Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 2
12. nóvember 2011 LAUGARDAGUR2
STJÓRNMÁL Bæjarstjórn Kópavogs
felldi á þriðjudag tillögu um að veita
Kára Steini Karlssyni maraþon-
hlaupara eina milljón króna í styrk
til að undirbúa sig fyrir Ólympíu-
leikana í London á næsta ári.
Það var hvorki Kári Steinn sjálf-
ur né félag hans Breiðablik sem
sóttu um styrkinn heldur lögðu
fjórir bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokks fram tillögu um styrk-
veitinguna. Þeir fjórir greiddu
atkvæði með styrknum en fimm
voru á móti. Ólafur Þór Gunnars-
son úr VG vék af fundi vegna
fjölskyldutengsla við íþrótta-
manninn og Ómar Stefánsson
úr Framsóknarflokki sat hjá.
Guðríður Arnardóttir,
oddviti Samfylkingarinnar
og formaður bæjarráðs, seg-
ist harma að sjálfstæðismenn
reyni að slá sér upp á afreksmann-
inum Kára Steini. Styrkveitingar
eigi ekki að vera
geðþóttaákvörð-
un stjórnmála-
manna, jafnvel
þótt þeim gangi
gott eitt til.
„Það er for-
dæmalaust að
stjórnmálaflokk-
ur eða einstaka
bæjarfulltrúar
leggi fram til-
lögu um að styrkja einstaklinga.
Styrkbeiðnir koma annað hvort
frá félagasamtökum eða einstak-
lingum og eru teknar til málefna-
legrar umfjöllunar af viðkomandi
embættis manni sem færir fyrir
því rök hvort viðkomandi er styrkt-
ur eða ekki og bæjarráð og bæjar-
stjórn taka afstöðu út frá því,“ segir
Guðríður.
Ármann Kr. Ólafsson, oddviti
sjálfstæðismanna, bendir á það
fordæmi að Rúnar Alexandersson
úr Gerplu og Jón Arnar Magnús-
son úr Breiðabliki hafi báðir feng-
ið styrk frá bænum til að undirbúa
sig fyrir Ólympíuleika.
„Íþróttamenn sem taka þátt
í Ólympíuleikunum fyrir hönd
Íslands eru mjög góðar fyrir-
myndir. Því
viljum við stuðla
að því að þeir
nái sem best-
um árangri því
það mun skila
sér margfalt
inn í forvarna-
og íþróttastarf
bæjarins,“ segir
Ármann, sem
gefur lítið fyrir
fullyrðingar um
að sjálfstæðismenn noti málið í póli-
tískum tilgangi. „Öll erum við hér í
pólitík og þarna meðal annars má
sjá pólitískar áherslur Sjálfstæðis-
flokksins.“
Kári Steinn kveðst aldrei hafa
heyrt af áðurnefndri tillögu. „Ég
hef ekkert heyrt af þessu, sem er
kannski hálf furðulegt,“ segir hann.
Aðspurður segir Kári Steinn fjár-
mögnun undirbúningsins að öðru
leyti ganga vel. Verið sé að leggja
lokahönd á styrktarsamninga við
tvö stórfyrirtæki.
gar@frettabladid.is
Deila í Kópavogi um
styrk til Ólympíufara
Tillaga sjálfstæðismanna um einnar milljónar króna styrk til maraþonhlaupara
á leið á Ólympíuleikana var felld í bæjarstjórn Kópavogs. Formaður bæjarráðs
segir að styrkveitingar eigi ekki að vera geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna.
GUÐRÍÐUR
ARNARDÓTTIR
ÁRMANN KR.
ÓLAFSSON
Ég hef ekkert heyrt
af þessu, sem er
kannski hálf furðulegt.
KÁRI STEINN KARLSSON
MARAÞONHLAUPARI Í BREIÐABLIKI
KÁRI
STEINN
KARLSSON
Langhlaupar-
inn úr Breiða-
bliki ætlar að
verða fyrstur
Íslendinga
til að keppa í
maraþonhlaupi
á Ólympíuleikum.
Sótt var um fjárstyrk
Kári Steini til handa úr
bæjarsjóði Kópavogs án
hans vitneskju.
Jens, er hann Randver ekki við
hestaheilsu?
„Jú, en maður er alltaf að leita
hófanna eftir fleiri gæðingum.“
Hestabóndinn Jens Pétur Högnason
frestaði því að lóga hrossinu Randveri
eftir að hann fékk hlutverk í þáttunum
Game of Thrones.
NOREGUR Norðmenn fengu nýjan
dómsmálaráðherra í gær þegar
Grete Faremo varnarmálaráð-
herra tók við
embætti Knuts
Storberget sem
sagði af sér.
Faremo hefur
áður verið
dómsmála-
ráðherra, árin
1992 til 1996.
Storberget
hefur sætt
gagnrýni
undan farið, meðal annars vegna
viðbragða við hryðjuverkunum í
júlí síðastliðnum og hrinu nauðg-
ana sem gengið hefur yfir í Ósló.
Jens Stoltenberg forsætisráð-
herra segir Storberget hafa beðið
um að fá að hætta fyrir mörgum
mánuðum. -ibs
Ráðherraskipti í Noregi:
Dómsmálaráð-
herra hættir
KNUT STORBERGET
STJÓRNSÝSLA Hagstofa Íslands hætti
nýlega að halda saman upplýsing-
um um sölu og neyslu áfengis með
jafn ítarlegum hætti og hefur verið
undanfarin ár. Ástæðan er niður-
skurður hjá hinu opinbera.
Ólafur Hjálmarsson hagstofu-
stjóri segir að Hagstofan hafi að
undanförnu þurft að draga veru-
lega úr útgjöldum. „Einhvers stað-
ar verður að gefa eftir, eins og hjá
öðrum stofnunum, og þá kemur það
fyrst til greina sem ekki er lög-
bundið,“ segir Ólafur. Starfsmönn-
um Hagstofunnar hefur fækkað
um tólf prósent en útgjöld hafa
verið skorin niður um rúmlega 20
prósent frá hruni.
Siv Friðleifsdóttir
alþingismaður lagði
fram fyrirspurn til
Guðbjarts Hannessonar
velferðarráðherra um málið
í vikunni. Vill hún fá svör ráð-
herra við því hvort honum þyki
það mikilvægt að hið opinbera
fylgist með þróun á sölu og neyslu
áfengis. Eins hvort hann telji að
slíkar upplýsingar séu mikil-
vægar í tilliti til forvarna.
Tölur um áfengisneyslu eru
til frá árinu 1881. Fram
til 1935 styðjast áætlanir við inn-
flutningsskýrslur, en frá
1935 til 1995 er byggt
á sölutölum Áfengis-
og tóbaks verslunar
ríkisins. Eftir það er
byggt á upplýsingum
frá leyfishöfum um innflutn-
ing, heildsölu eða framleiðslu á
áfengi, svo og sölutölum ÁTVR.
- shá
Hagstofa Íslands hefur þurft að draga úr upplýsingaöflun vegna niðurskurðar:
Áfengisneysla ekki lengur skráð
GOTT ÚRVAL Vegna fjárskorts er ekki
lengur hægt að halda saman nákvæm-
um upplýsingum um sölu og neyslu
áfengis.
ÍÞRÓTTIR Hjörvar Steinn Grétars-
son náði tvöföldum stórmeist-
araáfanga í gær þegar Evrópumóti
landsliða í skák lauk í Grikklandi.
Hjörvar þarf því aðeins einn
stórmeistaraáfanga til viðbótar
til að verða stórmeistari. Hann
tryggði sér alþjóðlegan meistara-
titil með árangri sínum.
Ísland lenti í 26. sæti á mótinu,
af 38 liðum. Helgi Ólafsson, liðs-
stjóri og varamaður sveitar
Íslands, náði hæstu vinningshlut-
falli allra keppenda á mótinu, en
hann fékk 4,5 vinninga úr fimm
skákum. Þýskaland varð Evrópu-
meistari á mótinu. - þeb
Tryggði sér alþjóðlegan titil:
Náði tvöföldum
áfanga á EM
LÖGREGLUMÁL Leitin að Svíanum sem talinn er týndur
á Sólheimajökli hafði enn engan árangur borið þegar
Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld. Þá voru liðnir
réttir tveir sólarhringar frá því Daniel Hoij hringdi
eftir hjálp. Síðan hefur ekkert í honum heyrst.
Nærri tvö hundruð björgunarsveitarmenn fín-
kembdu leitarsvæðið á Sólheimajökli fram á nótt í
gær. Leitað var úr lofti og með aðstoð hunda. Spor
fundust sem talin voru geta verið eftir Hoij og sömu-
leiðis hanski sem hann kann að eiga. Fækka átti leit-
armönnum í nótt til að hvíla mannskapinn en halda
svo áfram af fullum krafti í dag.
Bróðir Hoijs kom hingað til lands í gær og kom
við í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð áður
en hann var fluttur að Sólheimajökli til að vera við
leitina.
Þótt vonin til þess að finna Svíann á lífi minnki
vissulega eftir því sem tíminn líður rifja menn upp
söguna af Þjóðverjanum sem villtist við Eyjafjalla-
jökul í janúar. Hann hringdi einnig á hjálp og fannst
eftir tveggja sólarhringa leit þar sem hann hafði leit-
að skjóls í sprungu.
Búist var við strekkingsvindi á leitarsvæðinu á
gærkvöld en hægari í dag og fram á kvöld. - gar
Leitin að Svíanum sem talinn er vera á Sólheimajökli stóð fram á nótt í gær:
Björgunarsveitir halda ótrauðar áfram
LEITARMENN Tæplega tvö hundruð björgunarsveitarmenn
leituðu í gær að hinum 25 ára gamla Daniel Hoij á Sólheima-
jökli. MYND/SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
NÍGERÍA, AP Nýfæddu barni í Níg-
eríu var bætt á launaskrá ríkis-
ins og hefur fengið 150 dollara
á mánuði síðustu þrjú árin. Sak-
sóknari hefur greint frá þessu.
Launþeginn er skráður sem
mánaðargamalt barn, en sak-
sóknari segir að faðir barnsins
hafi byrjað að innheimta laun
þess frá því áður en það fædd-
ist. Barnið er eitt af mörgum
svokölluðum draugastarfsmönn-
um í kerfinu, sem fá laun án þess
að vinna. Opinberir starfsmenn
skálda störf fyrir fjölskyldumeð-
limi til að drýgja eigin tekjur.
Saksóknari segir að ríkið sé að
reyna að snúa þessari þróun við.
- þeb
Faðirinn fékk peninga í þrjú ár:
Smábarn á
launum hjá ríki
LANDBÚNAÐUR Tjón á girðingum
og ræktarlandi af völdum hrein-
dýra hjá bændum í Flatey á
Mýrum á þessu ári nemur um
8,5 milljónum króna. Frá því er
greint í Bændablaðinu að hrein-
dýr hafi valdið miklu tjóni hjá
bændum á Mýrum í Hornafirði
undanfarin ár.
Grétar Már Þorkelsson, ráðu-
nautur hjá Búnaðarsambandi
Suðurlands, segir í blaðinu að sú
umræða að hreindýr hafi flækst
í girðingum og það sé bændum
að kenna sé einhliða og bændum
sé að ósekju kennt um.
Grétar tók sjálfur út tjón af
völdum dýranna og samkvæmt
úttektinni ollu þau tjóni upp á
hálfa milljón á girðingum en
afgangurinn var á kornrækt,
hveitirækt og túnum.
- sv
Segir hreindýr skaðvalda:
Hreindýr valda
milljónatjóni
Fullur á hjóli
Karlmaður á þrítugsaldri féll af reið-
hjóli í Hafnarfirði um helgina. Hann
fékk skurð á höfuðið og var fluttur á
slysadeild til aðhlynningar. Óhappið
má skrifa á ástand mannsins, en
hann var ölvaður. Hjólið reyndist vera
stolið og var það flutt á lögreglustöð.
LÖGREGLUFRÉTTIR
STJÓRNSÝSLA Bankasýsla ríkisins
auglýsir eftir nýjum forstjóra í
Fréttablaðinu í dag.
Páll Magnússon var ráðinn for-
stjóri stofnunarinnar í lok sept-
ember en hætti við að taka við
starfinu hinn 25. október, degi
eftir að stjórn stofnunarinnar
hafði beðist lausnar vegna gagn-
rýni á ráðningu hans.
Elín Jónsdóttir hefur gegnt
starfi forstjóra frá því að banka-
sýslan hóf störf í ársbyrjun 2010.
Umsóknarfrestur er til og með
27. nóvember. - þeb
Bankasýsla ríkisins:
Auglýst eftir
nýjum forstjóra
SPURNING DAGSINS