Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 53
40 Jólablað Morgunblaðsins 2010 Hátíð bóka- ormanna Á Íslandi er vart að finna það jólatré þar sem ekki leynist undir, í einum pakkanum, áhugaverð bók. Bókaflóðið er orðið stór hluti af jólahátíðinni og fast- ur liður í tilverunni hjá mörgum að slappa af eftir ys og þys ársins, með góða jólabók í annarri hendi og köku- eða konfektskál í hinni. H ún Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Glerár- kirkju, segir að jólin hafi verið mikill bókatími þegar hún var barn. „Ég fékk yfirleitt mjög mikið af bókum í jólagjöf og fór jólafríið mikið í lestur fram á nótt þar sem ég las mig í gegnum bunk- ann,“ segir hún og minnist þess t.d. að hafa fengið margar af barnabókum Indriða Úlfssonar skólastjóra. „Hann var einmitt skólastjóri í barnaskólanum mínum, og ég man hvað ég las bækurnar hans með mikilli ánægju.“ Eitthvað hefur þó breyst í seinni tið. Arna hefur jafn- gaman af lestri og áður, en undanfarin jól hefur hún sjálf ekki fengið neinar bækur að gjöf. „Ég er auðvitað komin á þann aldur að gjöfunum hefur fækkað, en þess í stað fá börnin á heimilinu flesta pakkana,“ segir Arna en bætir við að hún sé samt ekki með öllu bókalaus. „Yfirleitt er nóg af fólki í kringum mig sem hefur fengið spennandi bækur, og þá sit ég um að fá að lesa þær þegar tækifæri gefst.“ Galdraguttinn uppáhalds Arna sýnir á sér óvenjulega hlið þegar hún ljóstrar upp um hvers konar bækur eru helst í uppáhaldi. „Það væru kannski helst Harry Potter-bækurnar,“ segir hún hlæj- andi. „Ég er dálítill fantasíuaðdáandi og bækurnar bæði um Harry Potter og Hringadróttinssögu eru mínar uppá- haldsbækur. Það má segja að ég hafi afgreitt fagurbók- menntirnar þegar ég var á þrítugsaldri og núna þykir mér gott að lesa góða fantasíu mér til afþreyingar.“ Í Örnu býr líka spennufíkill og hún missir ekki af góðri íslenskri spennusögu. „Mér er reyndar enn minnisstætt þegar við hjónin fengum saman í jólagjöf Sér grefur gröf eftir Yrsu Sigurðardóttur. Ég held einmitt að það hafi ver- ið síðasta bókin sem ég fékk á jólum. Ég byrjaði að lesa í bókinni á aðfangadagskvöld, en byrjunin er svo óhugn- anleg að hún eyðilagði nánast jólanóttina fyrir mér,“ segir Arna og kímir og bætir við að hún láti hvorki bækur eftir Yrsu né Arnald Indriðason framhjá sér fara. Í bókaflóðinu þetta árið hefur Arna komið auga á nokkra áhugaverða titla. „Ég ætla pottþétt að lesa bók eft- ir tengdaföður minn, Níels Árna Lund, sem heitir Á heimaslóðum og er hans ættarsaga norðan af Melrakka- sléttu. Ég þekki til á svæðinu enda var ég þar prestur í sex ár og hlakka til að glugga í ritið. Eins held ég að verði gaman að skoða bókina Ljósu eftir Kristínu Steinsdóttur, sem mér sýnist vera áhugaverð raunasaga um konu í erf- iðum aðstæðum.“ ai@mbl.is „Yrsa eyðilagði nánast jóla- nóttina“ Skapti Hallgrímsson Biblían Þó Arna hafi gaman af að slaka á yfir galdra- fantasíu eða góðri spennusögu er samt eðlilega sama bókin í aðalhlutverki um hver jól. Presturinn í Glerárkirkju heldur upp á Harry Potter og Hringadróttinssögu en stenst heldur ekki góða spennusögu. Í mínum huga eru bækurnar stór hluti af jólahaldinu. Ég er minna í piparkökubakstri og að klippa út músastiga en hins vegar finnst mér alltaf eins og jólin séu að koma þegar Bókatíðindi detta inn um lúguna. Svo er ég að reka inn nefið í bókabúðirnar í des- ember og virða fyrir mér nýju titlana,“ segir Stefán Páls- son, sagnfræðingur og lestrarhestur. Stefán kveðst reyna að taka frá góðan tíma fyrir lest- urinn um jól og áramót. „Þetta eru kannski fimm bækur eða svo sem ég næ að klára nýskriðinn í nýja árið,“ segir hann en bætir við að það séu ekki endilega skáldsög- urnar sem veki mestan áhuga. „Ég hef eiginlega aldrei komist inn í þessa reyfaradellu sem er búin að vera hér á landi síðustu árin. Samt eru vissir skáldsagnahöfundar sem ég reyni alltaf að lesa og ef Einar Kárason eða Guð- bergur Bergsson eru með nýjar bækur fara þær alltaf á óskalistann. Annars get ég lifað af heilu árin án þess að lesa einn einasta reyfara.“ Harðsoðnar ævisögur Þótt skáldsögurnar veki flestar litla spennu bíður Stef- án þeim mun spenntari eftir að sjá hvort áhugaverðar ævisögur komi upp úr jólapökkunum. Ekki eru samt all- ar ævisögur jafngóðar. „Sú breyting hefur orðið í seinni tíð að kominn er meiri fréttamennskublær á mikið af ævisöguútgáfunni. Þetta eru þá bækur sem minna helst á stór tímaritsviðtöl. Viðmælandinn er yfirleitt búinn að vera í eldlínunni þá um árið og markmiðið oft að varpa fram einhverjum sprengjum frekar en t.d. að gera upp áhugaverðan feril manna seint á lífsleiðinni,“ útskýrir Stefán. „Ég get alveg viðurkennt að ég er ekki mikið spenntur fyrir að lesa ævisögu handboltamanns á þrí- tugsaldri. Það er leiðinlegt að sjá hvernig pólitískar ævi- sögur, þar sem vandvirkur sagnfræðingur leggst yfir viðfangsefnið og fer í gegnum allar hirslur að segja má, hafa vikið fyrir harðsoðnum viðtalsbókum.“ Pælt í pólitík Ekki er þar með sagt að allt í bókaflóðinu sé af harð- soðnu sortinni: „Bók Gunnars Th. Jóhannessonar um Gunnar Thoroddsen hlakka ég til dæmis mjög til að lesa og er alvöru doðrantur. Sigrún Pálsdóttir sagnfræðingur er einnig með áhugaverða bók um Þóru Pétursdóttur Péturssonar biskups, sem ég held að sé dálítið öðruvísi ævisaga og gæti verið mjög spennandi sýn á Reykjavík 19. aldar,“ segir Stefán. „Ég ætla líka að verða mér úti um og lesa bók Elíasar Snælands Jónssonar um Möðru- vallahreyfinguna sem eflaust er markverð viðbót við það sem fyrir hefur verið ritað um íslenska stjórnmálasögu.“ Goðasögur rifjaðar upp Áhugasvið Stefáns er samt ekki bara takmarkað við háfræðilega doðranta. „Ég er mikill áhugamaður um teiknimyndasögur og þykir gaman að sjá að menn eru nú að taka upp þráðinn með útgáfu á Ástríki, Sval og Val og öllu þessu sem maður drakk í sig sem krakki,“ segir hann og gleðst sérstakega yfir endurútgáfu Goðheimabók- anna, um uppátæki og ævintýri Ása. „Þótt ég eigi upp- haflegu útgáfuna hafði ég hugasð mér að kaupa endur- útgáfuna, þó ekki væri nema til þess að styðja við framtakið. Það komu út fimm bækur í þessum flokki á ís- lensku, en á dönsku eru bindin komin upp í 13. Ég get al- veg viðurkennt að ég lærði mun meira úr þessum teikni- myndasögum en úr öllum kennslubókunum um goðin sem maður var látinn lesa í gagnfræða- og menntaskóla.“ Skiptibókin síðasti pakkinn Stefán er landskunnur friðarsinni og vinstrimaður, og því ætti ekki að koma á óvart að hann fái oftar í gjöf sum- ar tegundir af bókum en aðrar. „Þegar Guðni Th. skrifaði um óvini ríkisins og hleranir á mótmælendum fékk t.d. annar hver maður þá hugdettu að það væri einmitt gjöfin fyrir mig,“ segir Stefán en kvartar ekki. „Það er fínt að hafa nokkrar bækur til að skipta, og verður eiginlega að vera a.m.k. ein slík hver jól. Það er upplifun út af fyrir sig að fara í bókabúðirnar þegar þær eru opnaðar eftir jólin og skipta eins og einni bók. Það er eins og að fá einn loka- pakka í viðbót.“ ai@mbl.is „Það er fínt að hafa nokkrar bækur til að skipta“ Morgunblaðið/Ernir Athöfn „Það er upplifun út af fyrir sig að fara í bókabúð- irnar þegar þær opna eftir jólin og skipta eins og einni bók. Það er eins og að fá einn lokapakka í viðbót,“ segir Stefán. Stefán Pálsson er spenntastur fyrir ævi- sögum og teiknimyndasögum en þykir líka skemmtileg jólaathöfn að skipta nokkrum bókum eftir jól. E kki ætti að koma á óvart þótt Friðrika Geirsdóttir, matgæðingur og sjón- varpskokkur, fyndi a.m.k. eina matreiðslubók undir jólatrénu. „Ég á vinkonu sem virðist hafa það fyrir reglu að gefa mér matreiðslu- bækur, og þá nær alltaf einhverja óvenjulega og fágæta bók sem fæst ekki endilega í hillum íslenskra bókaverslana. Hún er samt eignlega sú eina sem gefur mér matreiðslu- bækur þegar ég hugsa málið.“ Friðrika reynir að gefa sér tíma til að lesa og helst að barnauppeldið komi í veg fyrir að hún lesi meira: „Ég reyni samt alltaf að lesa aðeins fyrir svefinn og finnst voða gott að leggjast snemma á koddann með góða bók í höndunum. Það er eig- inlega orðið hluti af svefnvenjunum hjá mér að hlakka til að fara upp í rúm og gleyma mér við lesturinn.“ Yrsa næstum of spennandi Friðrika segist hafa komið auga á nokkra spennandi titla þessi jól. Hún hafi þegar tekið forskot á sæl- una og er núna að lesa nýjustu spennusögu Yrsu Sigurðardóttur. „Ég las í bókinni í ferð til Akureyrar fyrir stuttu og vissi ekki alveg hvað ég átti við mig að gera. Ég gisti ein á hótelhergi með bókina hálfkláraða og þorði varla að sofna. Þess í stað vakti ég og las og las í von um að finna á endanum rólegan stað í bók- inni þar sem ég gæti treyst mér til að gera hlé á lestrinum.“ Spennusögur eru í uppáhaldi hjá Friðriku. „Ég er að nota heilann all- an daginn og finnst bækurnar góð leið til að slaka á. Hins vegar get ég alls ekki horft á hryllings- eða spennumyndir því þá fer ég alveg yfir um. Bókinni get ég þó a.m.k. lokað ef ég er orðin yfirspennt.“ Áhrifaríkar barnabækur Af öllum titlunum í bókaflóðinu í ár eru það samt barnabækurnar sem Friðrika virðist spenntust fyrir, og þá fyrir hönd sona sinna tveggja. „Ég rakst t.d. á dvd-disk sem heitir Dagurinn í dag, sem er eins konar sunnudagaskóli og væri gaman að skoða. Svo langar mig líka mikið að lesa fyrir strákana Dýrin leika sér eftir Þórarin Eldjárn.“ Bókagjöfin sem Friðriku er minn- isstæðust er einmitt matreiðslubók fyrir börn sem kom út fyrir þremur áratugum og hefur kannski haft meira mótandi áhrif á Friðriku en margar aðrar gjafir. „Ef ég man rétt fékk ég ekki bókina sjálf heldur systkini mín, en ég var fljót að eigna mér hana. Þetta var Matreiðslubók- in mín og Mikka og aldrei að vita nema hún hafi komið mér á sporið í átt að því sem ég er að fást við í dag. Bókin var a.m.k. mikið notuð og kápan fyrir löngu orðin snjáð, slitin og útkámuð af allri eldamennsk- unni.“ ai@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Hasar „Ég vakti og las og las í von um að finna á endanum rólegan stað í bókinni þar sem ég gæti treyst mér til að gera hlé á lestrinum,“ segir Friðrika um nýjustu bóku Yrsu Sigurðardóttur. Byrjaði mataráhug- inn með Mikka? Friðrika Geirsdóttir segir ekki útilokað að jóla- bók sem gefin var út fyrir þremur áratugum hafi haft mikil áhrif. Hefur yndi af spennusögum en ræður ekki við hryllingsmyndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.