Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 92
Jólablað Morgunblaðsins 2010 79
– gerir lífið bjartara
...skrifborðslampar, útiljós, breytiklær, flúrljós,
ljósaperur,dyrabjöllur,vírar,kaplar, rafhlöður, borð-
viftur, spennubreytar, fjöltengi, framlengingar-
snúrur, símavörur, raflagnaefni, verkfæri og minni
heimilistæki.
Framtíðin er björt
Ármúla 19 · Sími 568 1620 · www.gloey.is · gloey@gloey.is
Verð
kr. 15.890,-
Vestanhafs þykir enginn drykkur jafnjólalegur og
eggjapúnsið (e. eggnog). Eins og vera ber er hægt að
kaupa þennan undradrykk í nokkrum útgáfum í fern-
um í bandarískum verslunum, og eins ekki óalgengt
að púnsið blandi hver fjölskylda eftir eigin ættarupp-
skrift. Hvernig sem uppskriftin er á hverjum stað er
víst að fáum þykir vont að fá sér þó ekki væri nema lít-
inn sopa af þessum dísæta, bráðfeita, áfenga og yndis-
lega drykk. Svo er líka kjörið fyrir hagsýnar hús-
mæður að blanda púnsið ef mikið er eftir afgangs af
eggjarauðum frá smákökubakstrinum.
Þeir sem vilja spreyta sig á púnsblöndunni þessi jól
ættu að prufa þessa uppskrift, sem er sú allra vinsæl-
asta á stóru uppskriftasíðunni Allrecipes.com og hef-
ur þar fengið að jafnaði fullt hús stiga hjá yfir 380 les-
endum síðunnar þegar þetta er skrifað. Í þessari
uppskrift eru eggin ekki höfð hrá heldur elduð til að
draga úr líkunum á magakveisu.
Ekta amerískt eggjapúns
Uppskriftin dugar í 12 glös.
4 bollar mjólk
5 heilir negulnaglar
½ teskeið af vanilludropum
1 teskeið mulinn kanill
12 eggjarauður
1½ bolli sykur
2½ bolli „létt“ romm
4 bollar „léttur“ rjómi
aðrar 2 teskeiðar af vanilludropum
½ teskeið mulið múskat
Mjólk, negulnöglum, ½ teskeið af vanilludropum og
kanil blandað saman á pönnu og hitað á lægsta hita í
fimm mínútur. Blandan síðan hægt látin ná suðu.
Eggjarauðum og sykri blandað saman í stórri skál og
þeytt þangað til er orðið létt í sér. Þá er heitri mjólk-
urblöndunni bætt hægt út í á meðan þeytt er. Blönd-
unni er þá hellt aftur á pönnu og hitað á miðlungshita og
hrært stöðugt í um þrjár mínútur eða þar til blandan
þykknar. Ekki má leyfa blöndunni að sjóða á pönnunni í
þetta sinn.
Blöndunni er þá umhellt í gegnum sigti til að fjar-
lægja negulnaglana og leyft að kólna í klukkustund.
Rommi, rjóma, 2 tsk vanilludropum og múskati er þá
blandað út í og loks geymt í kæli yfir nótt. ai@mbl.is
Kaloríubomba
í anda jólanna
Morgunblaðið/Kristinn
Nammi Jólaglögg er ekki svo flókið að útbúa og góð leið til
að nýta afgangs eggjarauður.
AUGLÝSINGASÍMI 569 1100