Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 77
64 Jólablað Morgunblaðsins 2010
Þ
etta byrjaði allt þegar ég var að und-
irbúa fermingarveislu síðasta vor og
leitaði til Hafdísar því mig vantaði
kökudisk að láni. Þá fórum við að
tala um hvað vantaði kökudiska sem ekki
tækju allt plássið í eldhússkápunum,“ segir
Vilborg Aldís Ragnarsdóttir sem ásamt Haf-
dísi Heiðarsdóttur á og rekur Arcadesign, en
þær stöllur opnuðu nýverið fyrstu verslun sína
í Grímsbæ.
„Við byrjuðum því á að teikna upp kökud-
iskinn okkar, sem markaði upphafið að Arca-
design. Hann er úr plexigleri og kemur í afar
handhægum umbúðum. Einnig er auðvelt að
leggja hann saman eftir notkun svo hann tek-
ur afar lítið pláss inni í skáp.“
Hafdís segir að það sé hluti af hugmyndinni
um hönnun þeirra.
„Allar vörurnar okkar hafa þennan eigin-
leika, að hægt er að pakka þeim vel saman.
Þannig eru vörurnar tilvaldar gjafavörur til að
senda hvert á land sem er,“ segir Hafdís.
Stefna á erlendan markað
Þær Hafdís og Vilborg upplýsa blaðamann
um að orðið arca þýði aur á latínu og það hafi
verið markmið þeirra frá upphafi, að gera
hönnunina að sínu lifibrauði.
„Viðtökurnar hafa verið afar góðar. Frost-
rósirnar okkar eru til að mynda seldar í flug-
vélum Icelandair auk þess sem vörurnar okkar
fást á nokkrum stöðum á landinu, auk versl-
unarinnar í Grímsbæ að sjálfsögðu,“ segir
Hafdís. „Svo erum við að þreifa fyrir okkur er-
lendis, en það var annað markmið sem við
settum okkur í upphafi, að selja vörurnar okk-
ar á erlendri grund.“
Jólin eru á næsta leiti og þær stöllur hjá Ar-
cadesign tilbúnar í vertíðina, búnar að hanna
aðventukrans og aðventuljós svo fátt eitt sé
nefnt. Eins verður konukvöld í Grímsbæ þann
2. desember næstkomandi frá kl 18 til 21.
birta@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jólin koma Hafdís og Vilborg í nýopnaðri verslun Arcadesign í Grímsbæ. Þar eru ýmsar jólavörur á boðstólnum.
Þær Vilborg og Hafdís hanna jóla-
vörur úr plexigleri. Markmiðið
var að hanna fallega vöru sem
tekur ekki mikið skápapláss.
Frostrósir og aðventuljós
einstakt
eitthvað alveg
einstakar gjafir fyrir
einstök tækifæri
handa einstöku fólki
Skipholt 50A • sími: 581 4020
www.gallerilist.is