Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 14
104 Jólablað Morgunblaðsins 2010 Jólamarkaður - Handverksmarkaður Á Garðatorgi Garðabæ Verslanir á Garðatorgi Endilega komið og upplifið samkallaða jólastemmingu í fallegu umhverfi Handverksmarkaður með handverki, nýjum vörum og mat verður alla laugardaga á Garðatorgi í Garðbæ fram að jólum frá kl. 11-18 27. nóv. frá kl. 11-16 4.,11. og 18. des. V ið vorum nýflutt heim frá Svíþjóð. Við fluttum um jólin; kláruðum síðustu prófin 20. desember og vorum komin til Íslands viku seinna með þrjú ung börn í eftirdragi. Það fór ekki mikið fyrir jólahaldinu vegna flutninganna, og flest á heim- ilinu komið ofan í kassa og upp í gám. Þegar við komum heim til Íslands biðu okkar staflar af smákökum, sem hún Hugrún tengdamamma hafði bakað og sent okkur frá Hornafirði, og ég get ekki lýst því hvað það var notalegt að koma heim í þessar móttökur. Nú um jólin eru átján ár síðan, og við minnumst þess enn hvernig jólastemningin náði til okkar með þessari óvæntu köku- sendingu. Það er alveg hreint yndis- legt þegar einhver gerir svona fyrir mann og þetta er ein af mínum bestu jólaminningum.“ Þannig segir Hildur Helga Gísla- dóttir frá, og minnir á hversu mikill gleðigjafi góð jólakaka eða askja af smákökum getur verið á þessum árstíma og baksturinn vakið ljúfar minningar. Hildur er framkvæmda- stjóri Kvenfélagasambands Íslands og heldur betur liðtæk í eldhúsinu. Ekki skemmir heldur fyrir að eig- inmaðurinn, Kristján Rafn Heið- arsson, er matreiðslumeistari og því ættu að vera hæg heimatökin í jóla- bakstrinum. Blessað límbandið Hildur segist reyndar ekki ná að baka eins mikið og hún myndi vilja. „Við erum ekki ein af þessum fjöl- skyldum sem baka óteljandi sortir í byrjun desember og klára þær svo fyrir jól. Við hefjum oftast jólabakst- urinn á því að baka sænskt Lús- íubrauð, Lussekatter, á Lúsíudaginn sem er 13. desember og bökum svo nokkrar sortir eftir það. Kökurnar geymum við svo gjarna til jólanna en það gengur misvel,“ segir hún. „Við hjónin erum bæði alin upp við það að jólasmákökurnar voru allar geymd- ar í kökuboxum til jólanna og stund- um voru þau meira að segja límd aft- ur með límbandi. Það gat nú verið freistandi og fyrir tíma límbandsins var reyndar erfitt að stelast ekki í eina og eina köku, en maður þurfti að vera kræfari til að opna dunkinn snemma þegar hann var límdur aft- ur.“ Mátti helst ekki baka Á heimilinu mætast austfirskar, vestfirskar og sænskar matarhefðir. „Lúsíubruaðið er penslað með eggi og mótað og skreytt svo að líkjast köttum eða öðrum dýrum. Svo er vaninn að baka piparkökur og í leið- inni piparkökuhús sem við skreytum með börnunum,“ lýsir Hildur en fjöl- skyldan bjó í Svíþjóð í sex ár. Hildur minnist þess hve móðir hennar var dugleg að baka á æsku- heimilinu, Unnarholtskoti í Hruna- mannahreppi. „Allt brauðmeti var bakað heima, og mamma sá um baksturinn en eldaði sjaldnar. Elda- mennskan var í verkahring móður- systur hennar sem einnig bjó á heimilinu og við krakkarnir fengum lítið að koma nálægt því. Þegar síðan mamma var að heiman spreytti ég mig stundum í bakarahlutverkinu, en slíkar tilraunir voru sjaldnast til vinsælda fallnar.“ Kúlur, kökur og kossar En aftur að smákökunum: Nokkr- ar sortir þykja Hildi ómissandi um hver jól. „Kókossúkkulaðikúlurnar koma frá æskuheimilinu hans Krist- jáns. Góðu Royal-smákökurnar hennar mömmu eru vinsælastar og svo eru kornflextopparnir alltaf gerðir með hefðbundnum hætti. Öldukökur er svo enn ein sortin; brúnar smákökur með rúsínum og haframjöli, sem fá litinn af sósulit,“ segir Hildur. „Við bökum líka negra- kossa nema hvað við erum hætt að kalla þá því nafni og tölum bara núna um brúna kossa. Loks er fastur liður að gera kökur sem fengið hafa nafnið Draumur Sófusar og Hannibal.“ Undarleg uppskriftanöfn Kökurnar sem Hildur nefnir kunna sumar að koma sumum les- endum spánskt fyrir sjónir, og alls ekki útilokað að þeir eigi til sömu eða svipaðar uppskriftir í sínum kokkabókum en undir öðru nafni. „Þetta eru uppskriftir sem borist hafa manna á milli, og eins og geng- ur og gerist þegar maður afritar uppskrift í bókina sína skrifar mað- ur við nafnið á þeim sem maður fékk hana hjá,“ segir Hildur sem safnar enn uppskriftum og skrifar inn í bækur. „Þetta er arfleifð frá þeim tíma þegar ekki voru matreiðslu- bækur fáanlegar á hverju horni.“ Bæði Draumi Sófusar og Hanni- bal lýsir Hildur sem einföldum upp- skriftum því ekki þurfi að hnoða deigið og dugi að skella beint í góða hrærivél. „Í Draum Sófusar er m.a. notað hjartarsalt, smjör, sykur og vanillusykur, og búnar til litlar kúl- ur. Kökurnar breiða svolítið úr sér í bakstrinum og eru mjúkar og góðar. Hannibal er aftur á móti með súkku- laði, möndlum og púðursykri,“ segir hún. „Svo notum við að sjálfsögu bara smjör í allan okkar bakstur enda höfum við lengi vitað að það gerir kökurnar betri.“ ai@mbl.is Lúsíubrauð – Lussekatter 100-150 g smjörlíki eða smjör 50 g ger 5 bollar mjólk 1 bolli sykur ½ teskeið salt Um 1½ l hveiti 2 pakkar saffran (1 g) 1-2 egg 1 egg til að pensla með Rúsínur Bakstur „Við hefjum oftast jólabaksturinn á því að baka sænskt Lúsíubrauð á Lúsíudaginn,“ segir Hildur Helga. Fjölskyldan minnist þess enn hvað jólakökur glöddu eftir flutninga frá Svíþjóð. Sænskar, vest- firskar og austfirskar hefðir mætast í bakstr- inum á heimilinu. Þegar smákökurnar björguðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.