Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 61
É g geri heilmikið af til- raunum fyrir jólin og er yf- irleitt byrjuð í október, eig- inmanninum til ómældrar gleði, svo yfirleitt baka ég ekki sömu smákökurnar ár eftir ár,“ segir Sig- rún Þorsteinsdóttir, sem heldur úti heimasíðunni cafesigrun.com. „Ég geri þó alltaf piparkökur og á yfirleitt mörg kíló af hollu konfekti í ísskápnum sem dugar yfirleitt fram undir janúar! Það er algjörlega ómissandi með kaffinu.“ Umræddur eiginmaður nefnist Jóhannes Erlingsson, en hann sér um að forrita vefinn fyrir Sigrúnu. Uppskriftirnar hefur Sigrún sett saman sjálf en þær bera það allar með sér að Sigrún sjálf borðar hvorki sykur, smjör né rjóma, né annað sem myndi flokkast sem óhollusta. Um jólahald á heimilinu segir Sig- rún fjölskylduna ekkert vera sér- staklega fastheldna á hefðir. „En höfum reyndar yfirleitt alltaf aspassúpu, góða hnetusteik og sósu, eitthvert frábært salat og auðvitað hollan eftirrétt (t.d. ís eða köku og smákökur). Maðurinn minn á það til að borða eitthvert kjötmeti líka en hann er ekki grænmetisæta eins og ég. Þá reyni ég að haga því þannig að meðlætið passi bæði með hnet- usteik og kjöti og það hefur tekist vel,“ segir Sigrún. Hún fékkst til að deila með les- endum girnilegum og hollum upp- skriftum að smákökum, konfekti og eftirmat. En hvað finnst Sigrúnu ómissandi á jólum? „Piparkökur, óáfengt jólaglögg og Kenny Rogers og Dolly Parton. Ég þori varla að viðurkenna það, ég kenni eiginmanninum um, hann neit- ar að hlusta á neitt annað fyrir jólin enda sterk hefð í hans fjölskyldu en það má aðeins spila skötuhjúin í stuttan tíma í einu áður en við fáum bæði nóg,“ segir Sigrún að lokum. birta@mbl.is Ískonfekt Gerir 25-30 mola 125 g cashewhnetur 60 ml appelsínusafi 2 msk agavesíróp 2 msk kókosolía 100 g dökkt, lífrænt framleitt súkkulaði með hrásykri 1. Leggið cashewhnetur í bleyti í nokkra klukkutíma (eða yfir nótt). 2. Hellið vatninu af hnetunum og setjið í matvinnsluvél. Blandið á fullum krafti í a.m.k. eina mínútu. 3. Skafið hliðar matvinnsluvélarinnar og blandið áfram í 30 sekúndur. 4. Bætið kókosolíunni og agave- sírópinu út í og haldið áfram að mala í nokkrar sekúndur. 5. Skafið hliðarnar aftur og blandið í 30 sekúndur. Hellið appelsínusaf- anum út í, í mjórru bunu, og bland- ið aðeins áfram eða þangað til cashewblandan er orðin mjúk. 6. Hellið ísnum í konfektmót úr sili- koni (það verður að vera auðvelt að losa ísinn úr mótinu, þess vegna er silikon best). 7. Ef þið eigið ekki silikonmót færið ísinn þá yfir í ísvél í 30 mínútur. Setjið svo ísinn í plastbox og inn í frysti. 8. Ef ekki er notuð ísvél má frysta ís- inn í plastboxi og hræra í honum á um 30 mínútna fresti í um 3-4 tíma. 9. Áður en ísinn harðnar alveg er best að skafa litlar kúlur með mel- ónuskeið. Setjið kúlurnar í box og frystið helst yfir nótt eða þangað til kúlurnar eru grjótharðar. 10. Bræðið súkkulaðið yfir vatns- baði. (Setjið svolítið vatn í lítinn pott. Setjið skál ofan á pott þannig að skálin sitji á brún- unum. Setjið súkkulaðið ofan í skálina og bræðið yfir vægum hita.) Gætið þess að ofhita ekki súkkulaðið og það má alls ekki fara dropi af vatni ofan í skálina. 11. Takið súkkulaðið af hitanum og látið það kólna í fimm mínútur. 12. Takið ískúlurnar úr frystinum (eina í einu) og dýfið með skeið í súkkulaðið eða makið hverja kúlu með súkkulaði (hellið með teskeið yfir). 13. Látið storkna á bökunarpappír og setjið svo aftur inn í frysti. 14. Áður en ískonfektið er borðað þarf að láta það þiðna í 5-10 mínútur.  Það má dýfa kúlunum t.d. í kók- osmjöl eða saxaðar hnetur áður en súkkulaðið harðnar alveg.  Nota má hvaða ís sem er inn í kon- fektið en mikilvægt er að hann sé gaddfrosinn.  Nota má carob- eða hvítt/ljóst súkkulaði í staðinn fyrir dökkt.  Nota má hlynsíróp í stað agave- síróps.  Nota má macadamia-hnetur í staðinn fyrir cashew-hnetur. Ávaxtakonfekt Gerir 40-45 kúlur 100 g þurrkaðar aprikósur, sax- aðar gróft (kaupið þessar brúnu, lífrænt ræktuðu ef þið getið) 100 g döðlur, saxaðar gróft 100 g kókosmjöl 25 g kakó 70 g dökkt, lífrænt framleitt súkkulaði með hrásykri, saxað smátt 2 msk agavesíróp 2 msk kókosolía smá kakó eða kókosmjöl til að velta kúlunum upp úr 1. Saxið döðlur og aprikósur gróft og leggið í bleyti í 30 mínútur. 2. Hellið vatninu af (ekki notað) og setjið döðlurnar og aprikósurnar í matvinnsluvél. 3. Látið vélina vinna í upp undir mín- útu þannig að allt blandist vel saman. 4. Setjið agavesíróp, kakó, kók- osmjöl og saxað súkkulaði út í. Blandið í nokkrar sekúndur. 5. Bætið kókosolíu út í og blandið í nokkrar sekúndur. 6. Hnoðið blönduna aðeins saman með höndunum og setjið hana svo í ísskáp í 30 mínútur. 7. Mótið kúlur sem eru 12 grömm að þyngd hver (mega vera stærri eða minni) en mér finnst þetta fín stærð.  Einnig má sleppa því að setja súkkulaðið inn í kúlurnar og bræða frekar súkkulaði til að dýfa konfektinu ofan í. Þá er best að bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði. Best er að hita vatn í potti (bara botnfylli) á vægum hita. Setjið skál ofan í sem situr á brúnum pottsins og brjótið súkkulaðið ofan í. Fylgist með því og hrærið öðru hvoru. Gætið þess að það ofhitni ekki og að ekki fari vatn ofan í súkkulaðiskálina.  Nota má carob í stað súkkulaðis.  Nota má fíkjur í staðinn fyrir aprí- kósur. Mörg kíló af konfekti Sigrún Þorsteinsdóttir heldur úti heimasíð- unni cafesigrun.com þar sem má finna fjöldann allan af holl- um og girnilegum uppskriftum. Ljósmynd/Kristinn Magnússon Hollt og gott Sigrúnu finnast piparkökur og ááfeng jólaglögg ómissandi um jól auk Dolly Parton og Kenny Rogers. Ískonfekt Ávaxtakonfekt 48 Jólablað Morgunblaðsins 2010  Langar þig að geta gert gelneglur á klukkutíma Þú getur lært það í Finailly naglaskólanum Skráning á námskeið er í síma 777 9996. Helga Sæunn. Fimmtán ára reynsla í faginu. Naglaskólinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.