Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 98
12. nóvember 2011 LAUGARDAGUR50
Tilkynningar um merkis-
atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma
512 5000.
timamot@frettabladid.is
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Gyðríður Þorsteinsdóttir
áður á Hlíðarbraut 8, Hafnarfirði,
sem lést laugardaginn 5. nóvember, verður jarðsungin
frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 14. nóvember
kl. 13.00.
Þórir Ingvarsson Edda Jónasdóttir
Hjördís Edda Ingvarsdóttir Jón Vignir Karlsson
Sigríður Ólöf Ingvarsdóttir
Þuríður Guðný Ingvarsdóttir Árni Pálsson
Ingveldur Ingvarsdóttir Benedikt Jónasson
barnabörn og langömmubörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Svanhildur
Snæbjarnardóttir
Áður til heimilis Hellu, Hellissandi,
lést á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 10. nóvem-
ber. Útför hennar fer fram frá Ingjaldshólskirkju
laugardaginn 19. nóvember kl. 14.00.
Gunnar Már Kristófersson Auður Jónsdóttir
Steinunn J. Kristófersdóttir Lúðvík Lúðvíksson
Sigurjón Kristófersson Sigurlaug Hauksdóttir
Snæbjörn Kristófersson Kristín S. Karlsdóttir
Svanur K. Kristófersson Anna Bára Gunnarsdóttir
Þröstur Kristófersson Sigurbjörg E. Þráinsdóttir
Kristinn Valur Kristófersson Guðríður A. Ingólfsdóttir
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn.
Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 551 3485/896 8284 (24 tíma vakt)
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri - S. 892 8947
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
Bryndísar Sveinsdóttur
Sunnuvegi 9, Selfossi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Fossheima fyrir
góða umönnun.
Ingvar Jónsson Þórdís Kristjánsdóttir
Þórir Jónsson
Pálmi Jónsson Guðrún Elíasdóttir
Guðmundur Jónsson Áslaug Pálsdóttir
Haukur Jónsson Aldís Anna Nielsen
barnabörn og barnabarnabörn.
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON (1888-1974) rithöfundur lést þennan dag.
„Ég er eins sannfærður um líf eftir dauðann eins og lífið fyrir dauðann.“
Síðustu tíu íbúarnir í Flatey á Skjálfanda fluttu úr
eyjunni þennan dag fyrir 44 árum.
Hundrað manns manns höfðu búið í Flatey
fáum árum áður en þegar fólki fór að fækka
þar fjaraði fljótt undan byggðinni af ýmsum
ástæðum. Misserin áður en síðustu íbúarnir yfir-
gáfu eyjuna má segja að straumurinn lægi upp
á land. Flestir fyrrverandi íbúar eyjarinnar settust
að á Húsavík.
Þrátt fyrir fólksflóttann úr Flatey hafði verið
unnið þar að hafnarbótum fram á síðasta
dag og því var verkamönnum við þá iðju
haldið samsæti á Akureyri þennan sama dag og
síðustu íbúarnir yfirgáfu eyjuna.
Þrátt fyrir að heilsársbúseta í Flatey heyrði
sögunni til frá þessum degi héldu margir Flatey-
ingar áfram að nota eyna sem sumardvalarstað
og vera þar með báta sína.
ÞETTA GERÐIST: 12. NÓVEMBER 1967
Flatey á Skjálfanda fer í eyði
Merkisatburðir
1905 Ný kirkja er vígð á Grund í Eyjafirði.
1905 Stækkun Fríkirkjunnar í Reykjavík er vígð.
1906 Blaðamannaávarpið er sett fram af ritstjórum sex helstu
dagblaða á Íslandi.
1944 Þúsund manns farast þegar þýska skipið Tirpitz sekkur
utan við Tromsø í Noregi.
1965 Hvassaleitisskóli er settur í fyrsta skipti.
1991 Íslenska stálfélagið hf. er tekið til gjaldþrotaskipta.
1994 Guðmundur Árni Stefánsson biðst lausnar sem félags-
málaráðherra og við tekur Rannveig Guðmundsdóttir.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og bróðir,
Grétar Guðjónsson
áður til heimilis að Melabraut 26,
Seltjarnarnesi,
lést á heimili sínu, Hrafnistu, Hafnarfirði, miðviku-
daginn 9. nóvember. Útför auglýst síðar.
Guðjón Grétarsson
Gauti Grétarsson Hildigunnur Hilmarsdóttir
Sigrún María B. Guðjónsdóttir
Hildur B. Guðjónsdóttir Robert J. Riley
Arnold B. Cruz Erin Y. Cruz
Aron Gauti Gautason Kristina Nilssen
Tinna Laxdal Gautadóttir Hjalti Friðriksson
Daði Laxdal Gautason
langafabörn.
Það liggur nærri að panta verði við-
talstíma hjá hinni 87 ára Kristjönu
Þórðar dóttur, fyrrverandi matráðs-
konu hjá Skeljungi, svo mikið er um
að vera hjá henni í félagslífinu. Nýlega
opnaði hún sína fyrstu málverka-
sýningu í félagsmiðstöðinni að Hæð-
argarði 31 í Reykjavík. „Já, ég veit
ekki hvað ég er að gera, svona gamal-
menni, að vera að halda sýningu,“
segir hún hlæjandi. „Ég er nýflutt á
dvalar heimili aldraðra í Seljahlíð og
finnst þetta ekki alveg ríma saman.“
Viðurkennir samt að auðvitað sé þetta
gaman. „Ég hef alltaf haft svo mikla
ánægju af allri handavinnu og list-
iðnaði, þó ég hafi ekki getað sinnt því
af alvöru fyrr en ég hætti að vinna
utan heimilis. Ég byrjaði til dæmis
ekki að mála með olíu litum fyrr en
fyrir fimm árum, þegar ég var áttatíu
og tveggja ára. Áður málaði ég mikið
á postulín.“
Allt eru það olíumálverk sem
Kristjana sýnir. Hún kveðst hafa
málað þau í félagsmiðstöðinni að
Hæðar garði með yndislegum leið-
beinanda, Selmu Jónsdóttur og í frá-
bærum hópi. „Annars hefði ég ekki
haft svona gaman af þessu og enst
svona lengi,“ segir hún. En þurfti ekki
hugrekki til að fara að meðhöndla olíu-
liti á níræðisaldri? „Nei, það kom svo-
lítið af sjálfu sér. Ég var farin að titra
aðeins og það hentaði ekki í postulín-
inu en í olíu málun eru lengri strokur
og ekki alveg eins mikil nákvæmni.“
Kristjana átti heima í Viðey fram
yfir fermingu en flutti þaðan árið 1939.
„Afi minn og amma fluttu til Viðeyjar
1916 og foreldrar mínir og þeirra börn
voru þau síðustu af þeirra fjölskyldu
til að búa þar,“ segir hún og kemur
með smá söguskýringu. „Það var svo
mikil atvinnustarfsemi í Viðey á fyrri
hluta síðustu aldar, stór útgerðarstöð
og pabbi vann við bensínafgreiðslu því
engin höfn var í Reykjavík og dönsk
olíuskip skipuðu upp olíu í Viðey sem
svo var sett á tunnur og flutt í land.“
Spurð um aðsókn á sýninguna
svarar Kristjana: „Það var mjög góð
aðsókn þegar hún var opnuð, 74 skrif-
uðu sig þá í gestabókina og þó vissi ég
um marga sem ekki gátu komið þann
dag.“ Þegar hún er beðin um að stilla
sér upp á mynd í sýningarsalnum
segir hún. „Æ, það er búið að taka svo
margar. Ég er ekki vön svona athygli
og finnst þetta frekar óraunverulegt.
Auðvitað er ég samt ánægð með þess-
ar góðu viðtökur við sýningunni.“
Nú heyrist kallað: „Bingó klukkan
hálf tvö,“ fyrir aftan Kristjönu. „Já,
það er alltaf hægt að hafa fullt að gera
og auðvitað er ekki sjálfgefið að hafa
heilsu til að sinna því á þessum aldri,“
eru lokaorð hennar í spjallinu.
gun@frettabladid.is
KRISTJANA ÞÓRÐARDÓTTIR: 87 ÁRA MEÐ FYRSTU MÁLVERKASÝNINGUNA
Fór að mála fyrir fimm árum
LISTAKONAN Í SÝNINGARSALNUM Í HÆÐARGARÐI 31 „Það er alltaf hægt að hafa fullt að gera og ekki sjálfgefið að hafa heilsu til að sinna því á
þessum aldri,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON