Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 110
12. nóvember 2011 LAUGARDAGUR62 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 12. nóvember 2011 ➜ Tónleikar 12.00 Björn Steinar Sólbergsson organ- isti leikur verk eftir Johann Sebastian Bach og César Franck á tónleikum í Hallgrímskirkju. Aðgangur er ókeypis en tekið er á móti frjálsum framlögum sem renna til Listvinafélags Hallgrímskirkju. Allir eru hjartanlega velkomnir. 15.00 Karlakórinn Hreimur efnir til tónleika í Hofi þar sem þemað er rúss- nesk karlakóratónlist. Kórnum til halds og trausts eru söngvararnir Hera Björk Þórhallsdóttir og Gissur Páll Gissurar- son, píanistinn Sólveig Anna Jónsdóttir, mandólín- og gítarleikarinn Borgar Þórarinsson. Miðaverð er kr. 2.500. 21.00 Trúbadorarnir síkátu, þeir Skúli mennski, HEK og Gímaldin leika í Land- námssetrinu í Borgarnesi. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 21.00 Einleikstónleikar Dóra Pella í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Sögur, Tónlist, Gjörningar. Aðgangur ókeypis. 22.00 Hljómsveitin Fuzzfest stígur á svið á Bar 11. Aðgangur er ókeypis. Strax að tónleikum loknum mætir Matti af Rás 2 og spilar bestu Bar 11 tónlist sem völ er á fram á nótt. 22.00 Hljómsveitin A Band on Stage treður upp á Café Rosenberg. Aðgangs- eyrir er kr. 1.000. 22.00 Tónlistarhúsið Nasa við Austur- völl fagnar tíu ára afmæli með stór- tónleikum. Fram koma vinir staðarins í Gus Gus, FM Belfast og gleðipinninn Páll Óskar. Plötusnúðarnir DJ Margeir og Danni Deluxe spila tónlist sem mun koma öllum í dansgírinn. Miðaverð er kr. 2.500. 22.00 Hljómsveitin Sixties leikur smelli fyrri ára á Úrillu Górillunni að Stórhöfða 17. Aðgangseyrir er kr 1.500. 22.00 Blúsband Jóhönnu Guðrúnar og Elvars kemur fram á tónleikum á Græna hattinum. Miðaverð er kr. 2.000. 22.00 Kormákur Bragason leikur á tónleikum á Obladí Oblada, Frakkastíg 8. Honum til aðstoðar verður Tómas Magnús Tómasson. Aðgangur ókeypis. 22.00 Rapparinn Gísli Pálmi heldur tónleika ásamt góðum gestum á Gauki á Stöng. Miðaverð er kr. 1.000. ➜ Leiklist 14.00 Hitt húsið stendur fyrir skemmti- legustu framhaldsskólakeppni ársins, Leiktu betur. Þar munu leikarar fram- tíðarinnar keppa í spuna. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 16.00 Einleikur Þórs Tulinius, Blót- goðar – uppistand um heiðingja, verður sýndur á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi. Miðaverð er kr. 3.500. 19.00 Bændur úr Hörgárdal fækka fötum í Iðnó í leikritinu Með fullri reisn. Tvær sýningar fara fram í dag. Sú fyrri hefst kl. 19 og síðari kl. 22. Miðaverð er kr. 2.900. 20.00 Leikritið Fjalla Eyvindur verður sýnt í Norðurpólnum. Miðaverð er kr. 2.900. 20.00 Leikritið Eftir lokin í leikstjórn Stefán Halls Stefánssonar verður sýnt í Tjarnarbíói. Miðaverð er kr. 3.200. 20.00 Hin sprenghlægilega leiksýning Alvöru menn verður sýnd í Austurbæ. Miðaverð er kr. 3.500. 22.00 Lára Sveinsdóttir leik- og söngkona flytur ásamt Djasshljómsveit Úlfs Eldjárns vinsæl lög Judy Garland og leiðir áhorfendur inn í stormasamt líf hennar í Þjóðleikhúskjallaranum. Miðaverð er kr. 2.900. ➜ Opnanir 13.00 Sýningin Úlfur Úlfur opnar í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin er sam- sýning sjö listamanna og er haft að leiðarljósi að sýna börnum hvað list sé skemmtileg og hrífandi. Karamellubréf á flugi, varðeldur, risa kíkir og listaverk sem sýningargestir geta tekið þátt í. 13.00 Sýningin Móðan gráa saman- stendur af olíumálverkum, vatnslita- myndum og tölvuunnum ljósmyndum af því görótta fljóti, Jökulsá á Fjöllum eftir Sigtrygg Bjarna Baldvinsson. Sýn- ingin opnar í dag í Listasafni ASÍ og eru allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis. 14.00 Perlur, sýning Magdalenu Mar- grétar Kjartansdóttur opnuð í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi. Allir velkomnir. 15.00 Soffía Sæmundsdóttir opnar einkasýningu á nýjum verkum í Baksal Gallerí Foldar. ➜ Heimildarmyndir 20.00 Heimildarmyndin Nowhere in Europe verður sýnd á (Ó)sýnileg, kvik- myndadögum Amnesty International, í Bíói Paradís. Myndin segir frá áhrifum evrópskrar innflytjendastefnu á fjóra flóttamenn frá Tsjetsjeníu. Miðaverð er kr. 750. ➜ Hönnun og tíska 14.00 Afmælissýningu Fatahönnunar- félags Íslands, Áratugur af tísku, lýkur um helgina. Í dag verður efnt til stefnu- móts við fatahönnuðinn Sonju Bent þar sem gestum gefst kostur að fræðast um störf hennar og fá innsýn inn í heim fatahannaðarins. Viðburðurinn fer fram í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs. ➜ Opið hús 11.00 Opinn dagur í Listaháskóla Íslands við Laugarnesveg 91. Áhuga- sömum er boðið að koma í skólann og kynnast starfsemi hans. Nemendur og kennarar verða til viðtals og upplýsinga- gjafar og til sýnis verða inntökumöppur og kynningar á inntökuferli, verk- stæðum og aðstöðu skólans. 12.00 Norræni skjaladagurinn verður haldinn hátíðlegur hjá Þjóðskjalasafni Íslands með opnu húsi í skrifstofubygg- ingu safnsins að Laugavegi 162. Sýning á margvíslegum skjölum sem tengjast viðskiptum fyrri alda og sagnfræðingar flytja áhugaverð erindi. Allir velkomnir. 17.00 Hinn 13. nóvember næst- komandi verður Árni Gærdbo, klæð- skerameistari, áttræður. Að því tilefni verður opið hús í samkomusalnum á Skúlagötu 40 á milli kl. 17 og 19 í dag. Allir velunnarar velkomnir. ➜ Bókmenntir 17.00 Bókaútgáfan Crymogea heldur útgáfufögnuð vegna bókar Einars Fals Ingólfssonar Án vegabréfs - Ferðasögur í húsakynnum Crymogeu að Baróns- stíg 27. ➜ Málræktarþing 11.00 Málræktarþing Íslenskrar mál- nefndar og Mjólkursamsölunnar, Æska í ólestri - mál okkar allra, verður haldið í Skriðu, sal Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð. Allir velkomnir. ➜ Ljósmyndasýningar 14.00 ljósmyndasýningin Málshættir í fókus opnar í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Félagsmenn í Fókusi, félagi áhugaljósmyndara, sýna verk sín. ➜ Tónlist 22.00 Jónas stýrir tónlistinni á Austur. 22.00 Dj Omar og Dj Bjarni Töfra- maður spila tónlist fyrir dansþyrsta gesti Barböru. 22.00 Dj Who’s that girl þeytir skífum á Trúnó. 22.00 Simon FKNHNDSM stýrir tónlist- inni á Kaffibarnum. 22.00 Benni spilar dansvæna tónlist á Vegamótum. 22.00 Dj Steindór stýrir tónlistinni á Bakkusi. 23.00 Dansþátturinn Party Zone heldur sérstakt kvöld á Faktorý. Már & Nielsen og Casanova þeyta skífum á efri hæð staðarins á meðan Rvk Sound- system tryllir lýðinn á neðri hæð. ➜ Fyrirlestrar 15.00 Ólafur Gunnarsson rithöfundur spjallar um Fjodor Dostojevskíj, ævi hans og verk í MÍR, Hverfisgötu 105. Nú eru liðin 100 ár frá fæðingu þessa mikla rússneska sagnameistara. Hluti af nýlegri rússneskri sjónvarpskvikmynd um skáldið sýndur. Aðgangur ókeypis. ➜ Myndlist 14.00 Vinningshafar í teiknimynda- samkeppni Listasafns Reykjavíkur verða tilkynntir í Hafnarhúsinu. 21.00 Listamenn kalla fram eina hrinu ljóða, tóna og myndverka í Populus Tremula á Akureyri. Aðgangur ókeypis. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sunnudagur 13. nóvember 2011 ➜ Tónleikar 15.15 Duo Harpverk, skipað Katie Buckley hörpuleikara og Frank Aarnink slagverksleikara, ríður á vaðið í 15:15 tónleikasyrpunni í vetur með spennandi efnisskrá nýrra verka. Tónleikarnir fara fram í Norræna húsinu og er miðaverð kr. 2.000. Eldri borgarar, öryrkjar og nemendur greiða kr. 1.000. 20.00 Sveinn Dúa Hjörleifsson fagn- ar útgáfu fyrstu einsöngsplötu sinnar með tónleikum í Menningarhúsinu Hofi. Miðaverð er kr. 2.500. 20.30 Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens spilar tóna af plötunni Ég trúi á þig í Hlégarði í Mosfellsbæ. Miðaverð er kr. 2.500. ➜ Leiklist 20.00 Leikverkið Endalok alheimsins eftir Berg Þór Ingólfsson og Guðmund S. Brynjólfsson verður sýnt í Kvikunni, Hafnargötu 12a í Grindavík. Miðaverð er kr. 2.900. 20.00 Hin óborganlegu Edda Björgvins og Laddi koma fram í Hjónabandssælu í Gamla bíói. Miðaverð er kr. 4.300. 20.00 Stúdentaleikhúsið sýnir verkið Hreinn umfram allt í leikstjórn Þor- steins Bachmann í Norðurpólnum, Sefgörðum 3. Miðaverð er kr. 1.500 en nemar greiðar einungis 1.000. Ótrúlegur gamanleikur eftir Oscar Wilde. ➜ Félagsvist 14.00 Félagsvist verður spiluð í Breið- firðingabúð, Faxafeni 14. ➜ Heimildamyndir 20.00 Heimildarmyndirnar The Mobil Cinema og The Jungle Radio verða sýndar á (Ó)sýnileg, kvikmyndadögum Amnesty International, í Bíói Paradís. Fyrri myndin er fremur stutt og verða myndirnar því sýndar saman. Miðaverð er kr. 750. ➜ Hönnun og tíska 15.00 Afmælissýningu Fatahönnunar- félags Íslands, Áratugur af tísku, lýkur í dag í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs. Í tilefni þess verður Inga Björk Andrés- dóttir, fatahönnuður, með leiðsögn um sýninguna. ➜ Kvikmyndir 15.00 Sovéska kvikmyndin Fávitinn frá 1958, verður sýnd í MÍR, Hverfisgötu 105. Myndin er byggð á fyrsta hluta samnefndrar skáldsögu Dostojevskíjs. Leikstjóri Ivan Pyriev. Aðgangur ókeypis. ➜ Uppákomur 12.00 Menn- ingarhúsið Hof efnir til barna- menningarhátíðar. Heimir Ingimarsson og Hjalti Jóns- son stjórna söng og leikjum fyrir börn á leikskóla- aldri. Skotta úr Stundinni okkar kíkir í heimsókn og Rodrigo Lopes stýrir trommu- hring. Miðaverð er kr. 500 og rennur allur ágóði til Barna- deildar FSA. ➜ Uppistand 20.30 Hugleikur Dagsson heldur uppistand á Café Rosenberg. ➜ Dansleikir 20.00 Dansleikur Félags eldri borgara í Reykjavík fer fram í Stangarhyl 4. Hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Aðgangseyrir er kl 1.500 en kr 1.300 fyrir félagsmenn FEB. ➜ Dans 14.00 Dansverkið Svanurinn eftir Láru Stefánsdóttur verður sýnt í Tjarnarbíói kl. 14 og kl. 16 í dag. Miðaverð er kr. 1.800. ➜ Tónlist 21.00 Líflegur djass verður leikinn á Faktorý. ➜ Leiðsagnir 14.00 Jón Proppé listheimspekingur verður með leiðsögn um sýninguna Þá og nú í Listasafni Íslands við Fríkirkju- veg. 14.15 Boðið verður upp á leiðsögn á pólsku um grunnsýningu Þjóðminja- safnsins Þjóð verður til - saga og menn- ing í 1200 ár. Leiðsögnin er ókeypis og fer fram í Þjóðminjasafni Íslands. 15.00 Ingólfur Arnarson og Helgi Þor- gils Friðjónsson taka þátt í leiðsögn um sýninguna Hraðari og hægari línur í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Á sýningunni má skoða hið víðfeðma fyrirbæri teikninguna og eiga báðir listamennirnir verk á sýningunni. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau þúsundir heimila og fyrirtækja. Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík, s: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is Frábærir eiginleikar: -eðaltré ár eftir ár!Sígræna jólatréð 10 ára ábyrgð 12 stærðir (90-500 cm) Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga Veldur ekki ofnæmi Eldtraust Þarf ekki að vökva Íslenskar leiðbeiningar Við gróðursetjum lifandi tré í skógrækt skáta að Úlfljótsvatni fyrir hvert Sígrænt jólatré sem keypt er. Þú prýðir híbýli þín með Sígrænu jólatré og stuðlar að skógrækt um leið! Geri hluti eins og nýja (úr hvaða efni sem er) Geri líka við málverk Jón Vilhjálmsson Sími 690-8069 Geymið auglýsinguna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.