Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 67
góð ráð fyrir græn jól ●LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011 11
Rithöfundurinn Þóra
Sigurðardóttir á tvö ung börn,
eins árs og þriggja ára. Í fyrra
gaf hún út bók sem heitir
Foreldrahandbókin en í henni
fá foreldrar ráðleggingar
og reynslusögur um allt
milli himins og jarðar sem
tengist því að eignast barn.
Elva Rakel Jónsdóttir hjá
Umhverfisstofnun settist niður
með Þóru og spjallaði við
hana um efni í umhverfi barna
okkar.
Hvað dettur þér í hug þegar talað
er um efnainnihald í vörum?
Þegar ég var að skrifa bókina
þá blöskraði mér því mér fannst
ég uppgötva það sem ég vil kalla
skort á neytendavernd. Ég hélt að
framleiðendur bæru hag okkar
fyrir brjósti og það var rosalegt
áfall þegar ég fattaði að svo er
ekki. Ég áttaði mig á því að þessi
takmarkaða neytendavernd nær
til barnanna okkar líka, til að
mynda með BPA í pelum. Mér brá
alveg svakalega, þá sérstaklega
þegar ég fór að kynna mér þetta
betur. Þegar ég var ólétt af mínu
fyrsta barni var varla hægt að fá
BPA lausa pela á Íslandi. Ég pant-
aði mér þetta allt saman, pela og
snuð, að utan og þá laust við BPA.
Svo hélt maður að BPA væri eina
skaðlega efnið en fer smám saman
að velta fyrir sér; hvað með öll
hin efnin. Þetta er bara eitt af
mörgum. Eins fór ég að velta
fyrir mér bleyjum og blautþurrk-
um, því þegar maður uppgötvar að
blautþurrkur eru fínasta hreinsi-
efni fyrir eldhúsinnréttingar þá
fer maður að hugsa sig um. Það
virðist engum vera umhugað um
okkur. Pabbi var til dæmis að hita
sér núðlusúpu í bolla um daginn.
Ég stoppaði hann og sagði að hann
mætti ekki setja duftið ofan í því
það innihéldi MSG og svo mætti
alls ekki hita súpuna í þessu frauð-
plasti því það væri stútfullt af
eiturefnum sem losna við hita.
Hann bara horfði á mig og sagði:
„Af hverju er þá verið að fram-
leiða þetta“. Það er þetta sem mér
blöskrar svo mikið.
Þekkirðu einhver varasöm efni?
Ég er alveg skíthrædd við öll E-
efni. Ég trúi því að öll þessi unna
matvara í kringum okkur sé or-
sakavaldur margra nútíma heilsu-
vandamála. Ég er mjög passasöm
upp á þetta með krakkana mína og
viðurkenni alveg að ég verð stund-
um mjög tortryggin. Mér finnst
óhugnanlegt þegar fólk tekur þá
ákvörðun að gefa barninu sínu
bara krukkumat frá Kína. Það er
líka ótrúlega óumhverfisvænt að
fljúga matnum alla þessa leið, það
er eitthvað ekki alveg rétt við það.
Ég hætti líka fyrir lifandis löngu
að nota sjampó og sápu í börn-
in mín því ég sé ekki tilganginn,
þau eru með hreinasta og falleg-
asta hár í heimi. Ég er líka búin að
minnka mikið hreinsiefnanotkun
á heimilinu. Ég á alveg til hreinsi-
efni á sterka bletti en ég er ekki
að nota mikið af þeim því börnin
mín eru í stöðugri snertingu við
gólfið og allt yfirborð á heimilinu.
Ég nota líka þvottaefni í mjög litlu
magni og þá helst Svansmerkt.
Af ungbarnavörum, velurðu þá
eitthvað ákveðið fyrir börnin þín?
Ég hef mestmegnis notað ein-
nota bleyjur í gegnum tíðina og
dauðskammast mín fyrir það. En
ég er mjög meðvituð um hreinsi-
efni og hef verið að búa til mínar
eigin blautþurrkur. Eins notaði
ég líka ilmkjarnaolíur og setti til
dæmis piparmyntudropa á fötin
hjá börnunum til að fæla flugur
í burtu. Þú þarft ekki að spreyja
allt með eitri. Mannkynið lifði af
áður en öll þessi efni voru til stað-
ar. Við erum búin að færast svo
langt í burtu frá náttúrunni en
mér finnst vera mikil vitundar-
vakning þessa dagana.
Hefurðu verið að skoða um-
hverfismerki? Þekkirðu til dæmis
Svaninn?
Ég skal viðurkenna að ég er
ekkert rosalega sleip, en ég samt
er mjög veik fyrir öllu sem er um-
hverfismerkt og ég vel það frekar.
Mér finnst það mætti vera meiri
fræðsla um merkin því það er
mín reynsla að fólk sækir frekar
í umhverfismerkt heldur en hitt.
En hvernig er það í þínum vina-
hóp, eru menn meðvitaðir um að
vera gagnrýnir í vali á vörum fyrir
börnin sín?
Já og það er aukast gríðarlega
mikið og sérstaklega þegar kemur
að næringu. Vinkonur mínar spá
mikið í þetta og af þeim hef ég
lært mikið og þrátt fyrir að vera
ekki sú sleipasta í eldhúsinu er
þetta að hafast hjá mér. Þetta
tekur smá tíma en skilar sér
margfalt.
Heldurðu að það sé næsta
skrefið, eftir að menn hafa byrj-
að að velta fyrir sér mataræði, að
fara að velta fyrir sér vöruvali og
efnainnihaldi í vörum?
Engin spurning. Mér hefur
fundist mest fræðsla hafa verið
um E-efni og mataræði og mikil
bylting á Íslandi á undanförnum
árum varðandi matinn en nú er
það mikið til komið. Mér finnst
hreinlætisvörurnar vera að koma
mikið inn núna og skilaboðin eru
einmitt að lausnin getur verið
svo einföld. Þú þarft ekki að koll-
varpa lífi þínu heldur getur með
einföldum aðgerðum hreinsað
margt út. Ég las um daginn að í
blóði nýfædds barns mælist alveg
gríðarlegt magn af efnarusli. Mér
finnst þetta hræðileg tilhugsun og
vona að við séum að komast yfir
á næsta stig þar sem við erum
orðin meðvitaðri og gerum meiri
kröfur. Við erum farin að standa
meira með sjálfum okkur og miss-
um okkur síður yfir hvað allt er
stórkostlegt svo lengi sem það er í
fallegum umbúðum.
Hvað getur maður gert sem for-
eldri þegar kemur að því að velja
fyrir börnin sín?
Það vilja allir foreldrar það
allra besta fyrir börnin sín. Stund-
um held ég að þessi togstreita
myndist á milli þæginda og þess
sem er það besta. En maður veit
alveg að þetta er ekkert mál. Við
erum bara svo mikill vani. Maður
getur ekki tekið 180 gráðu beygju
einn tveir og tíu. Þetta eru svo
litlar breytingar sem við þurfum
að gera til að breyta miklu og þó
það sé enginn heilagur þá er betra
að gera pínulítið gott en að gera
ekkert. Til dæmis að taka út sterk
hreinsiefni á heimilinu og minnka
þvottaefnið. Sólarvörnin er annað
gott dæmi því þá ertu að maka á
húðina, stærsta líffæri líkamans,
mikið af óæskilegum efnum. Með
einföldum aðgerðum getur maður
örugglega tekið í burtu 60% af
þessu óæskilega sem börnin eru í
snertingu við dags daglega. Síðan
getur þú tekist á við hin litlu at-
riðin en maður gerir það bara í ró-
legheitunum. Það eru þessi stóru
atriði sem skipta máli.
Hvað finnst þér um úrvalið á
umhverfisvottuðum vörum?
Það er næsta stóra sprengingin
og því fyrr sem framleiðendur
fatta það því betra. Við vitum að
það eina sem knýr þá áfram er
gróðavon þannig að ef þeir upp-
götva að fara inn á þessar braut-
ir þá erum við í mun betri málum.
En svo er það líka þessi tvískinn-
ungur, oft ertu með fínar vörur
sem eru svo kannski í einhverjum
baneitruðum umbúðum og maður
veit aldrei hverju á að treysta.
Þess vegna er þetta svo mikilvægt
með umhverfisvottanirnar, það
skiptir svo miklu máli að þú getir
bara litið á vöruna, séð merkið og
þú veist að þú getur verið örugg-
ur. Ef það kæmi til betri kynning
á Svaninum og fyrir hvað hann
stendur þá er hægt að stimpla það
rækilega inn hjá okkur og þá mun
fólk sjálfkrafa seilast í vottaðar
vörur.
Þú þarft ekki að kollvarpa lífinu þó
þú veljir það besta fyrir barnið
Þóra Sigurðardóttir gaf í fyrra út bók sem heitir Foreldrahandbókin. Í henni fá foreldrar ráðleggingar og reynslusögur um allt milli himins og jarðar sem tengist því að eignast barn.