Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 120
12. nóvember 2011 LAUGARDAGUR72
sport@frettabladid.is
Opið laugard. kl. 10-14
RAGNA INGÓLFSDÓTTIR er eina íslenska konan sem komst í átta manna úrslit á Iceland International í badminton sem fram
fer í TBR-húsinu um helgina. Kári Gunnarsson og Magnús Ingi Helgason komust áfram hjá körlunum. Ragna mætir Helenu Cable frá
Englandi í dag en þá spilar Kári við Tony Stephenson frá Írlandi og Magnús Ingi mætir hinum sterka Mathias Borg frá Svíþjóð. Ragna er
sigurstranglegust í einliðaleik kvenna, en hún hefur unnið Iceland International fjórum sinnum, árin 2006, 2007, 2009 og 2010.
Iceland Express karla í körfu
Stjarnan-Snæfell 90-89 (52-56)
Stig Stjörnunnar: Keith Cothran 34, Marvin
Valdimarsson 28 (10 frák.), Fannar Freyr
Helgason 13 (8 fráköst/5 stoðsendingar), Justin
Shouse 7 (10 stoðs.), Sigurjón Örn Lárusson 3,
Dagur Kár Jónsson 3, Guðjón Lárusson 2.
Stig Snæfells: Jón Ólafur Jónsson 23, Quincy
Hankins-Cole 16 (12 fráköst), Pálmi Freyr
Sigurgeirsson 14 (7 stoðs.), Marquis Sheldon Hall
13 (6 frák./6 stoðs.), Sveinn Arnar Davidsson 11,
Ólafur Torfason 7, Hafþór Ingi Gunnarsson 5.
Grindavík-Haukar 98-74 (48-37)
Stig Grindavíkur: Giordan Watson 27, Ólafur
Ólafsson 15, J’Nathan Bullock 15, Þorleifur
Ólafsson 14, Páll Axel Vilbergsson 11, Sigurður
Gunnar Þorsteinsson 8, Ármann Vilbergsson
3, Björn Brynjólfsson 3, Jóhann Árni Ólafsson 2.
Stig Hauka: Jovanni Shuler 18, Chris Smith 15,
Sævar Ingi Haraldsson 12, Örn Sigurðarson 11,
Haukur Óskarsson 10, Davíð Páll Hermannsson
4, Óskar Ingi Magnússon 2, Helgi Einarsson 2.
ÍR-Njarðvík 95-99 (50-38)
Stig ÍR: Nemanja Sovic 31, James Bartolotta 31,
Kristinn Jónasson 18, Eiríkur Önundarson 6, Níels
Dungal 6 (6 frák./5 stoðs.), Ellert Arnarson 3.
Stig Njarðvíkur: Travis Holmes 33 (15 frák.),
Cameron Echols 28 (10 frák.), Elvar Már
Friðriksson 12 (5 stoðs.), Ólafur Helgi Jónsson
10, Maciej Stanislav Baginski 10, Styrmir Gauti
Fjeldsted 4, Rúnar Ingi Erlingsson 2.
STAÐAN Í DEILDINNI
Grindavík 6 6 0 534-441 12
Stjarnan 6 5 1 553-496 10
KR 6 4 2 529-523 8
Keflavík 6 4 2 528-486 8
Þór Þ. 6 3 3 538-530 6
ÍR 6 3 3 535-538 6
Snæfell 6 3 3 550-516 6
Njarðvík 6 3 3 514-513 6
Fjölnir 6 3 3 528-544 6
Tindastóll 6 1 5 482-537 2
Haukar 6 1 5 476-545 2
Valur 6 0 6 453-551 0
Sænski körfuboltinn
LF Basket - 08 Stockholm HR 89-80
Helgi Már Magnússon skoraði 17 stig fyrir 08.
Jämtland Basket - Norrköping 89-98
Brynjar Þór Björnsson skoraði 11 stig.
ecoÖrebro - Sundsvall Dragons 79-92
Jakob Örn Sigurðarson skoraði 22 stig og Pavel
Ermolinskij var með 20 stig. Hlynur Bæringsson
lék ekki vegna meiðsla í baki.
ÚRSLITIN Í GÆR
KÖRFUBOLTI Grindavík er áfram
á toppi Iceland Express-deildar
karla eftir 24 stiga sigur á Hauk-
um í Grindavík í gær, en Grind-
víkingar hafa unnið alla sex leiki
sína til þessa. Stjarnan er komin
upp í annað sætið eftir 90-89
sigur á Snæfelli í æsispennandi
leik í Garðabænum. Ótrúlegasti
leikur kvöldsins var þó í Selja-
skólanum, þar sem ÍR-ingar
misstu frá sér að því er virtist
unninn leik.
Marvin og Cothran magnaðir
Stjarnan vann frábæran sigur
gegn Snæfelli, 90-89, í sjöttu
umferð Iceland Express-deildar
karla í gær, en leikurinn fór fram
í Ásgarði.
Snæfellingar fengu möguleika
á því að gera út um leikinn í blá-
lokin en þeir náðu ekki skoti á
körfuna og því fóru heimamenn
með sigur af hólmi. Stjarnan
byrjaði leikinn mun betur og náði
fljótlega góðri forystu en gest-
irnir gáfust ekki upp og komust
aftur inn í leikinn í síðari hálf-
leik. Sigurinn gat fallið báðu
megin en það voru heimamenn
sem voru sterkari á endasprett-
inum. Marvin Valdimarsson átti
frábæran leik fyrir Stjörnuna og
gerði 28 stig og tók tíu fráköst.
Keith Cothran átti einnig magn-
aðan leik fyrir Stjörnuna með 34
stig. Jón Ólafur Jónsson skoraði
23 stig fyrir Snæfell.
„Það munaði ansi litlu að við
töpuðum aftur á flautukörfu en
sem betur fer gerðist það ekki,
svona upp á geðheilsu mína,“
sagði Teitur Örlygsson, þjálfari
Stjörnunnar, eftir sigurinn í gær.
„Þetta lítur nokkuð vel út hjá
okkur eins og staðan er og við
erum að vinna virkilega sterka
andstæðinga. Það hefur verið erf-
itt að vera án Jovan (Zdravevski)
en við erum að standast það
nokkuð vel. Það munar í raun
bara einu frákasti til eða frá á
liðunum í kvöld.“
„Ég er mjög ósáttur við það
hvernig við komum til leiks í
kvöld,“ sagði Ingi Þór Steinþórs-
son, þjálfari Snæfells, eftir tapið
í gær.
„Við náðum samt sem áður að
lagfæra það og komumst aftur
vel inn í leikinn en það bara dugði
ekki til í kvöld. Við erum bara að
gefa þeim þennan sigur í kvöld
með því að misnota allt of mörg
vítaskot. Við spiluðum fárára-
lega lélega vörn á Keith Cothran í
þessum leik og á tímabili var eins
og hann væri veira sem mætti
ekki snerta.“
„Það er æðislegt að ná þessum
sigri,“ sagði Marvin Valdimars-
son, leikmaður Stjörnunnar, eftir
sigurinn, en Marvin átti frábær-
an leik.
„Þetta var samt bara ágæt
frammistaða hjá okkur í kvöld.
Við vorum í vandræðum á móti
svæðisvörn þeirra, en vana-
lega spilum við vel gegn slíkum
varnar leik. Ég hef aldrei æft eins
mikið og í sumar og það er svo
sannarlega að skila sér núna, það
er mikill kraftur í mér þessa dag-
ana.“
16-0 undir en unnu samt
Hið unga lið Njarðvíkinga sýndi
mikinn styrk í Seljaskóla, en liðið
kom í leikinn búið að tapa þremur
leikjum í röð og byrjaði leikinn á
því að lenda 16-0 undir. Njarðvík-
ingar unnu sig hægt og rólega inn
í leikinn og voru síðan sterkari á
lokasprettinum.
Staðan var vissulega ekki björt
þegar ÍR var 23-6 yfir um miðan
fyrsta leihluta og Nemanja Sovic
var raðandi niður körfum. Njarð-
víkingar komu sér hins vegar inn
í leikinn með því að vinna þriðja
leikhlutann 31-23 og minnka
muninn í fjögur stig, 73-69, fyrir
lokaleikhlutann. Þeir litu síðan
ekki til baka eftir þeir komust
yfir og tryggðu sér frábæran
sigur.
Sigur Grindavíkur á Haukum
var öruggur, en Ívar Ásgríms-
son stýrði Haukum þarna í frysta
sinn. Haukar héngu aðeins í
heimamönnum í fyrsta leikhluta
og héldu muninum í ellefu stigum
fram að lokafjórðunginum. Grind-
víkingar unnu hins vegar fjórða
leikhlutann 29-16 og tryggðu sér
24 stiga sigur. - sáp, óój
Stjarnan upp í annað sætið
Stjarnan vann sigur á Snæfelli í spennuleik í Garðabænum í gær og Njarðvík
kom til baka og vann ÍR í Seljaskólanum þrátt fyrir að lenda 16-0 undir í
upphafi leiks. Grindvíkingar eru áfram með fullt hús á toppi deildarinnar.
SJÓÐHEITUR ÞESSA DAGANA Stjörnumaðurinn Marvin Valdimarsson hefur skorað 53
stig í síðustu tveimur leikjum Stjörnunnar, sem báðir hafa unnist. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Eftir fyrri leikina í
umspilsrimmunum fyrir úrslita-
keppni EM 2012, sem fóru fram í
gær, eru Írland og Króatía nánast
örugg með farseðla sína til Pól-
lands og Úkraínu næsta sumar.
Þá standa Tékkar einnig vel að
vígi en Portúgal gerði markalaust
jafntefli við lið Bosníu og Hersegó-
vínu á útivelli. Síðari leikirnir fara
fram á þriðjudag.
Írar gerðu sér lítið fyrir og unnu
4-0 sigur á Eistlendingum í Tall-
inn. Robbie Keane skoraði tvö
mörk fyrir Íra en þeir Keith And-
rews og Jon Walters hin.
Eistlendingar börðust hetju-
lega í leiknum en voru sjálfum sér
verstir. Þeir misstu tvo leikmenn
af velli með rautt spjald, en báðir
fengu síðari áminningu sína fyrir
að stöðva Robbie Keane sem var
þá að sleppa inn fyrir vörn heima-
manna.
„Hingað komum við til að reyna
að ná jákvæðum úrslitum en engin
nátti von á þessu,“ sagði Keane
eftir leikinn. „Strákarnir stóðu sig
gríðarlega vel, frá fyrstu mínútu
til þeirrar síðustu. Ef okkur tekst
ekki að komast áfram úr þessu
verðum við algerlega eyðilagðir.
Við hlökkum til leiksins á þriðju-
daginn.“
Írar komust ekki í gegnum
umspilið fyrir HM eftir naumt
tap fyrir Frökkum, sem komust
áfram á marki sem var skorað
eftirminnilega eftir að Thierry
Henry handlék knöttinn. En fátt
virðist ætla að stöðva þá í þetta
skiptið. Írar komust síðast á stór-
mót árið 2002 en hafa einu sinni
áður komst í úrslit EM – árið 1988
í Vestur-Þýskalandi.
Guus Hiddink, landsliðsþjálfari
Tyrkja, er líklega á leið úr leik í
umspilinu í annað skiptið í röð
eftir 3-0 tap fyrir Króatíu á heima-
velli. Síðast var hann þjálfari
Rússa sem töpuðu fyrir Slóveníu
fyrir HM 2010.
Tékkar unnu svo 2-0 sigur
á Svartfellingum í Prag þar
sem Tomas Rosicky, leikmaður
Arsenal, lagði upp bæði mörk
sinna manna í leiknum. - esá
Írland, Króatía og Tékkland standa vel að vígi en Portúgal náði ekki að skora:
Írar fóru illa með Eistlendinga
RAUTT Eistlendingurinn Andrei Stepanov
brýtur hér á Robbie Keane. MYND/GETTY
SUND SH-ingurinn Ingibjörg
Kristín Jónsdóttir var atkvæða-
mikil í þriðja hlutanum á ÍM í
sundi í 25 metra laug í Laugar-
dalshöllinni í gær.
Ingibjörg Kristín vann tvær
greinar og setti annað af tveimur
Íslandsmetum sem féllu í þessum
hluta. Ingibjörg vann 100 metra
skriðsund þar sem hún hafði betur
en Íslandsmethafinn Ragnheiður
Ragnarsdóttir, sem náði aðeins
þriðja sætinu. Ingibjörg varð
síðan fyrst íslenskra kvenna til að
synda 50 metra baksund undir 28
sekúndum, en hún synti þá á 27,91
sekúndu og bætti eigið met.
Skagastúlkan Inga Elín Cryer
bætti sitt eigið met í 200 metra
flugsundi þegar hún synti á
2:16,72 mínútum, en gamla metið
hennar var 2:17,97 mínútur. Inga
Elín setti einnig Íslandsmet í 800
metra skriðsundi í fyrrakvöld.
KR-ingurinn Ragnheiður
Ragnars dóttir synti 100 metra
fjórsund á 1:01,72 mínútum í
úrslitum í gær, sem var nákvæm-
lega sami tími og þegar hún bætti
Íslandsmet Erlu Daggar Haralds-
dóttur í undanrásunum í fyrra-
kvöld. - óój
ÍM í sundi í 25 metra laug:
Ingibjörg með 2
gull og eitt met
INGIBJÖRG KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Á palli
með Bryndísi Rún Hansen og Ragnheiði
Ragnarsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Danir virðast vera
komnir með gott tak á Svíum, en
þeir unnu þá í þriðja sinn í röð í
vináttulandsleik á Parken í Kaup-
mannahöfn í gær.
Danir unnu leikinn 2-0 en það
voru þeir Nicklas Bendtner og
Michael Krohn-Dehli sem skor-
uðu mörkin.
Danir og Svíar hafa þegar
tryggt sér sæti á Evrópumótinu
sem fer fram næsta sumar. - óój
Norðurlandaslagur á Parken:
Danskur sigur
Íslandsmeistarar í sundi
Í gær
100 m fjórs. kv. - Ragnheiður Ragnarsd.
100 m fjórs. ka. - Kristinn Þórarinsson
100 m skrið kv. - Ingibjörg Kristín Jónsd.
100 m skrið ka. - Orri Freyr Guðmundss.
200 m flug kv.- Inga Elín Cryer
200 m flug ka. - Jón Þór Hallgrímsson
200 m bringa kv. - Karen Sif Vilhjálmsd
200 m bringa ka. - Jakob Jóhann Sveinss.
50 m bak kv. - Ingibjörg Kristín Jóndóttir
50 m bak ka. - Kolbeinn Hrafnkelsson
Í fyrrakvöld
800 m skrið kv. - Inga Elín Cryer
1500 m skrið ka. - Anton Sveinn McKee
HANDBOLTI Þýsku dómararnir
Bernd og Reiner Methe létust í
gærkvöldi í bílslysi á leið sinni
til Balingen, þar sem þeir áttu að
dæma leik Balingen og Magdeb-
urg í þýsku úrvalsdeildinni. Bíll
þeirra fór yfir á öfugan vegar-
helming og lenti framan á vöru-
bíl.
Bernd og Reiner voru tvíburar
og 47 ára gamlir. Þeir voru í hópi
fremstu dómarapara heims og
höfðu dæmt saman 206 alþjóða-
leiki, þar af marga með íslenska
landsliðinu. - óój
Þýsku dómarabræðurnir:
Létust í bílslysi