Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 42
2 fjölskyldan Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Vilhelm Gunnarsson Pennar: Gunnþóra Gunnarsdóttir Júlía Margrét Alexandersdóttir Ragnheiður Tryggvadóttir Roald Viðar Eyvindsson Sigríður Björg Tómasdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is Þorbjörg Anna er í heimsókn á vinnustað pabba síns, leik-skólanum Mýrinni í litla Skerjó. Þangað skýst hún stundum þegar hún er búin í skól- anum, enda er hún svo heppin að frekar stutt er á milli. Hún er á tíunda ári og gengur í Melaskóla. Þennan daginn lenti hún samt í hellidembu. Smá hik kemur á hana þegar hún er spurð hvort hún hjálpi pabba sínum að passa börnin í leik- skólanum. „Oft finn ég mér bara einhverja bók og les hana inni á kaffistofu,“ segir hún og lítur á pabba sinn. „Já, og stundum lestu líka fyrir börnin. Það er hjálp í því,“ segir hann hlýlega. Það leynir sér ekki að þau feðgin eru miklir vinir. „Það reyndi nú á vináttuna í sumar þegar við löbb- uðum Laugaveginn,“ segir Gísli Hrafn kankvís og bætir við. „Ég geng dálítið mikið og dótturina hefur langað að labba Lauga- veginn síðustu þrjú ár, við létum verða af því í sumar, töldum að hún væri tilbúin.“ „En svo ældi ég nokkrum sinnum fyrsta daginn,“ rifjar hún upp og bætir við: „Samt var þetta ótrúlega skemmtilegt.“ „Já, hún kláraði þetta með stæl,“ segir pabbinn stoltur. Þau segj- ast labba frekar mikið dags dag- lega, að minnsta kosti allar styttri vegalengdir, fyrst í leikskólann, svo hún í skólann og hann í vinn- una. „Svo löbbum við oft í sund í Vesturbæjarlaug,“ segir Þorbjörg Anna. Gísli Hrafn og Þorbjörg Anna búa á Hjarðarhaganum, ásamt mömmu Þorbjargar Önnu, Ingi- björgu Stefánsdóttur. Þar býr líka Nína, hálfsystir Þorbjargar Önnu. Hún er 22 ára og á þriðja ári í lögfræði. „Ég kynntist Nínu þegar hún var sjö ára og hugsaði með mér, ef ég hef ekki tíma fyrir hana núna þá hef ég hann aldrei. Þeirri skoðun hef ég haldið og við í fjölskyldunni höfum gefið okkur þann tíma sem þarf til að vera saman. Tengsl og traust skapast með samveru og samveran tekur tíma,“ segir Gísli Hrafn. „Þegar ég hef mikið að gera og dóttirin er meira með mömmu sinni þá snýr hún sér líka meira til hennar þó að ég sé heima. Nákvæmlega það sama gerist ef tímabil koma sem mamma hennar er mikið upptekin. Þá sækir hún til mín. En ég held að við höfum haft sæmilegt jafn- vægi í þessu, þannig að hún sé jafn hænd að okkur báðum.“ Gísli Hrafn, Ingibjörg og Nína bjuggu í Danmörku um tíma og þar fæddist Þorbjörg Anna fyrir níu árum. Hún man samt ekk- ert eftir sér þar. „En í fyrrahaust var mamma þar í nokkra mánuði í skóla og þá fórum við pabbi þangað í heimsókn. Þá fórum við út í skóg og skoðuðum leynistaðinn okkar gamla sem ég mundi samt ekkert eftir,“ segir Þorbjörg Anna bros- andi. Gísli Hrafn segir Nínu gott dæmi um að skilnaðarbörn séu engin vandamál ef rétt sé staðið að hlutum enda séu tengslin líka góð við pabba hennar. „Í kringum Nínu er dæmi um flókna fjölskyldu og einu sinni fórum við að teikna hana upp, það voru foreldrar, kær- asta pabbans og kærasti mömm- unnar, margar ömmur og afar og annað eftir því. Þegar hún leit yfir blaðið sagði hún með fögnuði: „Vá hvað ég á marga sem þykir vænt um mig!“ Börn eru svo snjöll.“ Nú má Þorbjörg Anna ekki vera að þessu rabbi lengur því hún er að drífa sig í sellótíma vestur í Frostaskjól. Hún fer á hjóli og ætlar að reyna að komast á milli regnskúranna. - gun Tengsl og traust skapast með samveru Feðginin Gísli Hrafn Atlason og Þorbjörg Anna Gísladóttir eru bestu vinir og verja mörgum stundum saman. Þau geta samt ekki verið saman á morgun, á feðradaginn, vegna vinnuferðar sem Gísli er að fara í, en bæta sér það örugglega upp síðar. Samrýmd feðgin Það reyndi á vináttu þeirra Þorbjargar Önnu og Gísla Hrafns í sumar þegar þau löbbuðu Laugaveg- inn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BÓKIN Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Lengi býr að fyrstu gerð Hvað kostar að vera til? Hver er munurinn á peningum og verðmætum? Hvernig á að lesa launaseðilinn sinn? Hvers vegna borgar sig að spara? Þessu öllu og fleiru er velt upp í bókinni Hvað kosta ég? eftir Daða Rafnsson, en henni er ætlað að auka fjármálalæsi ungs fólks. Foreldrar og börn gætu haft gagn og gaman af því að lesa bókina saman en hún hentar einnig til kennslu í lífsleikni í grunn- og framhaldsskólum. Samhliða útgáfu bókarinnar hefur verið opnuð vefsíðan fjarmalaskolinn.is sem styður við efni hennar. Þar er að finna ítarlegar skýringar á hugtökum, reiknivélar, formúlur og fleira. Á vefsíðunni er líka hægt að skrá sig á námskeið sem Fjármálaskólinn heldur. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir hve góður nætursvefn er mik-ils virði fyrr en ég eignaðist börn. Hvernig svefn er undirstaða þess að bæði líkami og hugur starfi og hvernig skortur á honum brýtur niður allt mótstöðuafl, bæði líkamlegt og andlegt. Fram að því var ég ein af þessum óþolandi barnlausu, sem hneykslaðist á undanlátssemi foreldranna í kringum mig. Hafði engan skilning á buguðum foreldrum í Bónus sem tíndu í innkaupakörfuna allt sem kolóður krakkinn fór fram á. Ég átti það jafnvel til að koma með athugasemdir um uppeldi í yfirlætislegum tón við hvern sem heyra vildi! Eitt af því sem ég hafði lítinn skilning á var að foreldrar gætu fórnað sínu eigin rúmi undir börnin. Átti ekki til orð yfir þeim aumingjaskap að sofa upp á rönd eða jafnvel til fóta meðan krakk- inn velti sér á miðjunni. Við þessar aðstæður ætti að sýna festu og koma börnunum strax í skilning um að þeirra staður væri í þeirra eigin rúmi. Sama hversu margar nætur það tæki ætti að bera þau aftur í sitt eigið rúm, þar til þeim yrði þetta ljóst. Foreldrar yrðu bara að harka af sér það tímabundna rask sem þessar aðgerðir hefðu á þeirra eigin svefn. Þetta borgaði sig þegar upp væri staðið. Ekki kæmi til greina að kaupa stærra rúm, það væri uppgjöf! Tveimur börnum síðar er búið að lækka í mér rostann. Við fyrsta barn reyndi ég að halda til streitu þeim hugmyndum um barnaupp- eldi, sem ég hafði áður svo ófeimin látið í ljós. Mér varð þó fljótlega ljóst að hlutirnir eru ekki eins einfaldir þegar á hólminn er komið og þegar barn númer tvö bættist við hrundu þessar hugmyndir mínar ein af annarri. Sú hugmynd mín um að halda rúminu út af fyrir okkur hjónin, hrundi nú fyrir skömmu. Drengurinn okkar litli fór að venja komur sínar þangað og grét sárt þegar ég flutti hann til baka. Ég var merkilega fljót að leyfa honum bara að lúra á milli og við tóku nætur þar sem ég svaf upp á rönd og jafnvel til fóta. Rót komst á nætursvefninn við þetta brölt og eftir nokkrar vikur tíndi ég svefnvana og buguð tóma vitleysu ofan í innkaupakörfuna, allt eftir kröfum þess stutta. Augnagotur þeirra útsofnu stungu í bakið. Fleiri svefnlausar vikur bættust við áður en ég játaði mig sigraða á sál og líkama. Ég keypti stærra rúm. Fyrstu nóttina í nýja rúminu lét sá litli reyndar ekki sjá sig. Ekki þá næstu heldur, né þarnæstu. Ég bylti mér í víðáttunni en kom ekki blundur á brá. Kvíðandi augnaráði hinna útsofnu. Dómur hinna útsofnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.