Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 73
Tæknifræðingur
Starfslýsing:
Þáttaka í framleiðslu á orkustjórnunarkerfum Marorku
Hönnun kerfa, samsetning vélbúnaðar, skjölun og prófun
Iðntölvuforritun
Þjónusta við viðskiptavini
Val á vélbúnaði (mæli- og samskiptabúnaður)
Hæfniskröfur:
Háskólapróf í tæknifræði
Þekking á samskiptareglum vélbúnaðar kostur
Þekking á iðntölvum og iðnstýringum kostur
Mikilvægt er að viðkomandi hafi til brunns að bera
skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum, sýni frum-
kvæði í starfi og sé jákvæður og drífandi. Ferðalög erlendis
geta verið hluti af starfinu.
Microsoft sérfræðingur
Starfslýsing:
Uppsetningar á tölvubúnaði orkustjórnunarkerfa Marorku
Stuðningur við samstarfsaðila og þjónusta við viðskiptavini
Samskipti við birgja og innkaup á tölvubúnaði
Þróun á framleiðslulínu Marorku
Hæfniskröfur:
Framúrskarandi þekking á Microsoft hugbúnaði
Góð þekking á netkerfum
Þekking á uppsetningu vélbúnaðar
Þekking og reynsla af rekstri netþjóna og gagnagrunna
Mjög mikilvægt er að viðkomandi hafi tamið sér öguð
og vönduð vinnubrögð og eigi auðvelt með hópvinnu.
Verkfræðingur
Starfslýsing:
Innleiðing á orkustjórnunarkerfum Marorku
Verkefnastjórnun
Ráðgjöf og greining á orkukerfum skipa
Gagnagreiningar og gagnavinnsla
Þróun á vörum Marorku
Hæfniskröfur:
Háskólapróf í verkfræði
Þekking á skiparekstri og vélbúnaði um borð í skipum kostur
Sjálfstæð vinnubrögð
Góð enskukunnátta
Mikilvægt er að viðkomandi hafi til brunns að bera
skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum, sýni frum-
kvæði í starfi og sé jákvæður og drífandi. Ferðalög erlendis
geta verið hluti af starfinu.
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á marorka@marorka.com
fyrir 21. nóvember.
Nánari upplýsingar veitir Heiða Lára Heiðarsdóttir
starfsmannastjóri, heida@marorka.com.
Tæknistörf
Vegna aukinna verkefna leitar Marorka að metnaðarfullum starfskröftum til starfa
í tæknideild fyrirtækisins.
Marorka er leiðandi í þróun hugbúnaðar og lausna fyrir orkustjórnun skipa. Marorka starfar í alþjóðlegu umhverfi og eru lausnir Marorku í notkun um allan heim.
Hjá Marorku starfa nú um 50 manns. www.marorka.com
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Viðgerðarmaður
Upplýsingar veitir:
Elísabet Sverrisdóttir
elisabet@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 20. nóvember.
Umsóknir óskast fylltar út
á www.hagvangur.is.
Samhentir óska eftir að ráða viðhaldsmann til starfa með almenna vélbúnaðar-,
rafmagns-, rafeinda- og tölvuþekkingu.
Starfssvið:
• Viðgerðir og upptektir á vélbúnaði
• Uppsetning á nýjum tækjum
• Viðhald á tækjabúnaði og fasteignum félagsins
Hæfniskröfur:
• Vélfræðingur eða sambærileg tæknikunnátta
• Gott vald á ensku, skrifaðri og talaðri
• Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
• Úrræðagóður og geta til að vinna sjálfstætt
Samhentir - Kassagerð er þjónustufyrirtæki um heildarlausnir í umbúðum og öðrum
rekstrarvörum.Viðskiptavinir fyrirtækisins eru matvælaframleiðendur um allt land og um
borð í togurum. Vinnan fer ýmist fram á verkstæði Samhentra eða hjá viðskiptavinum.
Viðkomandi þarf að ferðast um landið til að þjóna viðskiptamönnum og eitthvað til birgja
erlendis vegna námskeiða eða til að afla sér þekkingar. www.samhentir.is.