Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 71
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011 15góð ráð fyrir græn jól ● Um leið og við ákveðum að henda einhverri vöru erum við búin að segja að hún sé okkur einskis virði. En ef til vill gleymum við þá að hún gæti haft virði í augum ann- arra, því hún missir ekki eiginleika sína við það eitt að vera hent í rusl- ið. Úrgangur er ekkert annað en hráefni sem við þurfum ekki leng- ur á að halda og mætti því kalla af- gangs hráefni. Þegar maður flokk- ar og skilar til endurvinnslu er maður að tryggja að afgangs hrá- efni fær að lifa áfram og nýtast til annarra hluta. Kannanir sýna að um 30% af almennum heimilisúr- gangi eru blandaður pappír en það er einmitt sá flokkur sem hvað ein- faldast er fyrir almenning að skila til endurvinnslu og því ætti enginn pappír að rata óflokkaður í rusla- tunnuna hjá okkur. Einnig eru um- búðir hvers konar fyrirferðar- miklar í ruslatunnunni okkar. Við endurvinnslu verða dagblöðin að eldhúspappír, pakkar utan af morg- unkorni og mjólkurfernur verða að nýjum, sams konar pappaumbúð- um, úr plastumbúðum má búa til pólíester ull sem nýtist í fataiðn- aði og úr málmdósum má búa til nýjar málmafurðir (www.sorpa.is). Þegar allt er skoðað þá er afskap- lega fátt sem ekki er hægt að end- urvinna eða endurnýta með ein- hverjum hætti. KVEÐUM NIÐUR DRAUGINN Kominn er tími til að biðla til æðri máttarvalda um aðstoð við að kveða endanlega niður það-fer- allt-í-sömu-holuna drauginn, þann lífseiga púka. Stundum hafa kom- ist á kreik sögur um að það sé ekki til neins að flokka úrgang því hann endi hvort sem er allur í sömu hol- unni. Það er þó engan veginn rétt að halda slíku fram. Í dag er al- þjóðlegur markaður fyrir endur- vinnsluúrgang sem íslensk fyr- irtæki og sveitarfélög hafa að- gang að. Auk þess er bannað að urða suma úrgangsflokka og mikil pressa á að draga úr urðun lífræns úrgangs og auka endurvinnslu og endurnýtingu umbúðaúrgangs. Um það bil 46% af öllum úrgangi sem fellur til frá hvers konar starfsemi eða heimilum á landinu fara nú til endurvinnslu og um 21% til ann- arrar endurnýtingar. Þessi hlut- föll hækka stöðugt á kostnað urð- unar. Það er því heilmargt sem verið er að endurvinna og endur- nýta en það er ennþá hægt að gera betur. Forsenda fyrir endurvinnslu og endurnýtingu er að flokkun úr- gangsins sé sem best á þeim stað sem hann verður til. Sem neytend- ur getum við því átt stóran þátt í að tryggja að afgangs hráefni fái að lifa áfram og nýtast til annarra hluta. En fyrir þá sem ennþá efast þá gæti gefist best að benda á að flokkaður úrgangur er hráefni sem úrgangsfyrirtækin geta selt á end- urvinnslumarkaði. Að urða hefur hins vegar eingöngu kostnað í för með sér. Af hverju ættu úrgangs- fyrirtæki þá að urða það sem þeim er afhent sem flokkað og söluvæn- legt hráefni? Látum drauginn ekki rugla okkur í ríminu heldur leggj- um okkar af mörkum og flokkum um jólin. Til að fá upplýsingar um flokkunarmöguleika í þinni heima- byggð er einfaldast að hafa sam- band við skrifstofu sveitarfélags- ins. KAUPIR ÞÚ ÚRGANG? Það ætti að vera sjálfsagt mál að flokka úrgang á hverju heim- ili eða fyrirtæki. Allra best er þó að reyna að draga úr myndun úr- gangs. Þá kann einhver að spyrja hvernig maður eigi að fara að því, flest okkar reka ekki framleiðslu- fyrirtæki og búa ekki til vörur. Það er vissulega rétt en við erum öll neytendur og ráðum sjálf hvers- lags vörur við kaupum og þar af leiðandi hversu mikinn úrgang við þurfum að burðast með út af heim- ilinu okkar aftur. Við getum dreg- ið úr úrgangsmyndun með því að vera meðvituð þegar við kaupum inn og velta því fyrir okkur hversu stór hluti vörunnar sem við ætlum að kaupa endar sem úrgangur. Af- leiðingar stanslausrar framleiðslu á úrgangi eru alvarlegar eins og sjá má á sístækkandi plasteyjum sem fljóta um í Kyrrahafinu og víðar. Við höfum val um að not- ast við endurnotanlegar umbúðir, kaupa minni og færri umbúðir og að flokka til endurvinnslu – nýtum okkur það. Þegar vara er framleidd fell- ur til mikið magn úrgangs, til að mynda er talað um að það þurfi 1,5 tonn af hráefnum til að framleiða eina fartölvu. Varan sjálf endar svo alltaf fyrr eða síðar sem úrgang- ur. Í öllum vörum er mikið magn af misvarasömum efnum sem eru ekki kyrr í vörunni heldur losna út í loft, vatn og jarðveg. Sum þess- ara efna setjast að í vefjum lífvera og geta valdið skaða til langframa. Þess vegna skulum við vera með- vituð um að með vali okkar á vöru höfum við áhrif, því vöruval okkar í dag hefur áhrif á úrgangsmagn á morgun og lýðheilsu til langs tíma. Úrgangur eða afgangs hráefni? Á jólunum fellur til heilmikill úrgangur. Íslendingar eru frægir fyrir að skjóta upp ósköpun- um öllum af flugeldum á nýársnótt. Áhrifin á and- rúmsloftið eru öllum ljós en þau eru skammvinn og oftast nær er loftið orðið hreint á nýársdag. Það er hins vegar ekki allt sem sýnist. Í flugeldum geta verið efni sem berast út í umhverfið, safnast þar upp og geta jafnvel haft alvarleg áhrif á heilbrigði dýra efst í fæðukeðju. Fólk ætti þó ekki að láta áhyggjur af umhverfinu eyðileggja fyrir sér áramótin en þó er um að gera að spyrja seljendur hvort flugeldarnir standist kröfur um efnainnihald . Þrávirka efnið HCB (hexaklórbensen) er að finna í sumum flugeldum, en það er notað til þess að magna upp litina við sprengingu. Notkun þess er með öllu bönn- uð hvort sem er í flugeldum eða í öðrum tilgangi. Það greindist í andrúmsloftinu í Reykjavík um síðustu ára- mót í margfalt hærri styrk en eðlilegt þykir. Auk þess hefur það mælst í meira magni í umhverfinu hér við land en hægt er að útskýra með mengun frá fjarlægum uppsprettum. Umhverfisstofnun tekur nú þátt í samevrópsku verkefni sem miðar að því að fyrirbyggja þessa notkun í framtíð- inni þannig að hægt verði að njóta ljósadýrðarinnar á ný- ársnótt án þess að hafa of miklar áhyggjur af mengun af völdum skaðlegra efna. Standast flugeldarnir kröfur um efnainnihald? Hvað verður um flokkaðan úrgang? Úrgangur er ekkert annað en hráefni sem við þurfum ekki lengur á að halda og mætti því kalla afgangs hráefni. Græn jólagjafahugmynd! Gefðu upplifun. Bjóddu í leikhús, á námskeið eða í ferð með úti- vistarfélagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.