„Til að þetta gangi upp þurf-
um við að skipta út þessu módeli
sem við erum með. Sem er þetta,
módel hagvaxtar, sem snýst um
að það þarf alltaf að vera að auka
neyslu almennings til að halda
hjólum hagkerfisins rúllandi,
sem kallar á meiri notkun á nán-
ast einnota hlutum, sem svo er
hent og svo kaupir þú meira til að
halda neyslunni uppi og þú held-
ur áfram að fylla jörðina af drasli
sem er ekkert annað en hráefni á
villigötum. Þannig að við erum að
nýta auðlindirnar of mikið og illa.
Við erum að búa eitthvað til sem
er illa framleitt og hendum því
svo bara strax á haugana og þar
erum við með tugi hráefna í einni
vöru og af því að þeim er öllum
blandað saman þá er ekki hægt
að nýta þær aftur, og þá eru þær
bara sorp.
HVETUR FÓLK TIL AÐ VERA MEÐVITAÐ
„Allt það sem við erum að tala
um er náttúrulega eitthvað sem
fólk verður bara að ákveða sjálft
hvort það vilji taka til sín. Fyrst
og fremst snýst þetta um að horfa
í eigin barm og skoða sína neyslu.
Að spyrja sjálfan sig, þarf ég á
þessu að halda? Ekki bara fara að
versla til að fara að versla. Það er
konsept sem meikar engan sens,
en ef þig vantar eitthvað, t.d. eld-
húsborð, þá myndi ég segja að
þú ættir að kaupa gott eldhús-
borð sem gæti enst þér jafnvel
alla ævina. Þá er það ekkert endi-
lega óumhverfisvænt, heldur þinn
eðlilegi hluti af kökunni sem eru
þessar sameiginlegu auðlindir
jarðar. Það er náttúrulega alveg
sjálfsagt að fólk vanti eldhúsborð
– við megum ekki vera einhverjir
píslarvottar og leyfa okkur ekki
neitt. En þegar þú ert farinn að
taka meira af kökunni en er þinn
eiginlegi hluti: átta sjónvörp, tveir
bílar? Hvað þarf maður til dæmis
margar eldhúsinnréttingar um
ævina, þarftu að skipta út gam-
alli eldhúsinnréttingu? Kjarn-
inn í þessu er að kaupa það sem
maður þarf og kaupa vandaða
vöru sem endist og ef þú vilt vera
ennþá betri, að kaupa notaða vöru.
Þá skrifast engin neysla á þig – þá
er búið að framleiða vöruna, hún
er ekki framleidd sérstaklega
fyrir þig og þú ert að lengja líf-
tíma hennar, og neyslan á henni
skrifast á einhvern annan. Einn-
ig að gera við bilaða hluti. Þetta
eru allt hlutir sem minnka álag
á okkar sameiginlegu auðlindir.“
GRÆN JÓL
„Varðandi jólagjafir, er mitt ráð
að gefa þjónustu! Ég held að þetta
geti verið svolítið kjarni þess
hvernig við breytum hagkerf-
inu. Gefa nudd til dæmis. Eitt-
hvert dekur. En burtséð frá gjöf-
um, þá er það líka að vera með
eldabusku, að vera með einhvern
sem þrífur hjá þér og svona, þetta
eru bara toppmál. Þetta er neysla,
þarna ertu að nota peningana þína
í að gera líf þitt betra og okkur
finnst þetta mikill munaður, en
þetta er miklu betra fyrir um-
hverfið, betra fyrir samfélagið í
heild en að vera alltaf að kaupa
sér einhverja hluti. Að nota betur
þá hluti sem maður á en nota pen-
ingana til þess að eiga meiri frí-
tíma. Verja tíma með börnunum,
vinunum, að ferðast eða hvernig
svo sem maður vill verja sínum
frítíma.
En lykilatriði í þessu öllu er
að vera ekki þjakaður af sam-
viskubiti vegna þessara mála.
Við, mannkynið, erum búin að
vera gríðarlega dugleg og skap-
andi síðustu áratugi og aldir og
eigum að vera stolt af því. Hins
vegar megum við ekki loka aug-
unum fyrir því að aðstæður hafa
breyst á jörðinni vegna athafna
okkar og við því verðum við að
bregðast ef ekki á að fara illa. En
í þessu liggja tækifæri og spenn-
andi tímar fram undan þar sem
við greiðum úr þessu og sættum
aftur samfélag manns og náttúru.
Sigurður Eyberg Jóhannesson, leikari og söngvari, er umhverfisfræðingur og starfar sem verkefnisstjóri Garðarshólms, sem er fræða- og menningarmiðstöð með sjálfbærnisþema sem er nú í smíðum á Húsavík.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Íslendingar eiga
met í neyslu