Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 90
12. nóvember 2011 LAUGARDAGUR42
H
afin var hörð bar-
átta um yfirráð
yfir þessum vísi
að nýjum flokki.
Þar þurftu sósíal-
istar ekki að ótt-
ast fjárskort. Í desember 1966
ákvað kommúnistaflokkur Ráð-
stjórnarríkjanna að veita Sósíal-
istaflokknum rausnarlegan fjár-
styrk, 25 þúsund Bandaríkjadali,
úr sjóði þeim, sem ætlaður var
vestrænum kommúnistaflokkum.
Jafngilti þetta um einni milljón
króna á þáverandi gengi, en mán-
aðartekjur verkamanns voru þá á
bilinu 10-15 þúsund krónur. Eflaust
hefur starfsmaður leynilögreglu
Ráðstjórnarríkjanna, KGB, verið
sendur með féð til Íslands og Einar
Olgeirsson tekið við því í reiðufé
í sendiráði Ráðstjórnarríkjanna í
Reykjavík, eins og venja var. KGB-
maðurinn Aleksandr F. Krassílov
starfaði þá enn í sendiráðinu, en
auk hans var hér fulltrúi leyniþjón-
ustu Rauða hersins, GRÚ, Vladímír
N. Lagúnín, sem sendur var hingað
1966 til starfa í þrjú ár. Fleiri gætu
þó vitaskuld hafa sinnt njósnum og
undirróðri hér fyrir Kremlverja
þessi árin en þeir Krassílov og
Lagúnín, jafnt innan sendiráðsins
sem utan. Níkolaj P. Vazhnov varð
sendiherra Ráðstjórnarríkjanna á
Íslandi haustið 1966, en hann hafði
gegnt sendiherraembætti í Mong-
olíu á Stalínstímanum og síðar
starfað í Kína og Póllandi. Kreml-
verjar veittu Sósíalistaflokknum
ekki aðeins styrki í beinhörðum
peningum, heldur fékk flokkurinn
líka árlega að úthluta nokkrum eft-
irsóttum boðsferðum á hressingar-
hæli í Ráðstjórnarríkjunum. Þar
létu dyggir flokksmenn fara vel
um sig með „hinni nýju stétt“, sem
Milovan Djilas hafði skrifað um.
Nær 30 námsmenn á vegum Sósíal-
istaflokksins
Sósíalistaflokkurinn úthlutaði
líka námsstyrkjum, aðallega í
Ráðstjórnarríkjunum og Austur-
Þýskalandi. Félagar í Æskulýðs-
fylkingunni, sem dvöldust sam-
kvæmt spjaldskrá austantjalds
veturinn 1963-1964, voru samtals
28, og stunduðu þeir flestir nám
á styrkjum frá þarlendum stjórn-
völdum. Enn má nefna, að haust-
ið 1965 stunduðu átta Íslendingar
háskólanám í Moskvu, meðal ann-
arra Ingibjörg Haraldsdóttir í kvik-
myndagerð og Eyvindur Eiríksson
í leikstjórn. Ingibjörg hafði sótt um
opinberan styrk, en ekki fengið. Þá
bað hún Einar Olgeirsson ásjár.
„Einar hafði góð sambönd austur
fyrir járntjald. Hann gekk þegar í
málið og fyrr en varð fékk ég lof-
orð um sovéskan styrk.“ Auk náms-
mannanna átta voru þrír félagar í
Æskulýðsfylkingunni haustið 1965
á skóla Komsomol, æskulýðsfylk-
ingar Ráðstjórnarríkjanna, þar
á meðal Leifur Jóelsson. Úlfur
Hjörvar, Guðmundur Þ. Jónsson og
ýmsir aðrir höfðu áður sótt þann
skóla. Enn er ótalið, að Kremlverj-
ar greiddu fréttaritara Þjóðviljans
í Moskvu laun og veittu honum fríð-
indi. Rússagullið tók á sig ýmsar
myndir.
Átök um uppstillingu
Þegar leið að þingkosningum 1967,
var hart tekist á um þau tvö þing-
sæti Alþýðubandalagsins, sem losn-
uðu í Reykjavík, er Einar Olgeirs-
son og Alfreð Gíslason hættu á
þingi, en Eðvarð Sigurðsson sat
í hinu þriðja. Fylgismenn Hanni-
bals Valdimarssonar sættu sig
við, að Magnús Kjartansson yrði í
fyrsta sæti framboðslista Alþýðu-
bandalagsins og Eðvarð Sigurðs-
son í hinu þriðja, en kröfðust þess,
að Einar Hannesson fulltrúi yrði í
öðru sæti og Jón Baldvin Hanni-
balsson kennari í hinu fjórða. Þessu
vildu sósíalistar ekki una og lögðu
til, að í fyrstu fjórum sætunum
yrðu Magnús Kjartansson, Eðvarð
Sigurðsson, Jón Snorri Þorleifsson
og Ingi R. Helgason. Kosið var um
uppstillinguna á átakafundi mánu-
dagskvöldið 10. apríl 1967 í Tóna-
bíói, og voru tillögur sósíalista sam-
þykktar með 254 atkvæðum gegn
81. Lá við handalögmálum á fund-
inum, og rifu Einar Bragi skáld og
Guðrún Helgadóttir flokksskírteini
sín í bræði fyrir framan fundar-
menn.
„Ég hræðist það, að nú sé búið
að ganga af Alþýðubandalaginu
dauðu,“ þrumaði Hannibal Valdi-
marsson í fundarlok. Eftir fundinn
gekk Alfreð Gíslason úr Alþýðu-
bandalaginu, og Hannibal, sem
hafði setið á þingi fyrir Vest-
firði frá 1959, ákvað að bjóða sér-
staklega fram í Reykjavík. Annar
maður á lista Hannibals í Reykja-
vík, Vésteinn Ólason, sagði, að „eitt
helsta mein Alþýðubandalagsins í
Reykjavík væri óútræddur ágrein-
ingur um afstöðuna til hagkerfis og
stjórnkerfis svokallaðra kommún-
istaríkja og samtvinnuð því mis-
munandi skoðanir á sósíalisma og
kommúnisma“.
Skömmu eftir átakafundinn í
Tónabíói var Guðmundur Ágústs-
son, sem þá var skrifstofustjóri
Alþýðusambands Íslands, en fyrr-
um Stasi-njósnari, kjörinn for-
maður Alþýðubandalagsfélagsins
í Reykjavík í stað Magnúsar Torfa
Ólafssonar.
Svavar fer á æðsta flokksskóla
Austur-Þýskalands
Á meðan Svavar Gestsson var
starfsmaður Alþýðubandalagsins,
hafði hann ásamt Kjartani Ólafs-
syni, framkvæmdastjóra Sósíal-
istaflokksins, skipulagt liðsafn-
að sósíalista á Tónabíósfundinum
vorið 1967, þar sem þeir tryggðu
sér tökin á Alþýðubandalaginu. Þá
um haustið hélt Svavar fyrir milli-
göngu Einars Olgeirssonar til Aust-
ur-Berlínar. Samþykkti miðstjórn
austur-þýska kommúnistaflokksins
að taka við honum til einstaklings-
náms í sérstaka rannsóknarstofn-
un miðstjórnar flokksins, Institut
für Gesellschaftswissenschaften
beim ZK der SED (þar sem ZK var
skammstöfun á miðstjórn og SED
á kommúnistaflokknum), í Aust-
ur-Berlín, veita honum 700 marka
styrk á mánuði og húsnæði fyrir sig
og fjölskylduna.
Kona Svavars og dóttir komu
til hans í ársbyrjun 1968, og var
dótturinni, Svandísi, síðar ráð-
herra, fengin vist í leikskóla barna
miðstjórnarmanna og starfsfólks
flokksins. Í samþykkt austur-
þýsku miðstjórnarinnar sagði, að
Svavari væri „ætlað hlutverk í for-
ystu flokksins í náinni framtíð“. En
í ljós kom, að Svavar var þess alls
vanbúinn að stunda nám í marx-
ískum fræðum á háskólastigi. Þess
vegna var ákveðið að færa hann í
annan skóla og auðveldari á vegum
flokksins, Parteihochschule Karl
Marx. Skyldi hann stunda þar nám
í þrjú ár. Þennan vetur í Austur-
Berlín las Svavar Gestsson jafn-
framt prófarkir af Úrvalsritum
Karls Marx og Friedrichs Engels,
sem Heimskringla hugðist gefa út
á 150 ára afmæli Marx 1968, en
þau átti að prenta í Austur-Þýska-
landi.
Sendimaður grennslast fyrir um
fortíð Svavars
Eftir hrun Berlínarmúrsins hrökkl-
uðust kommúnistar frá völdum í
allri Mið- og Austur-Evrópu. Þýska
alþýðulýðveldið hvarf þegjandi og
hljóðalaust úr sögunni, og þau aust-
urhéruð Þýskalands, sem myndað
höfðu þetta ríki, runnu inn í Þýska
sambandslýðveldið. Starfsmenn
austur-þýska öryggismálaráðu-
neytisins, Stasi, reyndu eftir megni
að eyðileggja skjöl frá valdatíð
kommúnista, en margt varðveitt-
ist. Komst þá margt upp, sem leynt
hafði farið lengi, til dæmis um þá
fjölmörgu uppljóstrara og erind-
reka, sem Stasi hafði haft á sínum
snærum. Samráðherrar Svavars
Gestssonar, Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra og
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra, treystu honum ekki
betur en svo, að í desember 1989
fengu þeir Róbert Trausta Árna-
son, varafastafulltrúa Íslands hjá
Atlantshafsbandalaginu í Brussel,
til að kanna í kyrrþey, hvort gögn
sýndu, að Svavar eða einhverjir
aðrir Íslendingar hefðu haft tengsl
við Stasi, öryggismálaráðuneyti
Austur-Þýskalands.
Tóku þeir sérstaklega fram, að
Árni Sigurjónsson hjá útlendinga-
eftirlitinu, sem sinnti öryggismál-
um fyrir lögregluna, mætti ekki af
þessu vita. Embættismenn í Vest-
ur-Þýskalandi og Bandaríkjunum
voru tregir til að veita Róberti
Trausta upplýsingar, en eftir tals-
vert þóf kváðust þeir loks geta
sagt, að engin gögn fyndust um,
að neinir Íslendingar hefðu gerst
erindrekar Stasi. Þetta reyndist
að vísu ekki nákvæmt, því að 1995
var það leitt í ljós, sem fyrr segir,
að Guðmundur Ágústsson njósnaði
fyrir Stasi árin 1963-1964, en hætti
því sennilega eftir það, þótt hann
yrði sérstakur trúnaðarmaður
Austur-þýsku sendi skrifstofunnar.
Einnig játaði Helga Novak, sem
var íslenskur ríkisborgari, að hafa
rekið erindi Stasi, eins og hér hefur
líka verið getið. En fleiri voru treg-
ir til að veita nákvæmar upplýsing-
ar en þýskir og bandarískir emb-
ættismenn. Svavar Gestsson sagði
jafnan sjálfur, þegar hann þurfti
að rekja æviferil sinn, að hann
hefði stundað nám í Berlín vetur-
inn 1967-1968, en sannleikurinn
var sá, að hann gekk þá á skóla í
Austur-Berlín. Sögðu gárungarnir,
að munurinn á þessu tvennu væri
svipaður og á því að hafa dvalist á
Hrauni og Litla-Hrauni.
MILLIFYRIRSAGNIR ERU BLAÐSINS
Átök, njósnir og námsferðir
Saga íslensku kommúnista- og vinstrihreyfingarinnar er rakin í nýútkominni bók dr. Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar
Íslenskir kommúnistar 1918-1998. Hér er gripið niður í köflum sem segja meðal annars frá fjárstuðningi Rússa við Sósíalistaflokk-
inn, íslenskum námsmönnum í Ráðstjórnarríkjunum og njósnum austur-þýsku leyniþjónustunnar Stasi hér á landi.
VIÐBURÐARÍK SAGA Austur-Þýskaland kom mjög við sögu hjá íslenskum vinstri-
mönnum. Guðmundur Ágústsson (til vinstri) var njósnari fyrir hið illræma Öryggis-
málaráðuneyti Austur-Þýskalands. Svavar Gestsson var í æðsta flokksskóla ríkisins
veturinn 1967-68. Róbert Trausti Árnason sendiherra var síðar sendur af Jóni Baldvin
Hannibalssyni og Steingrími Hermannssyni til Þýskalands að grennslast fyrir um,
hvort eitthvað fyndist um Svavar í skjölum Stasi. En skjölum um hann hafði verið
eytt sunnudaginn 25. júní 1989, nokkrum mánuðum fyrir hrun Berlínarmúrsins.
Í bókinni Íslenskir kommúnistar segir dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í
stjórnmálafræði, sögu íslensku kommúnista- og
vinstrihreyfingarinnar, frá því að tveir ungir
Íslendingar taka þátt í óeirðum á Grænatorgi í
Kaupmannahöfn í nóvember 1918 og til þess er
forystusveit Alþýðubandalagsins fer til Kúbu í
boði kommúnistaflokksins þar í nóvember 1998.
Bókin skiptist í fjóra hluta, Aðdraganda 1918-
1930, kommúnistaflokkinn 1930-1938, Sósíal-
istaflokkinn 1938-1956 og Alþýðubandalagið
1956-1998. Hér er gripið niður í köflunum „Einar
Olgeirsson nær í Rússagull“ og „Berlínarmúrinn
hrynur“.
■ ÁRATUGA SAGA RAKIN
BASARINN NYTJAMARKAÐUR KRISTNIBOÐSSAMBANDSINSAusturveri, Háaleitisbraut 68