Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 22
22 12. nóvember 2011 LAUGARDAGUR Um árabil hefur verið unnið að rannsóknum á lífríki Þjórs- ár en ítarlegar rannsóknir hafa átt sér stað á fiskistofnum í ánni allt frá árinu 1973, bæði á vegum Landsvirkjunar og Veiðimálastofn- unar. Rannsóknir á lífríki árinnar eru mikilvægar af mörgum ástæð- um, meðal annars til þess að geta sem best sagt fyrir um áhrif nýrra virkjana á viðkvæma og dýrmæta fiskistofna í ánni. Landsvirkjun leitast við að hámarka afrakstur af þeim orku- lindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Það er fyrirtækinu því mikilvægt að lágmarka, eins og mögulegt er, áhrif virkjana á fiskistofna sem og annað lífríki og umhverfi í nágrenni þeirra. Verði ákveðið að reisa fyrirhugað- ar virkjanir í neðanverðri Þjórsá leggur Landsvirkjun áherslu á að ráðist verði í umfangsmiklar mót- vægisaðgerðir sem byggðar eru á niðurstöðum áðurnefndra rann- sókna. Breytt hönnun virkjana Við mat á umhverfisáhrifum fyrir Urriðafossvirkjun sem fram fór árið 2003 komu fram áhyggju- raddir vegna laxastofnsins í Þjórsá. Landsvirkjun voru sett margvís- leg skilyrði sem uppfylla þyrfti ef ráðist yrði í byggingu virkjan- anna. Í kjölfarið ákvað Landsvirkj- un að ráðast í frekari breytingar, umfram það sem kveðið var á um í skilyrðum Skipulags stofnunar. Markmið þeirra breytinga og mót- vægisaðgerða er að lágmarka nei- kvæð áhrif þeirra þriggja virkj- ana í neðan verðri Þjórsá sem til umfjöllunar eru í Rammaáætl- un um nýtingu vatnsafls- og jarð- varma: Holta-, Hvamms- og Urriðafoss virkjun. F yrirhugaðar mótvægis- aðgerðir eru byggðar á niður- stöðum rannsókna og tillögum Veiðimálastofnunnar. Þær munu tryggja lágmarksrennsli sem nemur 10-15 m3/s neðan lóna svo árfarvegir þorni aldrei upp. Lón- hæðir við Urriðafossvirkjun og Holtavirkjun hafa verið lækkað- ar um einn metra frá því mat á umhverfisáhrifum fór fram en við það eykst rennslishraði um lónin sem hefur jákvæð áhrif á göngur og lífsskilyrði laxa og niðurgöngu seiða. Í þessum virkjunum verða auk þess sérstakir Kaplan hverfl- ar sem auka lífsmöguleika seiða fremur en aðrar gerðir. Fiskistigar verða gerðir við stíflur Urriðafossvirkjunar og Hvammsvirkjunar. Reynsla frá fiskistiga við Búðafoss sem settur var upp árið 1991 er góð og eftir gerð hans hefur lax numið land fyrir ofan fyrirhugaða Holtavirkj- un. Líta má á gerð fiski stigans sem einskonar snemmbúna mótvægis- aðgerð. Við Urriðafoss virkjun er gert ráð fyrir sér hannaðri seiða- fleytu en við þá virkjun er fallhæð mest, eða 41 metri. í Þjórsá fara 98% af veiði fram með netum neðarlega í ánni. Landsvirkjun stefnir að því að kaupa upp stóran hlut þessara veiðiréttinda svo draga muni verulega úr veiði í ánni. Meðal tillagna Veiðimálastofnunar er að búa í haginn fyrir stangveiði með ýmsum aðgerðum í far- vegum milli virkjana. Meðal ann- arra mótvægisaðgerða er að nýta góð uppeldissvæði ofan göngu- hindrana í þverám ofan Hvamms- virkjunar. Munu slíkar aðgerðir vega að hluta til upp á móti nei- kvæðum áhrifum sökum fyrir- hugaðra virkjana. Opin umræða mikilvæg Verði það niðurstaðan að Alþingi ákveði að samþykkja Ramma- áætlun um nýtingu vatnsafls- og jarðvarma með virkjanir í neðan- verðri Þjórsá í nýtingarflokki, er það hlutverk Landsvirkjunar að leggja ríka áherslu á að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af þeim virkjunum. Landsvirkjun bind- ur vonir við að þær mótvægis- aðgerðir sem lagðar eru til byggð- ar á rannsóknum á fiskistofnum í Þjórsá muni skila þeim árangri að áhrif virkjananna á stærð laxa- stofnsins verði óveruleg. Rann- sóknir munu halda áfram og fyrir tækið mun leggja sig fram við að taka tillit til nýrra og áður óþekktra rannsóknarniðurstaðna, og reyna eftir bestu getu að koma til móts við áhyggjuraddir vegna lífríkisins með mótvægis- aðgerðum studdum traustum rannsóknarniðurstöðum. Hvað starfsemi Landsvirkjunar varðar þá er það okkar stefna að starfa á opinn og gagnsæjan hátt. Við teljum mikilvægt að kynna bæði stefnu okkar og niðurstöður rannsókna opinberlega og heiðar- lega. Nánar er hægt að kynna sér rannsóknir á fiskistofnum í Þjórsá á heimasíðu Landsvirkj- unar undir umhverfismál, rann- sóknir og áhrif virkjana á fiski- stofna í Þjórsá. Fiskistofnar og virkjanir Í hádegisfréttum RÚV 8. nóvem-ber tjáði borgarfulltrúi meiri- hlutans í Reykjavík sig um þá stöðu sem blasir við í mál efnum leikskóla borgarinnar. Fyrr um daginn birtist fréttatilkynning frá Reykjavíkurborg um að verið væri að kanna hvort fjárhagur borgarinnar leyfði inntöku barna sem fædd voru 2010 í áföngum. Í kvöldfréttum sjónvarps 9. nóvem- ber heyrðist loks í borgarstjóra og varaformanni skóla- og frí- stundaráðs. Allt var þetta vel æft, samhæfð viðbrögð og endur- ómun fréttatilkynningarinnar sem birtist á vef Reykjavíkurborgar. Sem sagt, eitthvað af tölum og útreikningum og fyrirslátturinn að verið sé að taka við stærsta árgangi Íslandsögunnar og ekki sé til nægilegt fjármagn til að setja í leikskólana. Ekkert þeirra (og fréttatilkynningin ekki held- ur) gat hins vegar svarað spurn- ingunni sem brennur á fólki með sannfærandi hætti. Af hverju má ekki bjóða börnum þau leikskóla- pláss sem þó eru laus? Það er ljóst að stóran hluta lausra plássa má nýta án þess að ráða starfsfólk. Til þess að fylla öll pláss og jafnvel bæta við plássum þarf hins vegar að ráða starfsfólk. Ef leikskólarnir eru nú þegar byggðir og þegar mannaðir nógu mörgum þá er erfitt að finna rökin gegn því að hleypa inn nokkrum börnum til viðbótar. Meirihlutinn hefur hald- ið því fram að meðal kostnaður við hvert barn sem sækir leikskóla í Reykjavík sé tvær milljónir á ári. Það má vel vera rétt. En þegar við erum að hugsa um að taka inn fleiri börn er það ekki meðalkostn- aðurinn sem skiptir máli heldur viðbótar kostnaðurinn við að taka inn hvert barn. Og hann er örugg- lega mun nær því að vera núll en tvær milljónir. Um þetta vill meirihlutinn ekki ræða. Yfirlýsingar hans fjalla um eitthvað allt annað. Í við tölum talar hann um eitthvað allt annað. Til þess að tryggja stjórn sína á umræðunni á öll upp lýsingamiðlun að fara í gegnum upplýsinga- fulltrúa. Þessi vinnubrögð meiri- hlutans eru forkastanleg. Upp- lýsingarnar lágu fyrir í lok sumars en málið hefur aldrei verið rætt á vettvangi skóla- og frístundaráðs. Engin umræða hefur farið þar fram og ekkert hefur verið ákveðið á þeim vettvangi um málið. Sama á við um borgarráð. Það er ótækt að ákvarðanir sem þessar séu teknar af aðilum sem enginn þekkir á stöðum sem enginn veit um. Það eru verstu ákvarðanirnar – þær sem enginn tekur – því enginn ber þá ábyrgð á þeim. Nú heldur meirihlutinn því fram að borgin haldi 40 plássum auðum svona upp á að hlaupa. Þetta er ekki rétt. Þetta er pólitísk ákvörð- un hverju sinni. Engar verklags- reglur segja til um þetta. Borg- arstjóri sagði í viðtali við RÚV 9. nóvember að plássunum væri hald- ið til vara – svona til neyðar – „ef að við skyldum einhverra ástæðna vegna þurfa nauðsynlega á þeim að halda“. Heldur hann því þá fram að börnin sem nú bíða eftir pláss- um þurfi ekki á þeim að halda? Það geta því ekki talist góð vinnubrögð að halda 40 plássum auðum. Það er alveg ljóst af yfirlýs- ingum meirihlutans að þau vilja ekki byrja að innrita börn fædd 2010 strax. Verður helst ráðið að þau vilji ekki innrita börn fædd 2010 í leikskóla fyrr en haustið 2012. En þá verður bróður partur barnanna orðinn tveggja ára. Fram að þeim tíma lætur meiri- hlutinn í Reykjavík sér það hins vegar í léttu rúmi liggja þó að laus pláss séu á leikskólum borgarinn- ar. Þetta er að mínu mati stöðnun. Áður nefndur borgarfulltrúi hélt því fullum fetum fram í útvarps- viðtali að Reykjavíkurborg væri á góðum stað – að leikskóla málin væru á góðum stað í dag. Það get ég ekki tekið undir og allra síst nú eftir seinkun innritunar barna, sameiningar leikskóla, fækkun stjórnenda staða, minni undir- búningstíma starfsmanna og almennan niðurskurð í leikskólum. Þetta er nefnilega ekki spurn- ing um fjármagn heldur forgangs- röðun og það er sorglegt að sjá kjörna fulltrúa skýla sér á bak við „bága fjárhagsstöðu borgarinnar“ þegar þeir þurfa að svara fyrir aftur för í málefnum barna í leik- skólum. Stefna meirihlutans í borg- inni ber vott um fádæma skilnings- leysi á grunnstoðum og innviðum samfélagsins. Reykvíkingar hafa fengið að finna tilfinnan lega fyrir því á eigin skinni og ekki er útséð með áhrifin af vondum ákvarðana- tökum. Hann er því holur hljómur- inn í kosningaloforði Besta flokks- ins um skemmtilegri leikskóla og mér er það til efs að menntamál borgarinnar eigi sér skjól í faðmi Samfylkingarinnar. Skemmtilegri leik- skólar? Það þurfti pólitískan kjark til þess að rífa Ísland upp úr fátæktinni og byggja nútíma- þjóðfélag. Engir arðsemis- útreikningar hefðu getað rétt- lætt heilbrigðisþjónustuna – þar sem ég starfaði lengstum – skólakerfið eða samgöngu- bæturnar. Allt var þetta byggt á eldmóði og hugsjón, með áræði og bjartsýni. Úrtölu- menn voru nægir þá sem nú. Vaðlaheiðargöngin mælast varla sem stórvirki á skala íslenskrar uppbyggingar en gætu vissulega bætt lífs- kjör okkar hér á Norður- og Austur landi. Göngin leysa af hólmi hættulegan veg. Fyrst er vegurinn krókóttur, hæð- óttur og með fjölmörgum teng- ingum svo minnir á húsagötu. Sjálft fjallaskarðið lokast síðan auðveldlega á vetrum, sem er meirihluti ársins ef mér leyf- ist að minna á þá augljósu stað- reynd. Þetta er lífshættulegur vegur samkvæmt umferðar- tölfræðinni. Auk þessa spar- ast tími, leiðir styttast, ferða- mennska fær ný tækifæri og fólk getur farið lengri veg í vinnu. Við Akureyringar höfum borgað vegatoll í mörg ár og ekki kvartað. Nú erum við tilbúin að bæta samgöngur á eigin reikning. Reykjavíkur- hælbítarnir leggjast gegn veg- tollum, enda óvanir slíku. Vilja þá ekki á sitt svæði. Borgar- fulltrúar, þingmenn, ritstjór- ar og stöku ráðherra reyna að koma í veg fyrir Vaðlaheiðar- göng. Nú ríður á að þeir sem til einhvers duga láti verkin tala. Vaðlaheiðargöng og pólitískt þrek Orkumál Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar Menntamál Líf Magneudótir fulltrúi VG í skóla- og frístundaráði Samgöngumál Gunnlaugur Fr. Jóhannsson rafvirkjameistari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.