Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 108

Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 108
12. nóvember 2011 LAUGARDAGUR60 60 menning@frettabladid.is STEINI/PÉSI &GAUR Á TROMMU Miðasala á gamlabio.is og midi.is. Sími 563 4000. Opið mán.-mið. 14:00-18:00 og fim.-sun. 14:00-20:00. Fimmtudagur 10.11.11 22:30 Föstudagur 11.11.11 22:30 Laugardagur 19.11.11 20:00 Fimmtudagur 24.11.11 20:00 Örfá sæti laus! ÉG HELD AÐ ÞAÐ BLUNDI ILLSKA Í ÖLLUM Glæsir eftir Ármann Jakobs son er ein umtalað- asta skáldsaga haustsins og hefur höfundinum verið hrósað í hástert fyrir frum- leg efnistök og frásagnar- aðferð. Sjálfur gefur hann lítið fyrir hugmyndina um frumleika en telur aftur á móti að það sem sé satt um tíundu öld sé líka satt um okkar tíma. Skáldsagan Glæsir sækir efnivið sinni í Eyrbyggju. Sagan er sögð frá sjónarhóli Þórólfs bægifótar, sem eftir dauða sinn verður draug- ur sem tekur sér bólfestu í nautinu Glæsi. Dagana langa harmar hann hlutskipti sitt, hugsar samferða- mönnum sínum þegjandi þörfina og hyggur á hefndir. Ármann er dós- ent í íslenskum bókmenntum fyrri alda og þekkir Eyrbyggju vel, enda las hann hana á barnsaldri. Hann segir þann lestur þó ekki hafa verið kveikjuna að bókinni. „Allar sögur sem maður hefur heyrt lifa með manni en það var ekki þannig að ég fyndi hjá mér þörf til að endurskrifa Eyrbyggju. Alls ekki. Mér fannst Bægifóturinn áhugaverður og sagan kemur til af einlægum áhuga á draugum og illsku mannanna. Þar er efni í þess- ari sögu, sem mér fannst sjálfsagt að nota til handagagns. Höfundur getur annaðhvort fundið upp sögu- fléttur eða tekið þær traustataki, mér hentar að gera hið síðarnefnda, taka sögufléttur úr umhverfinu og vinna með þær. En kannski gerir höfundur sem skáldar upp fléttu hið sama þegar betur er að gáð. Í raun- inni held ég að frumleiki sé varla til heldur aðeins misaugljós þjófnað- ur. Ég kýs að hafa þjófnaðinn allan á yfirborðinu þannig að allir sjái hvaða efnivið ég nota og hvernig. Allir höfundar sem nota eldra efni eru að endursemja það í einhverj- um skilningi, draga eitthvað fram sem ekki var í eldri textanum. Ég lagði upp með drauginn, ekki með Eyrbyggju, það sögusvið blandaðist inn í vegna þess að ég þekkti það.“ Að segja söguna frá sjónarhóli manns sem er jafnframt naut er harla óvenjuleg frásagnaraðferð. Ármann segir að frá sínum bæjar- dyrum hafi hún svo gott sem blas- að við. „Í Eyrbyggju er hvergi sagt berum orðum að Glæsir sé Þórólfur bægifótur afturgenginn, en það er gefið svo skýrt í skyn að það hlýtur að vera. Að því leyti er túlkun mín hefðbundin, mér finnst augljóst að Glæsir sé á einhvern hátt andi Þór- ólfs og tek það bókstaflega.“ Einelti í Íslendingasögum Ýmislegt í bókinni má heimfæra á okkar tíma: valdabrölt, ójöfnuð og meinfýsni í garð náungans. Ármann kveðst þó ekki hafa verið hugsað sérstaklega til nútímans þegar hann skrifaði söguna; hann álítur einfald- lega að margt sem var satt um 10. öldina sé jafn satt um nútímann. „Samfélög hafa lengst af verið ójafnaðarsamfélög og eru það enn. Á hinn bóginn er ég kannski að taka stöðu gegn rómantískum hug- myndum um jafnaðarsamfélag hér á þjóðveldistímanum. Þetta er goð- sögn sem fáir trúa lengur á nema þeir sem ekki þekkja til, en þeir eru reyndar ansi margir. Afstaðan í þessari sögu er sú að þetta hafi verið algjörlega lagskipt samfélag.“ Inn í þetta fléttast leikur höfund- arins með viðurnefni. Söguhetjan Þórólfur hlýtur örkuml á fæti til- tölulega ungur og uppsker viður- nefnið bægifótur fyrir vikið, sér til talsverðrar armæðu. „Auknefni Íslendingasagna eru auðvitað vel þekkt en furðu fáum dettur í hug að tengja þau við ein- elti,“ segir Ármann. „Þó blasir við þegar maður skoðar þetta nánar að mörg þessara viðurnefna eru fundin upp viðkomandi til háð- ungar. Það gildir bæði um Íslend- ingasögurnar og smáþorp á 20. öld, þar sem fólk fær auknefni sem það er ekkert endilega þakklátt fyrir. Einhverra hluta vegna hefur fólk stundum rómantíska og sjarmer- andi mynd af þessu. Fyrir nokkrum árum kom til dæmis út bók um við- urnefni í Vestmannaeyjum. Glæsir er allt eins tilbrigði við þá bók og Eyrbyggju, því hér er því eiginlega andæft að þetta sé saklaust grín.“ Hvernig verður fólk illt? Annað leiðarstef í bókinni er illsk- an. Glæsir er heltekinn af hatri og hefndarþrá. „Ég er með sögumann sem er í rauninni illur; djöfull eða demon einhvers konar. Þá hlýtur maður að takast á við það einhvern veginn, hvernig verður fólk illt? Ég reyndi að forðast einfaldar skýringar á því en auðvitað geta lesendur séð eitt- hvað úr því að hann á tiltölulega óhamingjusama æsku og verður hann fyrir fötlun á unga aldri, sem hefur sín sálrænu áhrif. Þá nær hann aldrei að lifa hamingjusömu fjölskyldulífi. Ég reyni að setja fram vísbendingar um hvað veldur þessari illsku en í rauninni er ekk- ert af þessu fullnægjandi skýring. Illskan einfaldlega kemur og nær smám saman tökum á honum. Ég held að það blundi illska í öllum og það sé ástæðan fyrir því að fólk getur lesið bók sem er skrifuð frá sjónarhóli manns sem er illur; það tengir sig við hana á einhvern hátt. Í þessu tilviki nær illskan algjörlega tökum á persón- unni og mér sýnist helst orsökin vera hversu sjálfhverfur maður- inn er. Í raun og veru nálgast hann öll mál frá eigin hlið og er blindur á annarra sjónarmið.“ Er dálítið eins og kvenrithöfundur Ármann er fæddur 1970. Hann lauk doktorsprófi í miðaldabókmenntum 2003 og hefur ritað allmörg fræði- rit og greinar. Fyrir þremur árum söðlaði hann hins vegar um og gaf út sína fyrstu skáldsögu, Vonarstræti. Ármann segir það hafa verið sér eðlilegt að fikra sig yfir í skáldskap. „Sá sem hefur áhuga á bók- menntum hefur áhuga á þeim frá ýmsum hliðum. Mig hefur lengi langað skrifa skáldsögur en var seinn að gefa út og er að því leyti dálítið eins og kvenrithöfundar. Karlrithöfundar byrja oftar en ekki snemma að gefa út, kannski 25 ára, en kvenrithöfundur byrjar stundum ekki fyrr en undir fertugt. Oft byrja kvenrithöfundar nokkuð sterkt því þeir hafa ekki gefið út allar slöku bækurnar frá æsku- árunum. Að því leyti er ég dálítið eins og kvenrithöfundar og þá eink- um fyrri áratuga, frekar en þeirra seinustu, að því leyti að ég fór ekk- ert að huga að útgáfu fyrr en ég var orðinn nokkuð öruggur með mig. Manni sýnist stundum að sumir höfundar byrji á því að hugsa um sig sem skáld og ákveða svo að skrifa eitthvað. Hjá mér og gömlu kvenrithöfundunum er þetta öfugt, við erum sein að hugsa um okkur sem skáld og byrjum að skrifa seint og síðar meir. Draumurinn verður ekki kæfður.“ bergsteinn@frettabladid.is Bækur ★★★★★ Hálendið Steinar Bragi Mál og menning Tvö pör, Hrafn og Vigdís, Anna og Egill, eru stödd á hálendi Íslands í jeppaferð þegar hlutirnir byrja að fara illilega úrskeiðis. Þau aka á hús, svo bíllinn verður ónothæf- ur, og þau komast hvorki lönd né strönd. Háski vofir yfir, náttúran er framand leg og ógnandi og allar til- raunir vinanna til þess að reyna að kanna aðstæður og bjarga sér út úr ógöngunum verða einungis til þess að þau sökkva enn lengra niður í fen óskiljanlegs hryllings. Strax í upphafi sögunnar skynj- ar lesandi að það eru sprungur í vináttu þessa fólks. Græðgi, öfund og óuppgerð mál úr fortíðinni lita samskipti þeirra, sem fara sífellt versnandi eftir því sem á líður. Pörin eru sannkallað „2007-lið“ og þeim eru töm orð og frasar eins og „samkeppni“ og „tengslanet“ og „að láta peningana vinna fyrir sig“ þó að vitaskuld hafi aðstæður þeirra breyst í kjölfar hrunsins. Sagan fjallar að stórum hluta um ofdramb manneskjunnar, en líka getuleysi hennar. Það er t.a.m. kaldhæðnislegt að ein sögupersón- anna hefur fyrir ferðina keypt sér Flóru Íslands og nokkrar hand- bækur sem hún hyggst nota til þess að „læra á náttúruna“. En náttúran Hryllingur á hálendinu í Hálendinu er sögupersón- unum óvinveitt; þær geta hvorki stjórnað henni né lagt hana undir sig, þrátt fyrir jeppann sinn fína, GPS-tækið og gemsana. Á þessum stað gilda önnur lögmál, þó að náttúran sé að hluta til „manngerð“, þar sem risavaxin stífla verður að hálfgerðu völundar- húsi sem þau rata ekki út úr. Aukapersónur sög- unnar eru Kjartan og Ása, fólkið sem á húsið sem pörin tvö keyra á í upphafi og leyfir þeim að gista, en er þeim ekki sérlega vinveitt að öðru leyti. Pörin skilja lítið meira í athæfi þeirra en náttúrunni á hálendinu, þó að þau reyni í hroka sínum að skil- greina Kjartan og Ásu og ákveða hver saga þeirra sé. Alkóhólismi og stjórnleysið sem honum fylgir er miðlægur í sög- unni. Persónurnar eru allar á ein- hvern hátt laskaðar, en hafa fæstar nokkuð til að „fylla sig“ með nema áfengi, sem eykur á grimmd og reiði og kallar fram hefndarhugsanir og brjálsemi. Frá fyrstu síðu Hálendisins ligg- ur einhver heimsendastemning yfir öllu og andrúmsloftið er mett- að beyg. Dýr og dýrahræ, vísanir í hrollvekjandi þjóðsögur, og hatur og heift manndýranna eru meðal þess fjölmarga sem vekur viðbjóð, en fyrst og síðast er það stjórnleysið sem skelfir – og á endanum verður það algert. Hinn þekkjanlegi heim- ur liðast í sundur og breytist í botn- lausan óhugnað. Höfundur Hálendisins er reiður og hann er það af góðri ástæðu. Reiðin beinist að heimsku og græðgi þeirra sem allt vilja leggja undir sig, hvort sem það eru peningar, annað fólk eða náttúra. Og svo þegar allt hrynur, þá er skýr- inganna leitað í því ytra, ekki hinu innra. Steinar Bragi er frábærlega djúp- ur, frumlegur og heillandi höfund- ur, sem hefur einhver ofurmannleg tök á því sem hann gerir. Fáir geta haft slík áhrif á tilfinningar lesenda sinna. Sá lesandi sem hér skrifar fór t.a.m. valhoppandi inn í sófa með Hálendið, gat ekki hætt að lesa fyrr en bókin var á enda, staulað- ist þá í rúmið eitt taugaveiklað skar og dreymdi verulega illa um nótt- ina. Nú gæti einhver spurt: „Er það eftir sóknarvert?“ Svarið er „JÁ!“ Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Niðurstaða: Gríðarflott, frumlegt og hyldjúpt skáldverk. OPINN DAGUR Í LHÍ Listaháskóli Íslands stendur fyrir opnum degi í húsakynnum sínum við Laugarnesveg 91 frá klukkan 11 til 16 í dag. Fata- hönnunarnemar sýna fatnað, tískuteikningar og fleira, nemendur í vöruhönnun sýna teikningar og arkitektúrnemar kynna rannsóknarverkefni sín, auk þess sem nemendur á tónlistarbraut flytja tónverk og nemendur á leikarabraut og samtímadansbraut verða með kynningardagskrá á klukkutíma fresti. ÁRMANN JAKOBSSON Saga hans um Þórólf bægifót, sem gengur aftur í líki nautsins Glæsis, er margslungin frásögn um illsku, ójöfnuð og rótgróna meinfýsni, sem birtist til dæmis í viðurnefnum Íslendingasagnanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.