Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 58
12. NÓVEMBER 2011 LAUGARDAGUR2 ● góð ráð fyrir græn jól
● Veljið pappír sem hægt er að
endurvinna, t.d. pappír sem er
merktur þannig eða einfaldan
maskínupappír.
● Búið til gjafaöskjur úr endur-
vinnanlegum pappír, t.d. skókassa,
sem hægt er að skreyta á persónu-
legan hátt
● Dagblöð, tímarit eða plaköt geta
komið vel út sem gjafapappír og
útkoman getur orðið mjög frum-
legur jólapakki
● Útbúið gjafapoka úr efnisafgöng-
um sem síðan er hægt að nota
áfram til annarra hluta þegar búið
er að taka utan af pakkanum.
● Endurnýtið gjafapappír sem er
heill og endurnýtanlegur
● Stilltu notkun gjafaborða í hóf.
Hægt er að nota garn í staðinn eða
skreyta pakkann á annan máta.
Notaðu hugmyndaflugið! Hægt er
að flétta garn úr ýmsum litum.
● Það er góð hugmynd er að setja
tvær gjafir saman í eina með því
að nota sjálfa gjöfina í innpökk-
unina, t.d. tauinnkaupapoka, trefla,
sjöl og dúka. Margar frábærar
innpökkunaraðferðir er hægt að
nálgast á veraldarvefnum, eins
og t.d. á www.recyclenow.com
og www.furoshiki.com. Þar eru
tillögurað flottum lausnum sem
eru skemmtileg tilbreyting frá
hefðbundnum jólapökkum.
Það er ekkert kjánalegt
eða asnalegt að nota
síðan taudúkinn bara
aftur til innpökk-
unar fyrir næsta
gjafapakka; bara
smart hugsun og
gaman að fylgjast
með ferðalagi dúksins næstu
jólin.
Umhverfisstofnun vinnur
að velferð almennings
með því að beita sér fyrir
heilnæmu umhverfi, öruggum
neysluvörum og verndun
og sjálfbærri nýtingu
náttúruauðlinda. Stofnunin
sinnir stjórnsýslu, eftirliti,
fræðslu og þjónustu við
fyrirtæki og almenning. Kristín
Linda Árnadóttir er forstjóri
Umhverfisstofnunar.
Nú eru jólin á næsta leiti og inn-
kaup jólagjafa fram undan. Á
sama tíma berast reglulega frétt-
ir af skaðlegum efnum í alls kyns
vörum. Hvernig stendur á því að
það eru varasöm efni í neytenda-
vörum?
Mörg efni eru notuð við fram-
leiðslu á vörum og stundum kemur
í ljós síðar að efni sem í upphafi
var talið í lagi er það ekki eða að
þegar blandað er saman ákveðn-
um efnum þá geta hin svokölluðu
kokteiláhrif gert efni varasöm. Á
hverju ári eru búin til mörg ný efni
sem langflest eru til gagns en sum
geta verið varasöm og þá sérstak-
lega fyrir þá sem eru viðkvæmir,
eins og börn og fólk með ofnæmi
eða óþol.
Hvaðan koma þessi hættulegu
efni og hvar enda þau?
Fáar vörur sem fást á Íslandi
eru framleiddar hér. Eins og um-
búðirnar bera með sér eru þær oft
framleiddar í til dæmis Kína eða
öðrum fjarlægum löndum sem ekki
hafa jafn stranga löggjöf og við
hér. Mikilvægt er að athuga hvort
vara sé CE merkt sem þýðir að hún
er framleidd í samræmi við evr-
ópska staðla og uppfylli þær kröf-
ur sem við gerum. Að velja um-
hverfisvottað er líka auðveld leið
fyrir neytendur sem vilja velja
betri kostinn fyrir heilsu og um-
hverfi. Neytendur þurfa hins vegar
að vara sig sérstaklega á fölsuðum
vörum þar sem þá er algjör óvissa
fyrir því hvaða efni eru í vörunni.
Þegar við ræðum um hvar efnin
enda er mikilvægast að huga að
sorpflokkun. Í mínum huga er ljóst
að það sem endar í urðun mun hafa
í för með sér mengun en það sem
er flokkað felur í sér verðmæta-
sköpun.
Af hverju geta yfirvöld ekki fjar-
lægt allar vörur með hættulegum
efnum af markaðnum?
Yfirvöld hafa eftirlit með merk-
ingum vara sem fluttar eru inn
og seldar í verslunum. Erfitt er
að skoða innihaldsefni í hlutum
því það kallar á dýrar rannsóknir.
Þar höfum við þó tekið þátt í sam-
evrópskum verkefnum eins og til
dæmis greiningu innihaldsefna
í flugeldum. Annars leggjum við
áherslu á að fylgjast vel með nið-
urstöðum rannsókna frá nágranna-
þjóðum okkar. En það eru ýmsar
leiðir til að flytja vörur inn til
landsins og jafnframt kaupa marg-
ir vörur erlendis frá, sumir jafnvel
beint í gegnum veraldarvefinn. Því
tel ég mikilvægt að koma upplýs-
ingum á framfæri til almennings,
eins og til dæmis með www.grænn.
is, svo að allir hafi næga vitneskju
til að geta tekið upplýstar ákvarð-
anir um kaup á vörum. Þannig
getur hver og einn verndað sig og
sína fjölskyldu fyrir varasömum
efnum. Jafnframt verður að hafa
í huga að efni sem fullorðnir þola
mjög vel geta verið varasöm fyrir
börn. Þetta á til dæmis við horm-
ónaraskandi efni.
4. Hvað er verið að gera til að
bæta ástandið, bæði á Íslandi og á
alþjóðavísu?
Efni berast með veðri og haf-
straumum á milli heimsálfa og
virða ekki landamæri. Efni sem
eru þrávirk og brotna ekki niður
ná síðan að safnast fyrir í fæðu-
keðjum náttúrunnar. Því er mik-
ilvægt að vinna að þessum mála-
flokki á alþjóðlegum vettvangi.
Þar er markmiðið að tryggja að
efni sem eru hættuleg séu ekki
sett á markað eða tekin af mark-
aði ef rannsóknir leiða í ljós að efni
eru varasöm. Við höfum innleitt
svokallaða REACH löggjöf sem
nær til allrar Evrópu og miðar
að því að láta framleiðendur efna
sýna fram á að þau séu ekki hættu-
leg áður en þau eru sett á mark-
að í stað þess, eins og verið hefur,
að það sé á ábyrgð stjórnvalda að
sýna fram á að efni séu hættuleg.
Ábyrgðin á að sjálfsögðu að vera
hjá þeim sem framleiðir efnið.
Mikilvægt að allir geti
tekið upplýstar ákvarðanir
Á hverju ári eru búin til mörg ný efni sem langflest eru til gagns en sum geta verið varasöm og þá sérstaklega fyrir þá sem eru við-
kvæmir,” segir Kristín Lind Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar.
1. VELDU GÆÐI FREKAR EN MAGN
Forðumst óvandaðar eftirlíking-
ar sem bila oftast fljótt og enda í
staðinn í ruslinu.
2. LEITAÐU AÐ SVANI!
Svansmerktar vörur fást í öllum
helstu verslunum og úrval þeirra
fer stöðugt vaxandi. Svanurinn
klikkar ekki.
3. GERÐU KRÖFUR SEM NEYTANDI
Það má spyrja í búðum. Máttur
neytandans er mikill því hann
getur aukið eftirspurn eftir um-
hverfisvænni vörum og þá mun
markaðurinn auka framboðið.
4. VERTU UPPLÝSTUR NEYTANDI
Skoðaðu www.grænn.is.
Góð ráð fyrir græn
jólainnkaup
Jólunum fylgja mikil innkaup og þá er
um að gera að velja rétt.
Hefðbundinn jóla- og gjafapappír er ekki endurvinnanlegur vegna
efnainnihalds í litum og annarrar sérmeðhöndlunar við framleiðslu. Ef
marka má tölur frá nágrannaþjóðum okkar fara fleiri tonn af jólapappír
í ruslið um jólahátíðarnar sem leiðir til mengunar og mikils álags á um-
hverfið.
Ýmsir valkostir eru í stöðunni sem geta dregið úr mengun þegar
pakka á inn jólagjöfum:
Notum hugmyndaflugið
við innpökkunina!
● HVAÐ LEYNIST UNDIR RÚM
INU? Nýlega var unnin rannsókn sem
fólst í því að efnagreina ryk undir rúmi í
tólf löndum um allan heim. Fjöldi skað-
legra efna fannst í rykinu eins og t.d. blý,
kadmíum og þalöt sem eru plast-mýk-
ingarefni. Þau lönd sem tóku þátt í rann-
sókninni voru Svíþjóð, Belgía, Ítalía, Tékk-
land, Þýskaland, Ungverjaland, Filippseyj-
ar, Kenía, Malasía, Suður-Afríka, Tansanía
og Úganda og kom ekkert land betur út
en annað.
Útgefandi: Umhverfisstofnun | Heimilisfang: Suðurlandsbraut 24 |
Ritstjóri: Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir | Ábyrgðarmaður: Kristín Linda Árnadóttir |
Forsíðu- og opnumynd: Edda Hrönn Kristinsdóttir | Vefsíða: www.ust.is |
Sími: 591 2000