Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 116

Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 116
12. nóvember 2011 LAUGARDAGUR68 Fyrsta tónleikaplata Sigur Rósar er komin út. Platan hefur hlotið góðar við- tökur gagnrýnenda helstu tónlistar tímarita heims. Sigur Rós hefur sent frá sér tón- leikapakkann INNI. Í pakkanum má finna tvöfalda tónleikaplötu sem var tekin upp á tónleikum hljómsveitarinnar í Alexöndruhöll í Lundúnum í nóvember árið 2008, þá fyrstu sem hljómsveitin sendir frá sér ásamt mynd eftir Vincent Morisset um sömu tónleika. Pakkinn kemur út í ýmsum útgáfum, á DVD, Blu-Ray, staf- rænt og að sjálfsögðu á geisla- diskum. Viðhafnarútgáfan fæst í gegnum vefsíðu Sigur Rósar og er aðeins seld í 6.996 eintökum, eða jafnmörgum eintökum og hægt var að búta niður sviðs fatnaðinn þeirra frá tónleikaferðinni sem fylgdi eftir Með suð í eyrum við spilum endalaust. Einn bútur fylgir hverjum pakka. Gagnrýndur helstu tónlistar- tímarita heims hafa verið almennt sáttir með útgáfuna. Platan fær 75 af 100 mögulegum í meðaleinkunn á vefsíðunni Metacritic.com, sem tekur saman dóma ýmissa gagn- rýnenda og fjölmiðla. Gagnrýnandi breska tónlistar- blaðsins Clash gefur pakk- anum átta af tíu mögulegum og segir lögin hljóma hrá án strengjasveitar innar Amiinu og að ákefð meðlima Sigur Rósar keyri þau áfram. Þá segir hann að lokalag plötunnar Lúppulagið, sem hefur ekki komið út áður, sé ánægjuleg viðbót en ekki ástæða ein og sér til að kaupa. „Stórkost- legur flutningar laganna, sem eru af öllum fimm breiðskífum hljóm- sveitarinnar, er góð ástæða til að næla sér í eintak,“ segir hann í niður lagi gagnrýni sinnar. Gagnrýnandi tímaritsins Spin er einnig sáttur og gefur pakk- anum sjö af tíu mögulegum. Hann er þó ánægðastur með að fá nýtt lag í Lúppulaginu og bætir við að það sé góður endahnykkur og enda gott lag. atlifannar@frettabladid.is Tónleikaplötu Sigur Rósar vel tekið Í SVARTHVÍTU Kvikmyndin Inni er svarthvít og henni er leikstýrt af Vincent Morisset. Tónlist ★★★ Þrjár stjörnur GRM Gamlir jálkar í góðu stuði Þrjár stjörnur er önnur plata ofurtríósins GRM, sem skipað er Gylfa Ægis- syni, Rúnari Þór og Megasi. Á fyrri plötunni sungu þeir saman nokkur af sínum þekktustu lögum og tvö ný lög. Nú endurtaka þeir leikinn, en gera að auki sína útgáfu af laginu Betri bílar yngri konur sem Rúnar Júlíusson gerði frægt með Geimsteini á áttunda áratugnum. Fyrri platan var unnin með bræðrunum Magnúsi og Alberti Ástvaldssonum, sem einnig sáu um útsetningar. Hljómurinn á henni var ekkert sérstakur, en hráar rokk- útsetningarnar virkuðu vel bæði á plötunni og á útgáfutónleikum sem haldnir voru í Austurbæ. Á Þremur stjörnum eru nýir hljóðfæraleikarar, m.a. aðrir bræður, Júlíus og Baldur synir Rúna Júl. Hljómurinn á henni er betri og útsetningarnar fágaðri og fjölbreyttari. Þannig er Í sól og sumaryl í laufléttri reggíútsetningu, Við Birkiland er kántrý og Jibbý Jei rokk. Hljóðfæraleikur er þéttur og fínn og margt gott í útsetningunum. Það eru samt persónutöfrar þessara þriggja gömlu jálka og samspil þeirra sem gerir mest fyrir Þrjár stjörnur. Ef einhver hefði haldið því fram fyrir nokkrum árum að Megas ætti eftir að syngja Stolt siglir fleyið mitt og Fallerí, fallera og Gylfi Ægisson ætti eftir að syngja Við Birkiland þá hefði maður hrist hausinn í forundran. En það er einmitt vegna þess hvað þetta samstarf er óvænt sem það virkar svona vel. Flest þessi lög eru löngu orðin sígild, en þau fá nýtt líf hér. Nýju lögin standast ekki alveg samanburð við alla klassíkina, en þau eru ágæt vibót í lagasöfn þessara snillinga. Á heildina litið má segja að Þrjár stjörnur sé fín plata. Hún kemur manni í gott skap og virkar best spiluð á miklum styrk. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Gylfi, Rúnar og Megas syngja saman fleiri slagara. Bíó ★ The Human Centipede 2 Leikstjóri: Tom Six Leikarar: Laurence R. Harvey, Ashlynn Yennie, Vivien Bridson Langdregin vessaveisla Hollenski leikstjórinn Tom Six hefur enn ekki komist af þermistiginu og slengir hér framan í áhorfendur öðrum hluta í þríleik sínum um hina mennsku margfætlu. Í fyrstu myndinni hlífði hann okkur við grafískum skotum af blóði og hægðum, en nú er komið að skuldadögum og vessarnir hrein- lega leka af tjaldinu í þessari ógeðfelldu framhaldsmynd. Dvergvaxni málleysinginn Martin stúderar fyrstu myndina í þaula á meðan hann fullnægir sér með sandpappír utan um lókinn. Hann safnar fórnarlömbum til þess að búa til sína eigin margfætlu, en hann ætlar að sauma saman 12 manns í það heila. Minna má það nú ekki vera. Öllu er tjaldað til svo myndin sé sem mest sjokkerandi. Við sjáum fyrrnefndu blóðugu sjálfsfróunar- senuna, óléttri konu misþyrmt, tennur slegnar úr munni með hamri, gaddavírsnauðgun, svo ekki sé minnst á alla leðjuna sem rennur afturenda og munna á milli. Allt væri þetta tiltölulega gott og blessað ef myndin væri ekki svona hryllilega illa gerð og leiðinleg. Að misbjóða áhorfendum sínum með ofbeldi og úrkynjun er eitt, en að láta þeim drepleiðast allan tímann er óafsakanlegt. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Langdregin og húmors laus vessaveisla sem höfð- ar ekki einu sinni til markhóps síns, hryllingsmyndaáhugafólks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.