Fréttablaðið - 12.11.2011, Page 36

Fréttablaðið - 12.11.2011, Page 36
12. nóvember 2011 LAUGARDAGUR36 A ðaláhugamálið mitt er að bæta mig sífellt, jafnt í íþróttun- um sem og öllu öðru sem ég geri,“ segir Kristján Davíð Karlsson, 31 árs íþróttamað- ur og starfsmaður Vífilfells. Kristján, sem er þroskahamlaður, æfir lyft- ingar, fótbolta, boccia og frjálsar íþróttir með Íþróttafélaginu Ösp. Annir Kristjáns við æfingarnar eru svo miklar að foreldrum hans, þeim Mar- gréti Kristjánsdóttur og Karli Þorsteins- syni, finnst á köflum nóg um. „Hann æfir alla daga nema sunnudaga, en þá fer hann heldur ekki á fætur fyrr en eftir hádegi,“ segir Margrét og hlær. „Á virkum dögum fer hann á fætur klukkan sjö, vinnur allan daginn og rýkur svo beint á æfingu. Tíma- skorturinn gerir það að verkum að Kristján þarf oft að skipta um föt í bílnum á leiðinni á æfingar. Oftast er hann ekki kominn heim til sín fyrr en átta eða níu á kvöldin, dauð- þreyttur. Það vantar aðeins upp á jafnvægið hjá honum svo hann þarf að hafa meira fyrir íþróttunum en margir aðrir,“ segir Margrét og bætir við að þegar Kristján fæddist hafi foreldrar hans haldið að hann gæti aldrei stundað íþróttir af neinu tagi. „En íþrótt- irnar hafa hjálpað honum afskaplega mikið. Kristján er virkilega duglegur og fylginn sér. Ef hann ætlar sér eitthvað þá gefst hann ekki upp fyrr en það tekst,“ segir Margrét. FRAMHALD Á SÍÐU 38 UPPÁHALDIÐ Á ennisbandi Kristjáns sést vel hver eftirlætisíþróttamaður hans er, sjálf körfuknattleiks- goðsögnin Michael Jordan. „Það verður aldrei neinn betri en Jordan. Taktarnir hans voru rosalegir,“ segir Kristján, sem hætti nánast að fylgjast með NBA-deildinni í körfubolta þegar Jordan lagði skóna á hilluna. ÁTÖK „Ég verð stundum þreyttur eftir átökin í æfingunum. Lykillinn er þó að fara snemma að sofa, um níuleytið á kvöldin, og þá líður mér ágætlega daginn eftir,“ segir Kristján. Á ÆFINGU Kristján bjó á Blönduósi fyrstu þrjú ár ævinnar, en þá fluttist fjölskyldan til Danmerkur og dvaldi þar í fjögur ár. Í Danmörku var hann fyrst í sérskóla fyrir fötluð börn og svo í almennum leikskóla og var orðinn altalandi á dönsku eftir fyrsta mánuðinn í almenna leikskólanum. Þegar heim kom gekk Kristján svo í Öskjuhlíðarskóla þar til hann hóf störf hjá Vífilfelli fyrir fimmtán árum. Bæti mig sífellt Fleiri myndir má sjá á visir.is Kristján Magnús Karlsson, þroskahamlaður íþróttamaður og starfsmaður Vífilfells, æfir íþróttir af kappi alla daga vikunnar nema sunnudaga. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari og Kjartan Guðmundsson fylgdust með Kristjáni í leik og starfi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.