Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 10
12. nóvember 2011 LAUGARDAGUR10 SPÁNN Gosið á hafsbotni við Kanarí eyjar er enn í fullum gangi, andstætt því sem kom fram í frétt blaðsins í gær. Páll Einarsson, jarðeðlisfræð- ingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir að gosið sé nokkuð merkilegt. „Það er nokkuð breytilegt frá degi til dags hversu mikið sést til gossins. Um daginn var nokkuð um að sprengingar rufu hafflötinn og hentu upp gosefnum nokkra metra. Annars kemur þetta mest fram sem dökkur blettur og loftbólur.“ Nokkuð var um vangaveltur þess efnis að ný eyja gæti risið þar úr sæ, en Páll efast um það. „Eldstöðin er á talsverðu dýpi, um 400 metrum upphaflega, og í talsverðum bratta. Það er aðdjúpt þarna og því ekki víst að eyja yrði langlíf á þessum stað, þó hún næði að myndast.“ Páll bætir því við að nokkur kurr sé meðal íbúa sem séu ekki vanir slíku, en helst sé óttast að gas geti valdið usla. Því hafi verið gripið til talsverðra varúðarráðstafana. „Það er bær á ströndinni og hafa íbúar þar verið fluttir á brott nokkrum sinnum, einkum ef óvissa hefur skapast um atburðarásina,“ segir Páll að lokum. - þj Eldgos á hafsbotni við eina af eyjunum í Kanaríeyjaklasanum: Gosið er enn í fullum gangi ÍBÚAR SKELKAÐIR Páll segir að íbúar á eyjunni El Hierro séu óvanir gosum, enda hefur ekki gosið á þessu svæði síðan 1971. FRÉTTABLAÐIÐ/APÁ STULTUM Í BANGKOK Þessi maður komst þurrum fótum leiðar sinnar í höfuðborg Taílands, þar sem flóðavatnið gerir fólki enn lífið leitt. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega þrítugan karl- mann fyrir vímuefnaakstur og hótanir. Manninum er gefið að sök að hafa í september á síðasta ári ekið undir áhrifum fíkniefna og áfengis um bifreiðastæði við Hátún. Þegar tveir lögreglumenn höfðu afskipti af honum vegna athæfis hans á bifreiðastæðinu hótaði hann þeim og fjöl- skyldum þeirra lífláti og líkamsmeiðingum. - jss Ók undir áhrifum vímuefna: Hótaði að slasa og lífláta tvo Alla virka daga kl. 18.00 Disovery Channel er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR LANDSBYGGÐ HEILBRIGÐISMÁL Oddfellow-regl- an mun annast innréttingar og tækjabúnað í nýrri álmu við líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi. Björn Zoëga, forstjóri Land- spítalans, segir Oddfellow áður hafa skilað sams konar verki þegar líknardeildin í Kópavogi var stofnuð 1998 og síðan aftur um miðjan síðasta áratug þegar bætt var við dagdeild og fimm daga deild. Segja megi að Odd- fellow hafi verið með deildina í Kópavogi í fóstri. „Það má segja að þetta sé síð- asti þriðjungurinn,“ segir Björn um verkefnið sem nú liggur fyrir hjá Oddfellow-mönnum. Loka á líknardeild Landspítal- ans á Landakoti með níu pláss- um og koma fimm plássum fyrir í staðinn í álmu sem nú stendur tóm í Kópavogi. Sjúkrarúmunum í heild fækkar því um fjögur og verða alls þrettán. Björn segir Oddfellow innrétta tómu álmuna og búa hana tækjum. „Þeir brjóta niður veggi og setja upp aðra, annast iðnaðarstörf og kaupa tæki og gefa fé. Þetta er eins og þeir hafa áður gert; að sjá alveg um að taka fokhelt húsnæði og skila því fullbúnu,“ segir hann. Björn vonast til að fram- kvæmdir hefjist fljótlega og að hægt verði að opna nýju álmuna í febrúar. Gróflega megi meta framlag Oddfellow-reglunnar að þessu sinni til um áttatíu millj- óna króna. „Það er frábært sem Oddfellow-menn hafa gert. Þeir hafa bara ekki talað um það; það er þannig sem þeir vinna,“ segir Björn um velgjörðar menn líknardeildar innar í Kópavogi. gar@frettabladid.is Oddfellowar gefa fullbúna líknardeild Landspítalinn sameinar líknardeild á Landakoti við líknardeild í Kópavogi. Þar mun Oddfellow-reglan sem fyrr taka að sér að innrétta húsnæðið og búa tækjum. Framlagið er metið á áttatíu milljónir. LÍKNARDEILD LANDSPÍTALANS Í KÓPAVOGI Oddfellow-menn munu á næstu vikum og mánuðum taka til óspilltra málanna og fullbúa á eigin reikning þriðju deildina við líknardeild Landspítalans í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA TYRKLAND, AP Að minnsta kosti 22 eru látnir eftir jarðskjálfta í Tyrk- landi seint á miðvikudag. Jarð- skjálftinn varð í borginni Van og var annar mannskæði skjálftinn á svæðinu á rúmum tveimur vikum. Tvö hótel hrundu til grunna í skjálftanum á miðvikudag, en hann mældist 5,7 á Richter. Meðal þeirra sem létust eru björgunar- menn og blaðamenn sem komu til borgarinnar Van eftir fyrri skjálftann hinn 23. október. Þá hafa fundist lík átta manna sem unnu að byggingu bráðabirgða- húsnæðis fyrir þá sem misstu hús- næði sitt þá. Íbúar í Van mótmæltu í borg- inni í gær. Þeir segja yfirvöld ekki hafa rannsakað skemmdir á byggingum nægilega vel eftir skjálftann í október. Því hafi hótel in tvö hrunið nú. Lögreglan leysti upp mótmælin með pipar- úða. Ríkisstjórn landsins segist vera að rannsaka hvort embættis- menn hafi sýnt af sér vanrækslu með því að leyfa hótelunum að starfa áfram. Enn eru einhverjir fastir í rústum húsanna tveggja og fara vonir dvínandi um að fleiri finn- ist á lífi. - þeb Annar jarðskjálftinn á stuttum tíma í Tyrklandi: 22 látnir eftir skjálfta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.