Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 38
12. nóvember 2011 LAUGARDAGUR38
ALDREI AÐ HÆTTA Yfirleitt gegnir Kristján stöðu markvarðar í fótboltanum, en segist þó vera svo almennilegur við þjálfarann að geta brugðið
sér í vörnina þegar þess er þörf. „Það er gott að vera fjölhæfur. Ég pæli mikið í þjálfunaraðferðum, til dæmis því sem Arsene Wenger gerir hjá
Arsenal, og gæti alveg hugsað mér að gerast spilandi aðstoðarþjálfari í framtíðinni,“ segir Kristján.
VINSÆLL „Kristján er sterkur félagslega og þykir mjög skemmtilegur og kammó,“ segir Margrét um son sinn. „Hann tekur hlutunum með jafnaðargeði og er mjög ljúfur.“
BLÓÐRAUÐUR Eins og sést á herbergi Kristjáns á heimili fjölskyldunnar við Básenda er hann eitilharður Valsari í gegn og Arsenal-maður fram í
fingurgóma. Hann hefur einnig áhuga á tónlist og er Sálin hans Jóns míns í mestu uppáhaldi. „Eitt sinn var Kristján plötusnúður á böllum fyrir
fatlaða í Árseli, en hætti því fljótlega því þá gat hann ekki dansað á meðan,“ segir Margrét móðir Kristjáns.
ÁLAG Foreldrar Kristjáns skutla honum í og úr vinnu og á æfingar,
sem tekur sinn tíma. „Núna dreymir mig um að taka bílpróf. Það
myndi létta örlítið álaginu af mömmu og pabba,“ segir Kristján.
Í VINNUNNI Kristján starfar í safadeild Vífilfells, þar sem hann gengur
úr skugga um að allt fari rétt fram. „Kristján hefur unnið hér í fimmtán
ár og er yndislegur maður, ábyggilegur, umhyggjusamur og þægilegur
í umgengni,“ segir Anna María Pétursdóttir, starfsmannastjóri fyrir-
tækisins, og bætir við að Kristján sé líka glöggur og taki oft eftir
hlutum sem mættu betur fara, sem aðrir taki ekki eftir.
FRAMHALD AF SÍÐU 36