Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 70
12. NÓVEMBER 2011 LAUGARDAGUR14 ● góð ráð fyrir græn jól Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is 15 afsláttur í nóvember NÝR END URB ÆTT UR VEF UR Hannaðu persónulega myndabók fyrir þessi jól á oddi.is SPIL, DAGATÖL, KORT OG MYNDABÆKUR Tobba Marinós 1. Ekki nægilega en ég hendi ekki gleri, plasti, áldósum eða pappír og stefni á að flokka enn frekar á næstu árum enda er það stað- reynd að flokkun verð- ur sett í lög fljótlega. Við erum ákaflega sein í þess- um efnum en ég vandist því að flokka þegar ég bjó í Bretlandi og fannst það lítið mál. 2. Já. Ég kann því miður ekki nóg á þessa hluti en er að lesa mér til og forðast því til dæmis msg og paraben. Ég reyni að versla sem nátt- úrulegast. 3. Já en mér finnst umhverfis- vottunin oft ekki vera nægi- lega sjáanleg á vörunni. 4. Því miður er ég enn að kaupa plastpoka. Skal bæta mig í því! Gillz 1. Nei ég er með allt lóðrétt niðrum mig. Ég hendi öllu í einn poka. Nema dósir, ég geymi þær og gef síðan krökkunum sem koma reglulega að safna dósum! 2. Ég velti því fyrir mér já. Charles Poliquin, sem er einn af mínum uppáhalds styrktarþjálfurum, skrifaði grein um efnið BPA sem er í plasti. Þar sagði hann að efnið geti líkt eftir hormón- inu estrógen og þar sem ég er vöðvasmiður þá er estró- gen ekki það hormón sem ég hef mikinn áhuga á! Ég er nógu kvenlegur fyrir og þarf ekki meira af því! 3. Nei ég hef aldrei pælt í því! 4. Ég kaupi plastpoka í búðum. Ég hef aldrei keypt fjölnota poka. Ég er með allt niðrum mig. Svandís Svavarsdóttir 1. Já – ég flokka sorp. 2. Já – það geri ég. 3. Kaupi alltaf Svansmerkt þegar ég kem því við. Svan- urinn er örugg leiðsögn fyrir neytendur sem vilja vera ábyrgir gagnvart um- hverfinu. 4. Sitt á hvað, en á nokkra mjög góða fjölnota poka sem eru líka mikið notað- ir. Fer eftir því hversu vel dagurinn er skipulagður og innkaupin þar með. Katrín Júlíusdóttir 1. Já ég flokka heimilissorp í fernt og allt stærra sorp fer ég með í Sorpu. 2. Já ég reyni alltaf að kaupa sem hreinastan mat. Ég kaupi sjaldan unna mat- vöru. 3. Mínar áherslur þegar kemur að innkaupum eru hollusta, íslensk framleiðsla og lífrænt þegar það er hægt. 4. Ég kaupi yfirleitt plastpoka. Bragi Valdimar Skúlason 1. Ég flokka sorp í: mögulega ekki sorp, hugsanlega sorp, sorp, pottþétt sorp og frek- ar óþægilega lyktandi dót sem sennilega er sorp. 2. Stundum velti ég því fyrir mér hvort t.d. sjampóbrús- inn minn sé vitsmunavera, og gæti þar af leiðandi inni- haldið úraníum eða jafnvel andefni. 3. Örugglega, en ég fer ekki í svansgreinarálit á vörum sem ég þarf að umgangast daglega. 4. Ég kaupi alla þá poka sem að mér eru réttir. Stund- um jafnvel einn poka fyrir hverja vöru, til að henni líði eins og hún sé sérstök. Jón Gnarr 1. Já, ég flokka bæði lífrænan úrgang og pappír frá öðru sorpi. Við erum með moltu- kassa fyrir lífrænan úrgang úti í garði og bláa tunnu frá Reykjavíkurborg fyrir pappír og pappa. 2. Ég velti því mikið fyrir mér hvort vörur geti innihaldið varasöm efni og reyni að sneiða hjá slíkum vörum ef þess er kostur. 3. Já, ég reyni að kaupa um- hverfisvottaðar vörur eins og hægt er. 4. Ég verð að viðurkenna að ég kaupi plastpoka í búðum. 1. Flokkar þú sorp? 2. Veltir þú því fyrir þér hvort neytendavörur geti inni- haldið varasöm efni? 3. Kaupir þú umhverfisvottaðar / Svansmerktar vörur? 4. Kaupir þú plastpoka í búðum eða notar þú fjölnota poka? Samviskuspurningar! Sex þjóðþekktir einstaklingar svara nokkrum spurningum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.