Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 106
Fátt jafnast á við að japla á góðum
piparmintustaf í jólafríinu. Fátt
jafnast heldur á við skemmtilegan
jólagleðskap þar sem skálað er í
góðum jólasnafs og kroppurinn
skekinn í takt við jólasmellina.
En skyldi vera hægt að sameina
þetta tvennt?
Jú, viti menn, netið bjargar mál-
unum. Þar má finna þetta bráðsnið-
uga snafsglas til sölu sem, eins og
myndirnar sýnir glögglega, er gert
úr einum samfelldum pipar-
mintubræðingi.
Næsta víst er að þetta bragðgóða
glas getur bætt nýrri vídd við
drykkjumenninguna um jól og ára-
mót, og kannski að mintan bæti
nýri bragðvídd í marga hefð-
bundna og óhefðbundna partí-
drykki.
Svo þegar partíð er búið má auð-
vitað japla á glasinu, og knúsa
mannskapinn með piparmintuilm
frá vitunum.
Finna má þessi glös til sölu víða,
m.a. á Incrediblethings.com (leita
að „Candy Cane Shot Glass“) og
kostar fjóra bandaríkjadali stykkið.
ai@mbl.is
Piparmintuglens
í jólapartíið
Jólaskraut sem stendur fyrir kær-leika og er selt til styrktar fötl-uðum börnum hlýtur að flokkastundir góð kaup.
Undanfarin átta ár hefur ný Kær-
leikskúla litið dagsins ljós ár hvert.
Nýr listamaður er fenginn ár hvert til
að hanna kúluna eftir sínu höfði og í
ár er það listakonan Katrín Sigurðar-
dóttir sem hannar Kærleikskúluna.
Hún opnaði meðal annars einkasýn-
ingu á verkum sínum í Metropolitan-
safninu í New York á dögunum.
Það er Styrktarfélag lamaðra og
fatlaðra sem stendur að útgáfu kúl-
unnar en allur ágóði af sölu hennar
rennur til starfsemi félagsins í
Reykjadal. Tilgangurinn er að auðga
líf fatlaðra barna og ungmenna.
Kúlan kemur í takmörkuðu upplagi
ár hvert en hverri kúlu er pakkað inn
af mikilli natni á vinnustofunni Ási,
sem er verndaður vinnustaður.
Jólakötturinn í kvæði
Auk Kærleikskúlunnar kemur frá
Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra ár
hvert jólaórói í jólasveinaseríu sem á
endanum kemur til með að mynda
alla liðsmenn jólasveinafjölskyld-
unnar.
Í ár er það Jólakötturinn sem er
yrkisefni höfundarins Þórarins Eld-
járn og efniviður hönnuðanna Snæ-
fríðar og Hildigunnar. Þær síðast-
nefndu hanna óróann sjálfan en
Þórarinn yrkir um köttinn og fylgir
kveðskapurinn með óróanum.
Ágóðinn rennur, líkt og af
Kærleikskúlunni, til góðra verka en
það er æfingastöð SLF sem nýtur
góðs af sölunni. Á æfingastöðinni fer
fram endurhæfing og þjálfun hátt í
þúsund íslenskra barna ár hvert.
Sala Kærleikskúlunnar og jólaóró-
ans hefst laugardaginn 4. desember
og stendur til 18. desember.
birta@mbl.is
Jólakúlur Kærleikskúlurnar frá upphafi. Þær eru eins misjafnar og þær eru margar enda hönnuðirnir ólíkir.
Kisi Jólakötturinn er heldur ófrýnilegur.
Fjarlægð
Þegar ég horfði inn í kúluna í fyrstu, þá sá ég
fyrir mér þekkt minni; lítinn heim innan í kúl-
unni, og endimörk hans, glerið sjálft eins og
sjóndeildarhring þess sem horfir innan úr
miðju hans. Kúlan er alheimur í sjálfum sér,
en í hönd manns er þessi litla veröld bara
ögn í stærri alheimi, lítill viðkvæmur hlutur í
hönd einhvers sem starir inn í hann.
Fjöllin sem prentuð eru á kúluna eru dregin
upp af ljósmyndum sem ég tók eða safnaði
af íslenskum fjöllum á árinu 2010.
Katrín Sigurðardóttir
Kærleikur í kúlu
Kærleikskúlan og jólaóróinn eru framleidd til að
styrkja stöðu fatlaðra barna hér á landi.
Jólablað Morgunblaðsins 2010 93
Austfirsk vöruhönnun, gæðahandverk & myndlist
Hreindýraleður, horn, bein og Hallormsstaðaviður
Gjafakörfur með matarminjum frá Austfirskum Krásum
Gjafabréf frá Húsi Handanna
Mikið úrval af fallegri íslenskri gjafavöru
H
ér
að
sp
re
nt
Miðvangi 1-3 - 700 Egilsstaðir
Sími 471 2433
Netfang: Info@hushandanna.is
Facebook: Hús Handanna art + design
Opið 10:00-18:00 virka daga
og 12:00 til 16:00 laugardaga
Jólagjöfin í ár kemur að austan!
700 EGILSSTAÐIR
Gleðileg jól
Grímsbæ / Bústaðarvegi
Vandaðar
og fallegar
vörur fyrir
konur á
öllum aldri.
St. 36 – 56
Sími 588 8050
Erum á Facebook. Vertu vinur.