Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 18
18 12. nóvember 2011 LAUGARDAGUR
arionbanki.is — 444 7000
Kees Visser
fyrirlestur
og opnun
sýningar
Velkomin á opnun sýningar og fyrirlestur
myndlistarmannsins Kees Visser í dag kl.
13.30. Fyrirlesturinn sem ber heitið Talk
is cheap fer fram í ráðstefnusal Arion
banka, Borgartúni 19.
Kees Visser er af hollensku bergi brotinn
en fluttist til Íslands 1976. Hann tengdist
landinu strax sterkum böndum og var
einn af stofnendum Nýlistasafnsins.
Allir velkomnir
Engin þöggun á leik-
skólum í Reykjavík
Engin óvissa ríkir um leik-skólana í Reykjavík. Þeir
eru vel reknir og þar starfar
frábært fagfólk sem hefur náð
miklum árangri í starfi og veitir
mjög góða þjónustu. Þessi miss-
erin er stórátak í gangi í leik-
skólastarfi í Reykjavík.
Í dag njóta um 7.000 börn
umönnunar og kennslu á leik-
skólum borgarinnar. Þau hafa
aldrei verið fleiri. Á þessu ári
hefur Reykjavíkurborg unnið
markvisst að því að taka inn í
leikskólana stærsta árgang sem
fæðst hefur á Íslandi en það eru
börn sem fæddust á árinu 2009.
Tekist hefur ljómandi vel að
koma öllum þessum börnum
fyrir en þau eru 1.725 talsins.
Til þess að mæta þessari barna-
sprengju, sem allir Íslendingar
hljóta að fagna, voru settar yfir
500 milljónir aukalega í málefni
leikskólanna enda er það mark-
mið okkar að barnafjölskyldum
líði vel í Reykjavík
Allir hljóta að skilja að fjár-
magnið til þessa mikilvæga
verkefnis var ekki auðfundið í
tekjusamdrætti síðustu ára.
Hvert leikskólapláss kostar
að meðaltali 2 milljónir króna á
ári. Það liggja því miklir fjár-
munir bundnir í rekstri leik-
skólanna. Frá árinu 2008 hafa
útgjöld til leikskólamála aukist
um rúman milljarð í Reykjavík.
Rekstur leikskólanna kostar nú
um 10 milljarða á ári. Það eru
miklir peningar. Börnum í leik-
skólum í Reykjavík er að fjölga
um 600 á nokkrum árum. Þessi
fjölgun barna í leikskólunum er
svipuð því og sex nýir leik skólar
hafi bæst við en að meðaltali
eru um 100 börn í leikskólum í
Reykjavík.
Á næsta ári stendur Reykja-
víkurborg frammi fyrir því að
innrita svipaðan fjölda barna á
leikskóla í Reykjavík. Börn fædd
árið 2010 í Reykjavík eru 1.787
samkvæmt nýjustu tölum. Sem
betur fer hefur verið búið vel í
haginn fyrir þennan stóra og
fjöruga hóp. Húsnæðið er þegar
til staðar en færanlegum stof-
um hefur verið bætt við leik-
skóla í hverfum þar sem þörfin
er mest. Þetta þýðir að rýmin í
fer metrum talið eru þegar til en
fjármagn vantar á þessu ári til
að innrita fleiri börn en þau 70 af
2010 árganginum sem þegar hafa
verið innrituð, enda var ekki
gert ráð fyrir að innrita 2010
árganginn fyrr en á árinu 2012.
Við höfum gefið fyrirheit um
að öll börn fædd árið 2010 fái
leikskólapláss á árinu 2012. Við
það verður staðið. Börnin verða
tekin inn í leikskólana í áföng-
um og verða öll komin með pláss
í síðasta lagi haustið 2012, árið
sem þau verða tveggja ára. Mér
sýnist að staðan hjá mörgum
stærri sveitarfélögum landsins
sé mjög svipuð.
Þegar þessi stóri árgangur
verður allur kominn inn í leik-
skóla næsta haust munu 7.100
börn verða við leik og nám í
leikskólum í Reykjavík. Leik-
skólagjöld í Reykjavík eru enn
þá með þeim lægstu á landinu.
Ég tel því að við getum verið
stolt af leikskólunum okkar, því
öfluga starfi sem þar er unnið
og því sem við höfum þegar
áorkað í þágu barnafjölskyldna
í borginni.
Nú á haustmánuðum er eins
og reynt hafi verið að skapa
ástæðulausa óvissu og tor-
tryggni meðal foreldra og
aðstandenda um að þjónusta
leikskólanna í Reykjavík sé ekki
nógu góð eða víðtæk, starf semin
sé á milli steins og sleggju.
Því hefur jafnvel verið hald-
ið fram að þjónusta við barna-
fólk sé verri en verið hefur og
aðstæður á leikskólunum jafn-
vel stórhættulegar. Sagt er að á
leikskólunum standi fólk verk-
efnalítið og í óvissu um fram-
haldið. Jafnframt hefur verið
hamrað á því að starfsfólki leik-
skólanna sé bannað að tjá sig um
hitt og þetta og orðið þöggun
notað í því samhengi.
Þetta er allt víðs fjarri sann-
leikanum. Ekki stendur til að
segja neinum upp á leikskólum
í Reykjavík. Engum hefur held-
ur verið bannað að tjá sig. Leik-
skólastjórar fengu á dögunum
senda vinsamlega ábendingu í
tölvupósti frá fagstjóra skóla-
og frístundasviðs um að beina
fyrirspurnum frá fjölmiðlum
til upplýsingadeildar til að fyrir-
byggja misskilning og tryggja
samræmd og örugg svör frá
borginni. Það eru aðeins fagleg
vinnubrögð því Reykjavíkur-
borg vill veita skýr svör við sem
flestu eins skjótt og auðið er.
Að lokum vil ég segja þetta.
Leikskólarnir í Reykjavík eru
reknir með miklum myndarskap
og aðbúnaðurinn hefur aldrei
verið betri. Hér er eitt besta
leikskólakerfi í heimi.
Þennan mikla árangur ber
fyrst og fremst að þakka því
góða og faglega fólki sem vinn-
ur á leikskólunum. Og þessu
fólki, jafnt sem öðrum starfs-
mönnum Reykjavíkurborgar,
er að sjálfsögðu frjálst að tjá
sig opinberlega um hvaðeina
sem því dettur í hug.
Menntamál
Jón
Gnarr
borgarstjóri
Að lokum vil ég segja þetta. Leik-
skólarnir í Reykjavík eru reknir með
miklum myndarskap og aðbúnaðurinn
hefur aldrei verið betri. Hér er eitt besta leikskóla-
kerfi í heimi.
Að undanförnu hafa verið að birtast greinar um slæma skuldastöðu Reykjanesbæjar. Ný sveitar-
stjórnarlög sem samþykkt voru á síðasta þingi heim-
ila ekki skuldsetningu sveitarfélaga umfram 150%
af tekjum þeirra. Verður sveitarfélögum veittur
frestur til þess að laga sig að þessum veruleika.
Þetta mun gera nokkrum sveitarfélögum
erfitt fyrir, þar sem skuldsetning þeirra
er langt umfram þessi mörk og því mun
vafalaust þurfa að grípa til sársaukafulls
niðurskurðar til þess að laga sig að þess-
um skilyrðum.
Staða Reykjanesbæjar
Reykjanesbær hefur oft verið nefndur
í fyrirsögnum sem eitt þessara sveitar-
félaga sem hvað verst eru stödd og hefur
oft verið verið flokkaður með Álftanesi
þegar kemur að umræðu um stöðu
sveitar félaga. Bæjarstjórinn í Reykjanes-
bæ hefur brugðist við þessu og haldið á
lofti annarri hlið á málinu sem illa hefur
komist til skila. Bæjarstjórinn hefur m.a
bent á að til séu eignir sem munu innan
ekki mjög langs tíma laga þessa skulda-
stöðu til muna.
Raunveruleg staða
Skv. síðasta ársreikningi skuldar Reykjanesbær
395% af tekjum sínum þ.e 28.561.984.000.- (skuldir
og skuldbindingar) / 7.229.424.000.- (tekjur A hluta)
= 395%.
Ef eignarhluti efnahagsreiknings er skoðaður
koma í ljós eignir sem mun vera hægt að koma í
verð á skömmum tíma. Helst ber að nefna skulda-
bréf vegna sölunnar á HS Orku sem bókað er á
5.891.000.000.- í ársreikningi. Það skuldabréf er
væntanlega á gjalddaga 2013.
Að auki má nefna inneign í Landsbanka (gamla
Sparisjóðnum) kr. 2.489.000.000.- sem stofnuð var
með útgáfu skuldabréfs á sínum tíma þegar reynt
var að koma Sparisjóðnum til bjargar. Samtals eru
þessar eignir að upphæð krónur 8.380.000.000.-
og ef þessi upphæð verður öll nýtt til uppgreiðslu
skulda verður staðan önnur, eða
28.561.984.000.- – 8.380.000.000.- eða
rúmir tuttugu milljarðar sem væri þá
u.þ.b 285% af tekjum. Sala á landi til
ríkisins getur síðan lagað þessa stöðu
enn frekar en slíkt mun vera á döfinni.
Er þá allt í lagi?
Staða Reykjanesbæjar gæti hugsan-
lega orðið sú að sveitarfélagið skuldaði
270% af tekjum sínum ef rétt verður
að málum staðið og þeir fjármunir
sem hægt verður að losa á næstu árum
verða nýttir til uppgreiðslu skulda.
Hvað þýðir það fyrir okkur? Raun-
verulegar skuldir okkar væru þá u.þ.b.
tuttugu milljarðar og við þyftum þá að
minnka þá skuld niður í um 11 millj-
arða. Það þýðir að spara þarf níu millj-
arða á komandi árum til þess að upp-
fylla skilyrði laganna.
Það verður hlutverk sitjandi bæjarfulltrúa að
finna leiðir til þess. Vonandi taka þeir þetta hlut-
verk sitt alvarlega.
Skuldastaða
Reykjanes bæjar
gæti hugsan-
lega orðið sú að
sveitarfélagið
skuldaði 270%
af tekjum
sínum …
Skuldastaða Reykjanesbæjar
Sveitarstjórnarmál
Guðbrandur
Einarsson
íbúi í Reykjanesbæ
AF NETINU
Áform Huangs Nubo
Það er eins og Magnús Orri, Árni Páll efnahags- og viðskiptaráðherra, og
margir aðrir ráðamenn, hafi verið á fjöllum síðustu tíu árin, og hafi aldrei
heyrt um auðjöfra sem lofa gulli og grænum skógum, en sem reynast síðan
aðeins hafa áhuga á því sem þeir sannanlega hafa haft mestan áhuga á,
nefnilega að græða sem mesta peninga, sama hvernig að því er farið. Ekki
vill maður frýja þessum stjórnmálamönnum vits. Hvað er það sem drífur þá
áfram í þessu máli?
http://blog.eyjan.is/einar/
Einar Steingrímsson