Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 88
8 fjölskyldan
Í kjallara Norræna hússins er að
finna barnabókasafn sem er í
daglegu tali nefnt Barnahellirinn.
Þar er ekki aðeins að finna gott
úrval barnabóka heldur
litla ævintýraveröld
þar sem börn í fylgd
fullorðinna geta haft
gaman, leikið sér og
litað myndir.
Nánar um
bókasafnið á
www.nordice.
is.
Barnaafmæli er hægt að halda
víðar en í heimahúsi og það hefur
verið vinsælt að halda þau á
eft irtöldum stöðum: í Veröldinni
okkar í Smáralind, Barnagæslunni í
Kringlunni, Keiluhöllinni Öskjuhlíð,
Heilsuakademíunni, Skautahöllinni
og Ævintýragarðinum svo nokkrir
staðir séu nefndir.
Fyrirtækjasmiðjan er þrettán
vikna námskeið fyrir framhalds-
skólanema sem miðar að því að
efla skilning þeirra á fjölbreyttum
fyrirtækjarekstri. Félagasamtökin
Ungir frumkvöðlar, sem heyra undir
alþjóðasamtökin Young enterprise-
Junior Achievement, standa fyrir
námskeiðinu. Sjá www.ungirfrum-
kvodlar.is.
Á vefsíðunni umhuga.is geta
foreldrar og aðrir uppalendur
nálgast upplýsingar um helstu þætti
í uppeldi og aðstæðum barna og
unglinga sem hafa áhrif á geð heilsu
þeirra. Þar er líka safn tengla inn á
vefsíður annarra stofnana með
nytsömum upplýsingum.
GAGN&GAMAN
FORSÍÐA VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
ÍÞRÓTTIR Á ÞÍNUM HEIMAVELLI
Meiri Vísir.
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir,
meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.