Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 28
12. nóvember 2011 LAUGARDAGUR28 Amnesty International hefur barist gegn dauðarefsingum um allan heim um ára- raðir og að sögn Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur, framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Amnesty International, hefur baráttan skilað árangri. „Dauðarefsing er skelfilegasta refsing sem mannskepnan hefur fundið upp á. Hún er óaftur kræf og aldrei á að líðast,“ segir Jóhanna. Hún bætir því við að dauðarefsingar séu greinilega á undanhaldi um allan heim. „Hins vegar eru nokkur stór og öflug ríki sem enn beita dauðarefsingum. Þar á meðal er Kína, en það er samt eitthvað að hreyfast í rétta átt þar. Svo eru það Bandaríkin, þar sem mörg ríki hafa afnumið dauðarefsingu að undan förnu.“ Jóhanna segir þó að vá sé fyrir dyrum í löndum eins og Íran, Írak og Sádi-Arabíu þar sem enn eru tugir dæmdir til dauða ár hvert. „Í heildina séð erum við bjartsýn varðandi baráttuna gegn dauðarefsingum því að hún hefur skilað miklum árangri og heimur án dauðarefsinga er lokatakmarkið.“ Amnesty International beitir meðal annars bréfaskriftum í baráttu sinni. Í tengslum við alþjóðlega mannréttindadaginn 10. desemb- er stendur Amnesty fyrir sínu árlega bréfa- maraþoni þar sem fólk, þar á meðal Íslend- ingar, kemur saman og sendir bréf og kort til varnar þolendum mannréttindabrota. Í ár er mál Fatimu Hussein Badi frá Jemen meðal þeirra sem tekin eru upp, en hún hlaut dauða- dóm í heimalandi sínu fyrir tíu árum, fyrir meinta aðild að morðinu á eiginmanni hennar. ■ BARÁTTA AMNESTY INTERNATIONAL ■ TEKINN AF LÍFI ÞRÁTT FYRIR VAFA UM SEKT ■ AFTÖKUR ÁRIÐ 2010 Heimild: Amnesty International + stendur við lönd þar sem opinberar tölur liggja ekki fyrir en Amnesty International hefur reiknað út lágmarkstölu. Sé engin tala við merkið þýðir það að vitað er til þess að dauðarefsingar hafa farið fram í viðkomandi landi, en ekki var hægt að álykta með fjölda. Bandaríkin 46 Botsvana 1 Hvíta-Rússland 2 Sýrland 17+ Palestína 5 Egyptaland 4 Líbía 18+ Súdan 6+ Miðbaugs-Gínea 4 Norður-Kórea 60+ Japan 2 Kína 1.000+ Taívan 4 Bangladess 9+ Víetnam + Malasía 1+ Síngapúr + Barein 1 Sádi-Arabía 27+ Jemen 53+ Sómalía 8+ Írak 1+ Íran 252+ D auðarefsingu yfir Hank Skinner var frestað á miðviku- daginn þar sem áfrýjunar dómstóll í Texas í Bandaríkj- unum tekur nú afstöðu til þess hvort framkvæma eigi frekari DNA-rann- sókn á sönnunargögnum í máli hans. Skinner var sakfelldur fyrir morð á sambýliskonu sinni og tveimur upp- komnum sonum hennar árið 1995. Hann hefur alla tíð neitað sök og beðið um að blóð á sönnunargögnum verði rannsakað frekar. Skinner fékk fulln- ustu dómsins einnig frestað í fyrra, 35 mínútum áður en aftakan átti að fara fram. Mál sem þessi eru í forgrunni bar- áttunnar fyrir afnámi dauðarefs- inga, en mörg hundruð manns um allan heim eru tekin af lífi á hverju ári. Helstu rökin fyrir afnámi dauða- refsinga eru einmitt þau að sönnunar- gögn sem koma fram eftir að dómur er kveðinn upp geta sannað sakleysi við- komandi og þar af leiðandi snúið við dómi. Alls hefur dauðadómi yfir 138 föngum í Bandaríkjunum verið hnekkt í ljósi nýrra upplýsinga. Slík sakarupp- gjöf gagnast þó lítið þeim sem þegar hefur verið tekinn af lífi. Fjögur fjölmennustu ríkin beita dauðarefsingum Í umræðu um dauðarefsingar beinist kastljósið yfirleitt fyrst og fremst að Bandaríkjunum, enda eru þau eina vestræna lýðræðisríkið þar sem slíkt tíðkast. Dauðarefsingar eru bannað- ar í öllum aðildarríkjum Evrópuráðs- ins og í raun er aðeins eitt ríki í Evr- ópu sem tekur dæmda sakamenn af lífi, Hvíta-Rússland. Dauðarefsingar hafa ekki enn verið formlega afnumd- ar í Lettlandi, þar sem enn má dæma til dauða fyrir stríðsglæpi, og í Rúss- landi. Þar voru dauðadómar bannað- ir tíma bundið árið 1996 og hafa ekki verið kveðnir upp síðan. Merkilegt er til þess að líta að fjög- ur fjölmennustu ríki veraldar, Kína, Indland, Bandaríkin og Indónesía, leyfa öll dauðarefsingar, en Indland og Indónesía hafa að vísu ekki stund- að aftökur síðustu ár. Fjögur ríki í svo- kölluðum G20 hópi helstu efnahags- velda heimsins framkvæmdu aftökur á síðasta ári, Japan og Sádi-Arabía auk Kína og Bandaríkjanna. Síðasta aftakan á Íslandi fór fram árið 1830, þegar Agnes og Friðrik voru hálshöggvin eins og frægt er orðið. Það var hins vegar ekki fyrr en tæpri öld síðar, eða árið 1928, sem dauðarefsing var afnumin að fullu með lögum. 1.273 aftökur á 35 árum Dauðarefsingar voru afnumdar í Bandaríkjunum árið 1972 en svo leyfðar aftur fjórum árum síðar og er það nú hvers ríkis að ákveða hvort þær eru leyfðar. Eins og sakir standa eru dauðarefsingar leyfðar í 34 af 50 ríkjum, en síðustu ár hafa fjögur ríki afnumið dauðarefsingar, síðast Illin- ois í júlí í ár. Frá 1976 hafa 1.273 verið teknir af lífi í Bandaríkjunum, þar af 1.130 frá árinu 1991. Síðustu tuttugu ár hafa yfirleitt um 50 aftökur verið fram- kvæmdar á ári. Dauðadómar í Bandaríkjunum einskorðast við morðmál, en síðasti maður inn sem var tekinn af lífi fyrir annars konar mál var James Coburn sem var líflátinn árið 1964 fyrir rán. Enn eru til lagaákvæði í einstökum ríkjum þar sem leyft er að dæma til dauða fyrir brot eins og endurtekið barnaníð. Þó ber að geta þess að sam- kvæmt alríkislögum liggur dauða- refsing við föðurlandssvikum. Enginn fælingarmáttur Það sem helst hefur verið gagnrýnt varðandi dauðarefsingar (fyrir utan þá meginspurningu hvort ríkið sé þess frekar umkomið að svipta menn lífi) er hvort þær hafi í raun þann fælingar- mátt sem margir trúa. Samkvæmt könnun meðal banda- rískra afbrotafræðinga sem félaga- samtökin Death Penalty Information Center vísa í, eru aðeins 5% þeirra á þeirri skoðun að dauðarefsing sé virk leið til þess að fækka morðum. Um leið efast 60% almennings þar í landi um að dauðarefsingar hafi nokkurn fæl- ingarmátt gegn morðum. Annað sem styður þær efasemdir er sú staðreynd að morðtíðni miðað við mannfjölda er nokkru yfir lands- meðaltali í Suðurríkjunum, þar sem rúm 80% allra aftaka hafa átt sér stað frá árinu 1976 (5,6 morð á hverja 100.000 íbúa miðað við 4,8 á landsvísu). Loks má nefna hróplegt ósamræmi í kynþáttahlutfalli þar sem rúmlega helmingur fanga á dauðadeildum Bandaríkjanna er annaðhvort blökku- menn eða af rómansk-amerískum uppruna og kannanir sýna að þrisvar sinnum meiri líkur eru á því að dauða- dómur verði kveðinn upp ef fórnar- lömb eru hvít á hörund. Kína tekur flesta af lífi Þrátt fyrir áhersluna á Bandaríkin eru mörg önnur lönd stórtækari hvað varðar aftökur í nafni laga. 23 lönd fullnægðu dauðadómum á síðasta ári og 527 manns hið minnsta voru tekin af lífi, að því er kemur fram í tölum Amnesty International, sem hafa lengi barist gegn dauðarefsingum. Kína tók flesta af lífi árið 2010, en þó að engar opinberar tölur liggi fyrir er fastlega gert ráð fyrir að fjöldi aftaka hlaupi á hundruðum eða þúsundum. Íran kom þar á eftir með 252 aftökur Dauðarefsingar á undanhaldi Hundruð manna eru tekin af lífi í nafni laga og réttar ár hvert um heim allan. Baráttan gegn dauðarefsingum hefur þó skilað sér í fækkun landa sem beita slíkum refsingum. Þorgils Jónsson kynnti sér stöðu mála og baráttuna gegn dauðarefsingum. „Heimur án dauðarefsinga er lokatakmarkið“ Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International A ftaka Troy Davis vakti heimsathygli, enda lék talsverður vafi á sekt hans. Davis var dæmd- ur til dauða fyrir að myrða lögreglumann árið 1989. Engin áþreifanleg sönnunargögn lágu fyrir en dómurinn byggði á framburði níu vitna. Síðan þá hafa sjö vitnanna dregið framburð sinn til baka, sumir hafa sakað lögreglu um að hafa beitt þá þrýstingi. Annar af hinum tveimur hefur ekki viljað tjá sig að nokkru leyti frá því að dómurinn var kveðinn upp og síðasta vitnið er einmitt sá maður sem flest bönd beinast að í ljósi nýrra upplýsinga um morðið. Þrátt fyrir hávær og fjölmenn mótmæli sem breiddust út um allan heim hlaut Davis ekki náð fyrir augum áfrýjunardómstóla í Georgíu og var tekinn af lífi 21. september með banvænni sprautu. Vitni hafa dregið framburð til baka Troy Davis var tekinn af lífi í Georgíuríki í september. dauðadæmd- ir fangar í Bandaríkj- unum hafa fengið sakaruppgjöf í ljósi nýrra sönnunar- gagna á síðustu árum. 138 hið minnsta, Norður-Kórea var með 60 aftökur hið minnsta og Jemen var með að minnsta kosti 53 aftökur. Banda- ríkin voru svo í fimmta sæti með 46 aftökur, en það sem af er ári hafa 39 verið teknir af lífi í Bandaríkjunum. Baráttan skilar árangri Síðustu ár og áratugi hefur þróunin að mestu verið á einn veg. Á hverju ári fjölgar þeim ríkjum sem banna dauða- refsingar alfarið og auk þess láta mörg þeirra ríkja sem þó halda í löggjöf sína, í ljós minni vilja til að framfylgja dauðadómum. Samkvæmt Amnesty International höfðu aðeins 16 ríki bannað dauða- refsingar árið 1977 en þeim fjölgaði ört í kjölfar lýðræðisvæðingar í Mið- og Suður-Ameríku og Austur-Evrópu eftir lok kalda stríðsins. Undir lok síðasta árs höfðu 139 ríki annaðhvort afnumið dauðarefsingar eða hætt að beita þeim í áratug eða lengur. Þá hafa mörg önnur ríki fækk- að brotum sem dauðarefsing liggur við, án þess að afnema dauðarefsingar með öllu. Alþjóðlegar kröfur um að ríki virði mannréttindi þegna sinna, þar á meðal með samþykktum og ályktunum Sam- einuðu þjóðanna (SÞ), hafa einnig orðið háværari, sem hefur leitt til þess að mörg ríki hafa endurskoðað afstöðu sína til dauðarefsinga. Síðasta álykt- un allsherjarþings SÞ frá síðasta ári um að aðildarríki láti tímabundið af dauðadómum fékk mun meiri stuðning en sams konar ályktun árið 2008. Þar bættust fimm ríki frá Afríku og Asíu við hóp þeirra sem studdu ályktunina og fimm önnur fóru úr andstöðu yfir í að sitja hjá. Heimildir: Vísindavefurinn, Amnesty International, Death Penalty Information Center, Guardian.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.