Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 102
12. nóvember 2011 LAUGARDAGUR54 krakkar@frettabladid.is 54 Hólmfríður Hafliðadóttir LEIKHÚS Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Fornleifar, hvað er nú eiginlega það? „Öll mannvirki, eins og hús, grafir, sel, fornleiðir og yfirgefn- ir kirkjugarðar svo að eitthvað sé nefnt og eru eldri en 100 ára teljast til fornleifa.“ Eru þær eitthvað merkilegar? „Já, vegna þess að í þeim er fólgin saga um fólk sem er löngu dáið og skildi ekkert annað eftir sig en mannvirki og hús.“ Flokkast ryðgað hjól eða mygl- aður ostur sem fornleifar? „Ryðgað hjól getur verið forn- gripur ef það er eldra en 100 ára en myglaður ostur sem finnst í búri yrði talin til sýna, en ekki forngripa.“ Af hverju ákvaðst þú að verða fornleifafræðingur? „Þegar ég var sjö ára fór ég oft á Þjóð- minjasafnið þegar veðrið var leiðinlegt og enginn vildi vera í indíánaleik eða bófahasar. Þar sá ég beinagrind af konu frá Hafurbjarnar stöðum rétt hjá Sandgerði. Ég var heillaður af þessari konu vegna þess að hún var fædd á svipuðum slóðum og ég. Svo komst ég að því að sá sem réði öllu á safninu væri fornleifafræðingur og þar með voru örlög mín ráðin. Í dag ligg- ur beinagrindin ofan í gólfinu á Þjóðminjasafninu, undir gleri.“ Hefurðu sjálfur fundið beina- grind? „Ég hef fundið margar beinagrindur, þó aðallega erlend- is. Einu sinni gróf ég ásamt nokkrum öðrum fornleifafræð- ingum og nemendum um 180 beinagrindur. Elsta beinagrind- in var frá því um 1000 fyrir Krist. Yngsta beinagrindin var af stelpu frá víkingaöld, eða frá því um 800-900 eftir Krist. Ég hef líka grafið í gröf þar sem kallinn á bænum hafði sett sínar eigin tennur á meðal hinna tannanna í gröfinni. Upp komst um kall fljótt og platið mis- tókst.“ Varstu hræddur? „Ég var ekki hræddur, en nemi sem var með í för öskraði af hræðslu þegar hauskúpa datt út úr sandbakka sem hann var að hreinsa.“ En hefurðu einhvern tímann grafið upp risaeðlubein eða risaeðluegg? „Risaeðlubein eða egg hef ég aldrei fundið vegna þess að Ísland var ekki til þegar risaeðlur gengu um jörðina.“ En gull eða falinn fjársjóð? „Gull hef ég fundið, til dæmis gullhring í búrinu á Bæ í Öræfa- sveit. Hann var bara átta karöt, en hefur þótt flottur árið 1362.“ Máttu eiga eitthvað sjálfur af því sem þú finnur? „Allt sem ég finn við rannsóknir er eign þjóðarinnar, okkar sem búum í landinu.“ Hvert fara þá fornleifarnar þegar búið er að rannsaka þær, á Sorpu eða í sjóinn kannski? „Allir forngripir fara að lokum á Þjóðminjasafn Íslands til fram- tíðar varðveislu eða á annan stað sem hlotið hefur samþykki til þess að geyma þá.“ Hvar er hægt að skoða þá? „Forngripi er til dæmis hægt að skoða á flestöllum söfnum út um allt land, á Þjóðminjasafninu, Landnámssýningunni í Aðal- stræti í Reykjavík, Minja- safni Akureyrar, á Skógar- safni undir Eyjafjöllum, Minjasafni Austfjarða á Egilstöðum og Víkinga- heimum í Reykjanesbæ. Svo hafa sum sveitarfélög skráð sínar fornleifar. Best er að kynna sér skrárnar til að fá upplýsingar um hvers kyns fornleifar er að ræða.“ BEINAGRINDUR OG GULL Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur hefur fundið alls kyns spennandi hluti um ævina. Einu sinni gróf hann upp gullhring frá 14. öld og í annað skipti heilar 180 beinagrindur. Hann var samt ekkert hræddur. Ég hef líka grafið í gröf þar sem kallinn á bænum hafði sett sínar eigin tennur á meðal hinna tannanna í gröfinni. Upp komst um kall f ljótt og platið mis- tókst. Sjúklingur: „Læknir, konan mín segir að ég éti eins og hestur.“ Læknir: Heyrðu góði, taktu grasið út úr þér, ég heyri varla hvað þú segir.“ Sjúklingur: „Ég hef ekki sofið í marga daga.“ Læknir: „Af hverju ekki?“ Sjúklingur: „Ég sef á næt- urnar.“ Pabbinn: „Heldur þú að sonur okkar hafi allar gáf- urnar frá mér?“ Mamman: „Það hlýtur að vera. Ég hef mínar enn þá.“ Svo var það Skotinn sem var svo nískur að hann hló ein- göngu á kostnað annarra. Heimild: Hlæjum hátt með Hemma Gunn. 1000 brand- arar og gamansögur. Y8.COM er leikjasíða þar sem hægt er að spila ókeypis leiki. Þar eru dýraleikir, bílaleikir og fótboltaleikir svo dæmi séu nefnd. Sjá nánar á www.y8.com Hólmfríður Hafliðadóttir er 12 ára nemandi í Laugalækjarskóla. Hún fór að sjá Töfraflautuna í Hörpunni um síðustu helgi og skemmti sér hið besta. Allavega væri hún alveg til í að fara aftur. „Já, sýningin var fyndin, skemmtileg og tónlistin frábær,“ segir Hólmfríður en hún fór með mömmu sinni og pabba og systur á sýninguna. En skemmtu þau sér jafn vel og hún? „Já, þau hlógu mikið.“ Spurð hvaða lag Hólmfríði hafi fundist skemmtilegast í sýning- unni er hún ekki lengi að svara, lag Næturdrottningarinnar. Henni fannst ekkert lag leiðin- legt á allri sýningunni en þegar hún er spurð hvort einhver persóna í sýningunni hafi verið leiðinleg dettur henni helst í hug Sarastró. Papagenó hafi hins vegar verið skemmtilegastur. En hvernig fannst henni leik- myndin? „Hún var skrýtin en á flottan hátt,“ segir Hólmfríður og bætir við að flestir krakkar ættu að geta haft gaman af Töfraflaut- unni. „Þeir sem kunna að lesa og þekkja söguna pínu ættu að hafa gaman af sýningunni, en þetta skýrist allt á endanum. Ég gef henni fjórar og hálfa stjörnu.“ Töfraflautan Hólmfríður Hafliðadóttir, nemandi í Laugalækjarskóla, gefur Töfra- flautunni fjórar og hálfa stjörnu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.