Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 10
100 Jólablað Morgunblaðsins 2010 F riðrik S. Kristinsson, söng- stjóri Karlakórs Reykavík- ur, er mikið jólabarn. „Ég hef alltaf verið mikill aðvent- umaður og hef gaman af að taka þátt í undirbúningi jólanna,“ segir hann. Aðventutónleikar karlakórsins í Hallgrímskirkju eru í huga margra löngu orðnir ómissandi hluti af há- tíðarstemningu desembermánaðar. Tónleikarnir eru nú haldnir átjánda árið í röð og er auðheyrt á Friðriki að hann hlakkar mikið til. „Við byrj- um undirbúninginn strax á haustin og setjum saman og æfum fallega efnisskrá sem nær að ramma inn að- ventuna,“ segir hann og leggur á það áherslu að um aðventu- en ekki jólatóneika er að ræða. „Við erum ekki að syngja inn jólin heldur að taka þátt í undirbúningi þeirra. Að- ventan á að snúast um að undirbúa komu Krists og áherslan því á að- ventusálma og -lög. En auðvitað laumum við samt með nokkrum hefðbundnum jólalögum.“ Magnaður hátíðleiki Friðrik segir hátíðleika og helgi yf- ir tónleikunum, sem bæði tónleika- gestir og kórfélagar hafa fjarskagam- an af að upplifa. „Það hefur sérstök áhrif að syngja þessi lög í Hallgríms- kirkjunni. Leikur Lenku Mátéovu á Kleis-orgelið hljómar svo undir á magnaðan hátt,“ segir Friðrik en öllu er tjaldað til á þessum tónleikum. „Sveinn Dúi Hjörleifsson, fyrrver- andi kórfélagi, syngur einsöng með kórnum. Hann er nýútskrifaður úr söngnámi í Vínarborg, ungur tenór frá Akureyri með ákaflega fallega rödd,“ lýsir Friðrik. „Félagar úr Drengjakór Reykjavíkur munu einn- ig syngja og að auki verður undirspil trompetleikara og pákuleikara.“ Efnisskráin er ekki síst sett sam- an með það í huga að laða fram magnaðan hljóminn í kirkjunni og samspil kórs og orgels. „Orgel og karlakór hljóma mjög fallega saman og við notum orgelið óspart. Þegar svo tveir trompetleikarar leika undir magnar það blæ hátíðleika. Einnig eru nokkur a capella-verk á efnis- skránni sem innanrými kirkjunnar er ákaflega hentugt fyrir.“ Nýtt og gamalt í bland Sum lögin á efnisskránni hafa fylgt tónleikunum í fleiri ár. „Mörg hafa gestir heyrt áður og þá einkum sígild íslensk jólalög eins og Nóttin var sú ágæt ein og Ave María Sig- valda Kaldalóns. Margir bíða líka spenntir eftir að heyra Að- fangadagskvöld Kaldalóns við texta Stefáns frá Hvítadal,“ segir Friðrik. „Við höfum einnig skapað þá hefð að áheyrendur rísa úr sætum og syngja með í sálmunum Nú gjaldi guði þökk og Fögur er foldin. Ég hef heyrt á fjölda gesta að þeim þyki einmitt sá hluti dagskrárinnar mest ómissandi enda ómar þá öll kirkjan.“ Ekki er öll efnisskráin eftir ís- lensk tónskáld og meðal annars verða þeim Mozart og Händel gerð góð skil. „Við syngjum Halelújakór Händels, þótt það verk hafi reyndar upphaflega ekki verið samið með karlakór í huga, en ég held að Händ- el hefði örugglega lagt blessun sína yfir það hefði hann getað heyrt okk- ur syngja það.“ Jólatónleikar Karlakórs Reykja- víkur í Hallgrímskirkju verða laug- ardaginn 4. desember og sunnudag- inn 5. desember, kl. 17 og 20 báða dagana. Efnisskráin verður einnig flutt í Skálholtsdómkirkju í dag, laugardaginn 27. nóvember, kl. 16.00. ai@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólaskraut Friðrik kórstjóri skreytir fyrir jólin enda mikill aðventumaður. „Händel hefði örugglega lagt blessun sína yfir það“ Karlakór Reykjavíkur flytjur m.a. Halelújakórinn á aðventutónleikum sínum. Tónleikagestir fá að syngja með völdum lögum og heyrist langar leiðir. SPARILÍNAN KOMIN Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið sýnisho rnin á www.l axdal.i s Belved ere 101 jól hverfisgata 10 sími 5800 101 101hotel@101hotel.is www.101hotel.is hátíðarmatseðill undir dönskum áhrifum. gamalgrónir réttir með nýstárlegum blæ. alla daga fram að jólum. borðapantanir í síma 5800 101.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.