Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 44
4 fjölskyldan
íþróttir
hreyfum okkur...
Énaxin Total orkugefandi
fjölvítamíntöflur eru snilldar
lausn við orkuleysi og sleni.
1 tafla á dag inniheldur dag-
skammt af vítamínum og
steinefnum auk orkugefandi
jurta.
Einfalt og áhrifaríkt fyrir
alla, konur og kalla!
Fæst í apótekum,
heilsubúðum og heilsu-
hillum stórmarkaðanna. ORKA & KRAFTUR ÚR NÁTTÚRUNNI
Innflutningsaðili: Gengur vel ehf
PREN
TU
N
.IS
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Nýtt teppi á stigaganginn –
nú er tækifærið !!!!
Eitt verð - niðurkomið kr. 6.390 m2
Verðdæmi:
70 fermetra stigahús með 8 íbúðum
Heildarverð kr. 447.300
Endurgr. VSK og meðal skattaafsl (70.995)
Raunverð kr. 376.305
pr. íbúð aðeins 47.038
Komum á staðinn með prufur og mælum,
ykkur að kostnaðar lausu
aldrei stundað neinar íþróttir,
var í raun antisportisti, þar til ég
byrjaði í karate rúmlega þrítug-
ur árið 2002.“ Hann segir tvennt
hafa komið til. „Í fyrsta lagi var
öll fjölskyldan komin í þetta og í
öðru lagi hafði einn besti vinur
minn stundað karate í nokkur ár
og við ákváðum að hann tæki mig
í nokkra tíma,“ segir Halldór, sem
þannig byrjaði sinn karateferil í
einkatímum.
Um tíma voru því fimm fjöl-
skyldumeðlimir að æfa karate
í einu. Fljótlega heltust þó kona
Halldórs og mágkona úr lestinni
og börnin tvö urðu unglingar og
tóku pásu. „Yngri dætur okkar
tvær hafa reyndar verið í karate
af og til en eru ekki núna,“ segir
Halldór, sem nú er kominn með
brúna beltið en Sigrún María er
komin með það svarta. Sigrún
María segist þó samt ekki eiga í
tengdasoninn þrátt fyrir að vera
komin lengra í íþróttinni. „Hann
er bæði stærri og sterkari,“ segir
hún glaðlega en viðurkennir að
vissulega þurfi þau stundum
að kljást enda sæki þau sömu
tímana.
En er ekkert skrítið að þurfa
að lumbra á tengdamömmu? „Nei
í raun ekki. Hún er bara ein úr
hópnum eins og ég og við gerum
æfingarnar eins og aðrir þegar
við lendum á móti hvort öðru. En
maður tekur vissulega tillit til
þess hver andstæðingurinn er, til
dæmis ef hann er fjörutíu kílóum
léttari og töluvert eldri en maður
sjálfur,“ segir Halldór og Sigrún
María er sammála. „Ég horfi á
hann eins og alla hina.“
Innt eftir því hvort þau freistist
ekki til að gera upp fjölskyldudeil-
ur á æfingum neita þau því bæði
hlæjandi. „Nei, við náum nú frek-
ar góðu sambandi svo það er sjald-
an neitt illt á milli okkar,“ segir
Sigrún brosandi. Þau segjast ekki
heldur fá neinar athugasemdir
frá öðrum. „Fólk veit almennt af
þessu og þetta þykir ekkert skrítið
enda ekki óvanalegt að fjölskyldu-
meðlimir æfi saman. Með okkur
eru til dæmis hjón á æfingum,“
segir Halldór og útskýrir að mjög
margir fullorðnir byrji að æfa
karate eftir að hafa fylgst með
börnum sínum á æfingum.
Þau segjast bæði fá heilmikið
út úr því að æfa karate. „Þetta
gerir mér mjög gott, ég fæ til
dæmis aukinn liðleika, úthald og
styrk. Ég veit bara ekki hvernig
ég væri ef ég væri ekki í þessu,“
segir Sigrún María sem fer í
karate tvisvar í viku og hleypur
einu sinni í viku. Halldór lítur
sömuleiðis á karate fyrst og
fremst sem líkamsrækt. „Þegar
ég byrjaði var kominn tími til
að ég hreyfði mig eitthvað enda
ekki gott fyrir skrokkinn að gera
ekki neitt,“ segir hann og finnst
hann græða mikið á íþróttinni.
„Ég held mér í formi, fæ aukið
sjálfsöryggi og svo er bónus að
geta varið sig,“ segir hann en
bætir glettin við að þó hafi aldrei
komið til þess. „Svo eru ýmis hlið-
aráhrif eins og það að ég er ekki
eins lofthræddur og áður, líklega
vegna betra jafnvægis.“
Halldór og Sigrún María segj-
ast bæði ætla að halda ótrauð
áfram. „Karate er sport fyrir fólk
á öllum aldri og við höfum í okkar
hópi afar góða fyrirmynd í manni
sem kominn er yfir sjötugt, svo
það er engin ástæða fyrir okkur
að slaka á.“ - sg, ve
FRAMHALD AF FORSÍÐU
Takast á Sigrún María hefur hér náð góðu taki á tengdasyninum.
Með tengdamömmu í lás Tengda-
mæðginunum finnst skemmtilegt á
æfingu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Á æfingu Sigrún María og Halldór
eigast við á æfingu.
Bókamessa í Bókmenntaborg fer fram um
helgina og mikið um spennandi viðburði sem
börn og foreldrar geta tekið þátt í. Má þar
nefna föndursmiðju sem komið verður á fót á
2. hæð í Iðnó á morgun en myndlistarkonan og
rithöfundurinn Kristín Arngrímsdóttir mun frá
klukkan 14-15 aðstoða börn og foreldra við að
föndra þekktar sögupersónur úr barnabókum.
Efniviður er ókeypis á staðnum. Að föndri
loknu mun Ævar vísindamaður úr Stundinni
okkar kynna glósubók sína og framkvæma
spennandi tilraunir.
Föndrað í Iðnó
Í KARATEFÉLAGINU Þórshamri eru
iðkendur allt frá sex ára aldri og upp úr.