Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 88
Jólablað Morgunblaðsins 2010 75 B ók er nefnd Út í birtuna – hugvekjur í máli og myndum, og er eftir þær Arnfríði Guðmundsdóttur guðfræðiprófessor og listakonuna Æju. Í bókinni leggur Arnfríður út af völdum textum úr Biblíunni í þeim tilgangi að gera þá aðgengilegri lesandanum. Hugleiðingar hennar eru stuttar og hnitmiðaðar og öðlast nýja vídd með mynd- um Æju. Bókin er afar eiguleg, fallegar myndir styðja textann sem inniheldur meðal annars jákvæðan boðskap sem nýtist öllum. Hér má sjá brot úr bókinni, textabrot úr Biblíunni og hugvekju Arnfríðar: En það bar til um þessar mundir að boð kom frá Ágústusi keisara, að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Þetta var fyrsta skrásetn- ingin og var gerð þá er Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi. Fóru þá allir til að láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar. Þá fór og Jósef úr Galíleu frá borginni Nas- aret upp til Júdeu, til borgar Davíðs, sem heitir Betlehem, en hann var af ætt og kyni Davíðs, að láta skrásetja sig ásamt Maríu heitkonu sinni sem var þunguð. En meðan þau voru þar kom sá tími er hún skyldi verða léttari. Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu af því að eigi var rúm fyrir þau í gistihúsi. (Lúk 2.1-7) Við þekkjum þessa sögu vel, sjálft jóla- guðspjallið. Öðru máli gegnir hvort við höfum gefið okkur tíma til að staldra við og íhuga merkingu og boðskap sögunnar um fæðingu litla Jesúbarnsins í jötu. Það er í raun svo margt í jólasögunni sem vekur spurningar. Hvernig gat María farið alla þessa leið, svona á sig komin? Hvers vegna í fjárhúsi? Hvers vegna var enginn tilbúinn til að skjóta skjólshúsi yfir konu sem komin var að því að fæða? Er það annnars ekki skrýtið að hugsa sér fæðingu frelsarans innan um jórtr- andi húsdýrin? Samkvæmt jólaguðspjallinu var það ein- mitt svona sem Guð valdi að koma til okkar. Í fátækt og umkomuleysi en ekki í mætti og dýrð. Í myrkri um miðja nótt. Og þannig kemur Guð til okkar á hverjum jólum. Boð- skapurinn um fæðingu frelsarans hljómar á meðal okkar á myrkasta tíma ársins. Umvaf- in myrkri tökum við undir lofsöng englanna. Töfrar jólanna taka völdin þegar Guð breytir myrkri í ljós, hreysi í höll, jötu í hásæti. Þessir töfrar taka völdin í lífi okkar þegar birta jólastjörnunnar lýsir upp tilveruna, þegar við meðtökum undrið þó við skiljum það ekki og tökum af heilu hjarta undir með þeim sem fagna vegna þess að Guð er á með- al okkar. birta@mbl.is Út í birtuna Lagt er út af völdum textum úr Biblíunni í texta og myndum í nýrri bók eftir þær Arnfríði Guðmundsdóttur og Æju – Þóreyju Magnúsdóttur. Það getur verið vandasamt að skreyta jólabaksturinn fallega. Finna má í betri verslunum alls kyns hjálpartæki, spaða og brúsa sem eiga að gera skreytingarnar auðveldari en skreytingarstarfið er samt alltaf flókið og krefst mikillar þjálfunar og natni ef útkoman á að vera góð. Kökuskreytingarpenninn (e. frosting decorating pen) frá Kuhn Rikon kann að breyta þessu. Hér er á ferð lítill vöndur sem knúinn er áfram af tveimur raf- hlöðum. Brúsum með kremi, sósu eða sultu er komið fyrir í tækinu og síðan einfaldlega þrýst létt á hnapp til að innihaldið streymi fram. Þeg- ar hnappnum er lyft fer mótorinn hins vegar í bakkgír og dregur fyll- inguna aftur inn, sem auðveldar skreytingameistaranum að stoppa í miðri línu. Með skreytipennanum fylgja sex mismunandi sprautuhausar, s.s. flatur haus, kringlóttur og stjörnu- laga, en einnig mjór og langur sem hentar til að fylla t.d. kleinuhringi. Galdravöndurinn er til sölu í fjölda verslana á netinu og kostar víðast hvar á bilinu 20 til 30 Banda- ríkjadali. ai@mbl.is Sætt Það munar um að geta dúllað við baksturinn. Galdra- vöndur fyrir köku- skreyting- arnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.