Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 29
S
kötunni fylgir skrýtin en
skemmtileg menning. Þó
að sá siður að vera með
skötu á borðum á Þorláks-
messu sé upphaflega vestfirskur
kemur þetta fiskmeti ekki þaðan
lengur. Nú veiðist skatan helst við
suðurströndina og kemur úr ver-
stöðvum austan frá Höfn og vestur
í Sandgerði,“ segir Steingrímur
Ólason, kaupmaður í Fiskbúðinni
við Sundlaugaveg í Reykjavík.
Sleppa öllu góðgæti
Á afar mörgum íslenskum heim-
ilum er skata í matinn á messu
heilags Þorláks, ellegar saltfiskur
fyrir þá sem treysta sér ekki í hið
kæsta og ramma bragð. Í kaþólsk-
um sið var fasta fyrir jólin og átti
þá, að því er segir á Vísindavef
Háskóla Íslands, að sleppa öllu
góðgæti og einna helst á Þorláks-
messu. Þessir matsiðir héldust í
stórum dráttum þótt hætt væri að
tilbiðja Þorlák sem dýrling.
Aðalreglan var að borða lélegt
fiskmeti á þessum degi, en mis-
jafnt var hvað hentaði best á
hverjum stað. Á Suðurlandi var
sumstaðar soðinn horaður harð-
fiskur en um þetta leyti árs veidd-
ist skata einkum á Vestfjarða-
miðum. Hún þótti enginn
herramannsmatur ótilhöfð og varð
því Þorláksmessumatur.
Gráskata við suðurströnd
Í aldanna rás tókst Vestfirð-
ingum að tilreiða úr skötunni ljúf-
meti eins og skötustöppuna með
þeirri lykt sem er óbrigult merki
þess að jól séu í nánd. Þegar leið
svo fram á 20. öldina flykktist fólk
úr öllum byggðarlögum á suðvest-
urhorn landsins, Vestfirðingar ekki
síður en aðrir. Með þeim festi
skötumenning Þorláksmessu rætur
í Reykjavík eins og annars staðar
um landsins byggðu ból.
„Undirbúningur að skötuveisl-
unni miklu hefst í byrjun hvers árs
og talsvert er fyrir þessu haft,“
segir Steingrímur. „Og skata er
ekki bara skata. Náskatan fæst á
Breiðafjarðarmiðum og fyrir norð-
an land en gráskatan hér við
suðurströndina. Tindabykkjan
kemur að vestan. Maður er allt ár-
ið að draga að sér skötuna og á
haustin er skatan sett í kös og þar
er hún geymd í nokkra mánuði við
rétt hitastig og aðstæður.“
Pakksaddur á eftir
Steingrími þykir matarmenning
Þorláksmessunnar skemmtileg.
Sjálfur hefur hann gjarnan boðið
vinum og kunningum til skötu-
veislu á þessum degi ellegar síð-
ustu helgina fyrir jól, þar sem jafn-
an er fjölmennt og fiskmeti gerð
góð skil.
„Skatan er matarmikil og þung í
maga. Þú ert pakksaddur á eftir,
bæði af þessum kjötmikla fiski og
eins af því sem fylgir; kartöflum,
rófum, hnoðmör eða hamsatólg. En
umfram annað er þetta alveg
herramannsmatur sem fylgir hin
ljúfa jólalykt. Eða það finnst mér,“
segir fisksalinn í Laugarneshverf-
inu.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Veisla Skatan er í hávegum höfð á Þorláksmessu meðal annars á veitingastaðnum Þremur Frökkum þar sem þessi mynd var tekin fyrir síðustu jól af vinahóp í mat sem skálaði fyrir skötunni.
Kúnstugur siður úr kaþólskri hefð
Ljúfmeti og vestfirskur siður. Skatan veiðist við
suðurströndina. Fisksalinn er árið allt að draga
björg í bú. Matarmikill fiskur.
Morgunblaðið/Golli
Fiskur Steingrímur Ólason með fiskmetið, sem selst einkum fyrir Þorláksmessu. Hann tekur árið í að draga sköt-
una að sér sem er lögð í kæsingu á haustin. Hún er herramannsmatur þó margir treysti sér ekki í hið kæsta bragð.
16 Jólablað Morgunblaðsins 2010
solskinsbarn.is