Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 96
Jólablað Morgunblaðsins 2010 83
„Hugmyndin er að á hverju ári komi nýr hringur
með nýju mynstri hverju sinni,“ segir Erling Jó-
hannesson gullsmiður um nýjan jólaservíettuhring
úr sinni smiðju.
„Einnig langar mig að stækka verkefnið eftir því
sem fram vindur og bæta inn í línuna fleiri hlutum
sem munu kallast á við mynstrið á hverju ári.“
Hringurinn nýi er þá sá fyrsti í röðinni og því
hægt að byrja að safna strax.
Jólaservíettuhringur Erlings fæst meðal annars í
Aurum í Bankastræti, Epal, Kokku, Kraumi, Lista-
safni Íslands og á Hönnunarsafni Íslands.
Leikari og gullsmiður
Erling er lærður gullsmiður og leikari. Hann hef-
ur að mestu unnið sjálfstætt sem gullsmiður og
hönnuður en hefur einnig unnið á ýmsum verk-
stæðum, til að mynda hjá Georg Jensen í Dan-
mörku.
Erling segist í hönnun sinni leitast við að einfalda
formhugmyndir svo að engu sé ofaukið, það skili
verkum sem séu ákaflega stílhrein og fáguð í ein-
faldleika sínum.
birta@mbl.is
Nýr jólaservíettuhringur
Nýr servíettuhringur sem markar upphafið að
árlegri hönnun gullsmiðsins
Flott Stílhreinn og fallegur Jólaservíettuhringur Erlings.
Herdís Anna Sveins-
dóttir, 4 ára.
Hvað langar þig að fá í jólagjöf?
Mig langar að fá Barbie.
Hver er uppáhaldsjólasveinninn
þinn?
Leppalúði.
Hver á afmæli á jólunum?
Ég á afmæli 2. janúar.
Hefur þú fengið kartöflu í skóinn?
Nei.
Hvað borðar þú á jólunum?
Rjúpu.
Hjá sumum ríkir ekki minni eftirvænt-
ing yfir því að opna jólakortin en jóla-
gjafirnar.
Misjafnt er hvernig fólk hagar jóla-
kortalestri sínum. Sumir opna umslögin
jafnóðum og þau berast og stilla þeim
upp í stofunni. Aðrir bíða fram til jóla
með að gægjast í umslögin og opna þau
þá ýmist fyrir eða eftir matinn. Sumir
byrja á að opna jólakortin, aðrir gera
það með eftirmatnum og enn aðrir gera
það í lok kvölds, rétt áður en skriðið er í
ból. Þá eru enn aðrir sem opna jólakort-
in í hádeginu á aðfangadag.
Sama hvenær kortin eru opnuð er
gaman að gleðjast yfir góðum vinum og
fjölskyldumeðlimum sem senda góðar
kveðjur um jólin.
birta@mbl.is
Jólakveðjur frá góðum vinum
Ólafur Þór Helgason,
3 ára.
Hvað langar þig í í jólagjöf?
Krana-Legó.
Hver er uppáhaldsjólasveinninn
þinn?
Hurðaskellir.
Hvað borðarðu á jólunum?
Hafragraut með slátri.
Hefurðu fengið kartöflu í skóinn?
Nei! Það er bara grænmeti. Maður
fær bara dót í skóinn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jólavörurnar komnar Undirföt • Náttföt • NáttkjólarSloppar • Heimagallar
Hæðasmára 4
- Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind
Símar 555 7355 og 553 7355 - www.selena.is
Vertu vinur á Facebook
Opið virka daga kl. 11-18,
laugard. kl. 11-15
Sloppur
10.700
Náttföt
14.900 Náttkjóll
8.800
Undirfatasett
10.500
Undirfatasett
11.100