Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 36
12. nóvember 2011 LAUGARDAGUR36
A
ðaláhugamálið mitt er að bæta
mig sífellt, jafnt í íþróttun-
um sem og öllu öðru sem ég
geri,“ segir Kristján Davíð
Karlsson, 31 árs íþróttamað-
ur og starfsmaður Vífilfells.
Kristján, sem er þroskahamlaður, æfir lyft-
ingar, fótbolta, boccia og frjálsar íþróttir
með Íþróttafélaginu Ösp.
Annir Kristjáns við æfingarnar eru
svo miklar að foreldrum hans, þeim Mar-
gréti Kristjánsdóttur og Karli Þorsteins-
syni, finnst á köflum nóg um. „Hann æfir
alla daga nema sunnudaga, en þá fer hann
heldur ekki á fætur fyrr en eftir hádegi,“
segir Margrét og hlær. „Á virkum dögum
fer hann á fætur klukkan sjö, vinnur allan
daginn og rýkur svo beint á æfingu. Tíma-
skorturinn gerir það að verkum að Kristján
þarf oft að skipta um föt í bílnum á leiðinni
á æfingar. Oftast er hann ekki kominn heim
til sín fyrr en átta eða níu á kvöldin, dauð-
þreyttur. Það vantar aðeins upp á jafnvægið
hjá honum svo hann þarf að hafa meira fyrir
íþróttunum en margir aðrir,“ segir Margrét
og bætir við að þegar Kristján fæddist hafi
foreldrar hans haldið að hann gæti aldrei
stundað íþróttir af neinu tagi. „En íþrótt-
irnar hafa hjálpað honum afskaplega mikið.
Kristján er virkilega duglegur og fylginn
sér. Ef hann ætlar sér eitthvað þá gefst hann
ekki upp fyrr en það tekst,“ segir Margrét.
FRAMHALD Á SÍÐU 38
UPPÁHALDIÐ Á ennisbandi Kristjáns sést vel hver eftirlætisíþróttamaður hans er, sjálf körfuknattleiks-
goðsögnin Michael Jordan. „Það verður aldrei neinn betri en Jordan. Taktarnir hans voru rosalegir,“ segir
Kristján, sem hætti nánast að fylgjast með NBA-deildinni í körfubolta þegar Jordan lagði skóna á hilluna.
ÁTÖK „Ég verð stundum þreyttur eftir átökin í æfingunum. Lykillinn er þó að fara snemma að sofa, um
níuleytið á kvöldin, og þá líður mér ágætlega daginn eftir,“ segir Kristján.
Á ÆFINGU Kristján bjó á Blönduósi fyrstu þrjú ár ævinnar, en þá fluttist fjölskyldan til Danmerkur og dvaldi þar í fjögur ár. Í Danmörku var hann fyrst í sérskóla fyrir fötluð börn og svo í almennum leikskóla og var orðinn
altalandi á dönsku eftir fyrsta mánuðinn í almenna leikskólanum. Þegar heim kom gekk Kristján svo í Öskjuhlíðarskóla þar til hann hóf störf hjá Vífilfelli fyrir fimmtán árum.
Bæti mig sífellt
Fleiri myndir má sjá á visir.is
Kristján Magnús Karlsson, þroskahamlaður íþróttamaður og
starfsmaður Vífilfells, æfir íþróttir af kappi alla daga vikunnar
nema sunnudaga. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari og Kjartan
Guðmundsson fylgdust með Kristjáni í leik og starfi.