Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 21
Jólasveinarnir búa hér í Dimmuborgum íMývatnssveit,“ segir Eyrún Björns-dóttir. Ferðaþjónustan í Mývatnssveit ogSkútustaðahreppur standa fyrir fjöl-
breyttri dagskrá á aðventunni þar sem heim-
sókn til jólasveinanna í Dimmuborgum er há-
punkturinn. Nokkur ár eru síðan dagskrá
undir þessum formerkjum í aðdraganda
jólanna var hrundið af stað nyrðra og hefur
hún orðið fjölsóttari með hverju árinu.
Dagur í vetrarríkinu
„Við hvetjum fjölskyldur til að koma og eiga
eftirminnilegan dag hér í vetrarríkinu við Mý-
vatn, hitta jólasveinana og skemmta sér sam-
an. Þetta hefur verið mjög vinsælt og í fyrra
komu um 2.400 gestir í Dimmuborgir til að
hitta þessa skemmtilegu sveina,“ segir Eyrún
sem rekur fyrirtækið Hike & Bike.
Skútustaðahreppur er aðili að Christmas Ci-
ties Network, sem er samstarf fjögurra svæða
og borga í Evrópu þ.e. Mývatnssveitar, Steyr í
Austurríki, Sélestad í Frakklandi og Himmel-
pfort í Þýskalandi.
Meðal einstakra viðburða í Mývatnssveit nú
á aðventunni má nefna markaðsdaginn Mat og
muni sem er haldinn í Jarðböðunum 27. nóv-
ember og 11. desember. Þar mun handverks-
fólk í sveitinni selja ýmislegt handverk, svo
sem prjónavörur, skartgripi, heimagerð mat-
væli og fleira. Þá sýnir Möguleikhúsið í sam-
starfi við Vogafjós leikverkið Aðventu, eftir
hinni þekktu skáldsögu Gunnars Gunn-
arssonar þar sem segir frá Fjalla-Bensa sem
flæktist um á fjöllum með hundinum Leó og
forystuhrútnum Eitli.
Dagskráin er þétt allar helgar fram til jóla:
tónleikar, jólahlaðborð, leiksýningar og margt
skemmtilegt um að vera í sveitinni og jóla-
sveinar jafnan á stjái í borgunum dimmu.
Aðventuferð
Hinn 4. desember bjóða Mývetningar í
samvinnu við Flugfélag Íslands upp á
aðventuferð norður. Flogið er til Akureyrar
snemma morguns og þaðan svo haldið austur
á bóginn þar sem Ketkrókur slæst með í för.
Höfð er viðkoma í fuglasafni Sigurgeirs í Ytri
Neslöndum, farið í Dimmuborgir og
heimkynni jólasveinanna skoðuð, borðað úr
búri jólasveinanna í Kaffi Borgum og komið
við á laufabrauðsdegi Dyngjukvenna í Voga-
fjósi þar sem allir fá að skera út sína laufa-
brauðsköku. Í lok dags er svo haldið í
Jarðböðin við Mývatn en kl.17 koma jóla-
sveinarnir úr Dimmuborgum í sitt árlega
jólabað.
sbs@mbl.is
visitmyvatn.is
flugfelag.is
Dagur með jólasveinum í Dimmuborgum
Mývatnssveit Klettarnir í Dimmuborgum búa yfir dulmagni. Á vetrardögum þegar snjó hefur lagt yfir staðinn sjást ýmsar kyjamyndir í klettum og rammíslenskir jólasveinar spretta fram.
Fjölbreytt jóladagskrá í Mý-
vatnssveit. Skemmtilegir
sveinar. Fuglasafn, Fjalla-
Bensi og laufabrauð.
110 Jólablað Morgunblaðsins 2010
Vox feminae
Cantabile
Stúlknakór Reykjavíkur
Stjórnandi
Margrét J. Pálmadóttir
Miðaverð 4000 kr.
(3000 kr. í forsölu)
Maríus Sverrisson
einsöngur
AÐVENTUTÓNLEIKAR 2010 Í HALLGRÍMSKIRKJU
Forsala aðgöngumiða er hjá kórfélögum og í Domus vox, Laugavegi 116
Sími 511-3737, 893-8060 og 863-4404. www.domusvox.is Það er talsverð vinna að ferja 23 metra jólatré um Manhattan-borg og morgunljóst að það er ekki eins manns verk.
Árlega eru tendruð ljós á himinháu jólatré við Rockerfeller-torgið á Manhattan og það verður gert þann 30. nóv-
ember næstkomandi.
Tréð var höggvið á landi slökkviliðsmannsins Peter Acton og eiginkonu hans Stephany í Macopac í New York.
Reuters
Svífandi jólatré?