Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 16
16 12. nóvember 2011 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 MEÐ BÚNAÐI, MIÐSVÆÐIS Í REYKJAVÍK.  MJÖG HAGSTÆÐ KJÖR FYRIR RÉTTA AÐILA.  GOTT TÆKIFÆRI FYRIR FAGFÓLK AÐ TAKA SAMAN HÖNDUM OG HEFJA EIGIN REKSTUR. OPIÐ HÚS 18:00 - 20:00 Í DAG FIMMTUDAGINN 23.JÚNÍ TIL LEIGU HÁRGREIÐSLUSTOFA Vinsamlega sendið fyrirspurnir á netfangið furugerdi3@gmail.com eða í síma 693-8310 KL. 16-17 SUNNUDAGINN 13. NÓVEMBER S amþykkt stjórnar Samtaka atvinnulífsins, þar sem hvatt er til að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði lokið og aðildarsamningur borinn undir þjóðaratkvæði, sætir nokkrum tíðindum. Til þessa hafa Samtök atvinnulífsins sem slík ekki beitt sér fyrir aðildarumsókninni þótt meirihluti aðildarsamtakanna hafi lýst stuðningi við hana. Það er ólíkt því sem gerzt hefur í nán- ast öllum öðrum Evrópulöndum sem sótt hafa um aðild að ESB. Þar hafa heildarsamtök atvinnulífsins verið einn helzti bakhjarl aðildarumsóknar og talað fyrir henni á opinberum vettvangi. Þegar SA hafði uppi tilburði í sömu átt í árslok 2008 hótaði Landssamband íslenzkra útvegs- manna að segja sig úr samtök- unum og í nafni samstöðu ákvað meirihluti aðildarsamtaka SA, sem var fylgjandi því að sækja um aðild að ESB, að láta kyrrt liggja. Síðan hefur það gerzt að Alþingi ákvað að sækja um aðild að Evrópusambandinu og aðildarviðræðurnar eru komnar á rekspöl. Undanfarið hafa háværar raddir talað fyrir því að viðræðunum verði hætt og aðildarumsóknin dregin til baka. Meirihlutinn í stjórn Samtaka atvinnulífsins, fulltrúar fyrirtækja í iðnaði, ferðaþjónustu, fjármálastarfsemi, verzlun og þjónustu, telur nú greinilega tímabært að samtökin láti í sér heyra til að svara þeim röddum. Nú liggur fyrir að stærstu heildarsamtök launafólks í landinu, Alþýðusambandið, og heildarsamtök atvinnurekenda tala bæði fyrir því að aðildarviðræðurnar verði til lykta leiddar. Á átakafundi í stjórn SA, þar sem ályktunin var samþykkt, var þeim möguleika meðal annars velt upp að bíða með hana þar til eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins. Um þær hugmyndir sagði Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verzlunar og þjón- ustu, í Fréttablaðinu í gær: „Samtök atvinnulífsins eiga ekki að hafa skoðun eða álykta með og á móti eftir því hvenær stjórn- málaöfl í landinu halda landsfundi. Við erum ekki deild í einum flokki, við erum bara að vinna að hagsmunum atvinnulífsins.“ Þetta er rétt hjá Margréti en þó dyljast engum tengslin á milli forystu Samtaka atvinnulífsins og Sjálfstæðisflokksins. Sjálf- stæðisflokkurinn gefur sig enda út fyrir að vera flokkur sem vill búa öflugu atvinnulífi samkeppnishæf rekstrarskilyrði og hefur lengst af staðið undir nafni sem slíkur. Ekki er líklegt að ályktun stjórnar SA hafi mikil áhrif á afstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins til aðildarumsóknarinnar. Þó blasir við, þegar hún liggur fyrir, að sá frambjóðandi sem vinnur formannsslaginn á landsfundinum mun þurfa að leggja talsvert á sig til að sannfæra forystufólk í atvinnulífinu um að sú stefna að draga aðildarumsóknina til baka sé rétt. Þessi stefna er eitt af því fjölmarga sem Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjáns- dóttir eru sammála um – en um leið blasir við að stór hluti atvinnu- lífsins og þar með baklands flokksins er þeim ósammála. Í ljósi breytinga á markmiði um nafnvöxt útgjalda gætu endanleg fjárlög falið í sér meiri útgjöld en felast í frum- varpinu eða að verr muni ganga að ná markmiði frumvarpsins um aðhald í rekstri. Hver endan- leg afkoma verður og hvaða áhrif hún mun hafa á skuldsetningu hins opinbera er því háð tölu- verðri óvissu. Verði slakinn í ríkis- fjármálum meiri en felst í grunn- spánni gæti innlend eftirspurn orðið eitthvað sterkari til skemmri tíma en nú er spáð. Á móti er hætt við að aukinn halli geti þrýst upp innlendu vaxtastigi og þannig rutt í burtu fjárfestingar áformum einkaaðila . Fjármögnunar- kostnaður hins opinbera yrði jafn- f ramt meir i , sérstaklega ef áhættu álag á skuldbindingar ríkissjóðs færi að hækka á ný. Þrýstingur á gengi krónunn- ar gæti því auk- ist og þar með hætta á meiri verðbólgu sem myndi að öðru óbreyttu kalla á meira peningalegt aðhald. Efna- hagsbatinn gæti því orðið hægari sem að öðru óbreyttu myndi grafa undan forsendunni fyrir sjálfbærni opinberra skulda.“ Þetta er ekki tilvitnun í odd- vita stjórnarandstöðunnar í fjár- laganefnd. Kaflinn er heldur ekki úr ræðu forseta ASÍ eða textum talsmanna Samtaka atvinnulífs- ins. Hér er á ferðinni rúmlega vikugömul aðvörun bankastjóra Seðlabankans í ritinu Peninga- málum. Hennar hefur að litlu verið getið þó að efni hafi staðið til annars. Þegar Jóhannes Nordal lét álit sitt í ljós á viðsjárverðum tímum var því bæði í kerskni og alvöru jafnað við erkibiskups boðskap. Engum gat þá dulist að bregðast þurfti við. Á stuttum ferli hefur núverandi seðlabankastjóri skilj- anlega ekki náð viðlíka áhrifum. En ríkisstjórnin hefur þó ekki ástæðu til að ætla að hann mæli af óheilindum í hennar garð. Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Boðskapur erkibiskups Seðlabankinn rifjar upp að á síðasta ári setti ríkisstjórnin sérstaka fjármálareglu. Til-gangur hennar var að setja þak á nafnvöxt ríkisútgjalda. Þetta var merkileg og ábyrg ákvörðun. En nú aðeins ári síðar er ríkisstjórnin sprungin á ætlunarverkinu. Seðla- bankastjóra hefur því þótt rétt að senda út sterka viðvörun. Aðvörunin er að sönnu ekki spá. En af henni verður þó ekki dreg- in önnur ályktun en að hætta sé á að illa geti farið að öllu óbreyttu. Vænleg framtíð þjóðarinnar bygg- ist hins vegar á því að menn hugsi sinn gang og velji nýja leið framhjá hættusvæðinu. Boðskapurinn úr Seðlabankan- um segir að þjóðarbúskapurinn sé nærri því að sogast inn í gamal- kunnan vítahring. Hringrásin er þessi: Veruleg hætta er á of mikl- um halla á ríkissjóði. Það kallar á hækkun vaxta. Fari svo minnka möguleikar atvinnufyrirtækjanna til að auka fjárfestingu. Lántöku- kostnaður ríkisins vex. Gengi krón- unnar lætur undan síga þrátt fyrir höftin. Sú hlið sem snýr að almenningi er þessi: Nýju atvinnutækifærin koma ekki. Velferðin skerðist. Verðbólg- an étur upp launin. Húsnæðislána- vandinn vex. Með öðrum orðum: Efnahagsbatinn verður hægari en vera þyrfti. Það grefur undan mögu- leikum Íslands til að standa undir erlendum skuldum. Fjármálareglan sprungin Það merkilega er að þessi hvassa aðvörun hefur engin áhrif haft á stjórn-málaumræðuna sem í vax- andi mæli einkennist af ótrúlegri sjálfumgleði. Annars vegar láta menn eins og Ísland hafi gert allt rétt meðan aðrir gerðu allt vitlaust. Hins vegar hlakkar í mönnum vegna skuldavanda nokkurra ríkja sem nú skekur efnahagslíf Evrópu. Myndin sem dregin er upp sýnir Ísland í skjóli meðan önnur ríki Evrópu brenna. Það er falsmynd. Veruleikinn er sá að hér voru gerð alvarleg mistök, sérstaklega í stjórn peningamála, rétt eins og í Grikklandi, á Írlandi og Ítalíu. Verðbólgan á Íslandi frá 2006 er áttföld á við Írland. Mánuðina fyrir hrun komu seðlabankamenn bónleiðir og ráðalausir til búðar eftir fundi austan hafs og vestan. Þeim tókst ekki að bjarga krón- unni. Eftir hrunið fékkst aðstoð nokkurra Evrópusambandsríkja á vegum AGS með ströngum skil- yrðum um aðhald í ríkisfjármálum og peningamálum. Við höfum því hvorki efni á að hneykslast á þeim ríkjum sem biðja um hjálp né hinum sem aðstoð veita og binda hana skil- yrðum. Neyðarlögin og samstarfið við AGS voru rétt viðbrögð sem skil- uðu árangri, en þó ekki þeim sem að var stefnt af því að þeim var ekki nægjanlega vel fylgt eftir. Það eru því hrapalleg mistök að gefa tauminn lausan á ný. Þeir sem það gera loka augunum fyrir því hvar Ísland er statt. Hinir sem fyllast sjálfumgleði og vand- lætingu gagnvart samstarfi þeirra þjóða sem nú glíma við sama vanda eru líka meðvitundarlausir um stöðu Íslands. Skuldakreppan í heiminum verð- ur aðeins leyst með alþjóðlegu samstarfi. Sjálfumgleði Stuðningur stjórnar SA við aðildarviðræður við Evrópusambandið sætir tíðindum. Atvinnulífið vill klára málið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.