Morgunblaðið - 27.11.2010, Page 21

Morgunblaðið - 27.11.2010, Page 21
Jólasveinarnir búa hér í Dimmuborgum íMývatnssveit,“ segir Eyrún Björns-dóttir. Ferðaþjónustan í Mývatnssveit ogSkútustaðahreppur standa fyrir fjöl- breyttri dagskrá á aðventunni þar sem heim- sókn til jólasveinanna í Dimmuborgum er há- punkturinn. Nokkur ár eru síðan dagskrá undir þessum formerkjum í aðdraganda jólanna var hrundið af stað nyrðra og hefur hún orðið fjölsóttari með hverju árinu. Dagur í vetrarríkinu „Við hvetjum fjölskyldur til að koma og eiga eftirminnilegan dag hér í vetrarríkinu við Mý- vatn, hitta jólasveinana og skemmta sér sam- an. Þetta hefur verið mjög vinsælt og í fyrra komu um 2.400 gestir í Dimmuborgir til að hitta þessa skemmtilegu sveina,“ segir Eyrún sem rekur fyrirtækið Hike & Bike. Skútustaðahreppur er aðili að Christmas Ci- ties Network, sem er samstarf fjögurra svæða og borga í Evrópu þ.e. Mývatnssveitar, Steyr í Austurríki, Sélestad í Frakklandi og Himmel- pfort í Þýskalandi. Meðal einstakra viðburða í Mývatnssveit nú á aðventunni má nefna markaðsdaginn Mat og muni sem er haldinn í Jarðböðunum 27. nóv- ember og 11. desember. Þar mun handverks- fólk í sveitinni selja ýmislegt handverk, svo sem prjónavörur, skartgripi, heimagerð mat- væli og fleira. Þá sýnir Möguleikhúsið í sam- starfi við Vogafjós leikverkið Aðventu, eftir hinni þekktu skáldsögu Gunnars Gunn- arssonar þar sem segir frá Fjalla-Bensa sem flæktist um á fjöllum með hundinum Leó og forystuhrútnum Eitli. Dagskráin er þétt allar helgar fram til jóla: tónleikar, jólahlaðborð, leiksýningar og margt skemmtilegt um að vera í sveitinni og jóla- sveinar jafnan á stjái í borgunum dimmu. Aðventuferð Hinn 4. desember bjóða Mývetningar í samvinnu við Flugfélag Íslands upp á aðventuferð norður. Flogið er til Akureyrar snemma morguns og þaðan svo haldið austur á bóginn þar sem Ketkrókur slæst með í för. Höfð er viðkoma í fuglasafni Sigurgeirs í Ytri Neslöndum, farið í Dimmuborgir og heimkynni jólasveinanna skoðuð, borðað úr búri jólasveinanna í Kaffi Borgum og komið við á laufabrauðsdegi Dyngjukvenna í Voga- fjósi þar sem allir fá að skera út sína laufa- brauðsköku. Í lok dags er svo haldið í Jarðböðin við Mývatn en kl.17 koma jóla- sveinarnir úr Dimmuborgum í sitt árlega jólabað. sbs@mbl.is visitmyvatn.is flugfelag.is Dagur með jólasveinum í Dimmuborgum Mývatnssveit Klettarnir í Dimmuborgum búa yfir dulmagni. Á vetrardögum þegar snjó hefur lagt yfir staðinn sjást ýmsar kyjamyndir í klettum og rammíslenskir jólasveinar spretta fram. Fjölbreytt jóladagskrá í Mý- vatnssveit. Skemmtilegir sveinar. Fuglasafn, Fjalla- Bensi og laufabrauð. 110 Jólablað Morgunblaðsins 2010 Vox feminae Cantabile Stúlknakór Reykjavíkur Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir Miðaverð 4000 kr. (3000 kr. í forsölu) Maríus Sverrisson einsöngur AÐVENTUTÓNLEIKAR 2010 Í HALLGRÍMSKIRKJU Forsala aðgöngumiða er hjá kórfélögum og í Domus vox, Laugavegi 116 Sími 511-3737, 893-8060 og 863-4404. www.domusvox.is Það er talsverð vinna að ferja 23 metra jólatré um Manhattan-borg og morgunljóst að það er ekki eins manns verk. Árlega eru tendruð ljós á himinháu jólatré við Rockerfeller-torgið á Manhattan og það verður gert þann 30. nóv- ember næstkomandi. Tréð var höggvið á landi slökkviliðsmannsins Peter Acton og eiginkonu hans Stephany í Macopac í New York. Reuters Svífandi jólatré?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.