Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 55
Jólin eru sá tími árs sem öll fjölskyldangerir vel við sig í mat og drykk. Þarsem kisur og voffar eru á heimilum fáþau yfirleitt líka betri mat á þessum
árstíma, fyrir utan að standa sníkjuvaktina
við jólamatarborðið.
En jólamatur getur verið skaðlegur
gæludýrum og dýralæknar vara mjög ein-
dregið við því að hleypa köttum og hund-
um, eða öðrum dýrategundum ef því er að
skipta, í jólamatinn. Saltur, reyktur, feitur
og kryddaður maturinn sem okkur mann-
fólkinu þykir svo gott að háma í okkur get-
ur valdið dýrunum verulegum meltingar-
truflunum og veikindum. Þess þekkjast
jafnvel dæmi í allra ýktustu tilvikunum að
jólamatur hafi orðið gæludýrum að aldur-
tila. Hitt er hins vegar algengara að mikið
sé að gera hjá dýralæknum á jólum við að
sinna eigendum hunda og katta með ælu-
pest og niðurgang.
Frekar en að gefa dýrunum af manna-
matnum má frekar prófa að elda sér-
skammt af hollari mat. Kjúklingakjöt fellur
t.d. vel í kramið hjá flestum hundum og
köttum og svo lengi sem húðinni er sleppt
og kryddið látið vera ætti ögn af rifnum
kjúlla ekki að koma að sök. Vitaskuld verð-
ur að passa að engin bein fylgi með enda
geta þau flísast í sundur og valdið skaða.
ai@mbl.is
Jólakötturinn Kisi horfir dreymandi fram á veginn. Hann er kannski að hugsa um jólakrásirnar sem bíða hans.
Sætur Það væri erfitt að neita þessum hvutta um bita af jólaborðinu.
Jólagott fyrir ferfætlingana
Jólamatur getur farið illa í
dýrin og þarf að standast
sníkjulegt augnaráðið
42 Jólablað Morgunblaðsins 2010
Á jólunum getur
margt freistandi
verið uppi á borð-
um, en sumt af því
er hættulegt gráð-
ugum gæludýrum.
Súkkulaði, rúsínur
og hnetur eru
dæmi um mat sem
getur valdið eitr-
unareinkennum í
hundum og kött-
um, og þá auðvitað um leið allir réttir sem
innihalda slíkt, s.s. ensk jólakaka.
Jólarósin er með eitruð blöð og ef köttur
eða hundur ákveður að háma þau í sig er
vissara að hringja í dýralækninn. Sama
gildir um amaryllis og mistiltein sem eru
vinsælar skrautjurtir á jólum.
Jólalegt en hættulegt
Jólabakstur fyrir
besta vininn
Fátt er skemmtilegra en að gleðja gæludýrið sitt
með góðu nasli. Kjörið er að baka eina eða tvær
sortir af hundakexi með öllum jólakökunum, svo
voffi fái líka að smakka af góðgætinu. Hér eru tvær
uppskriftir að hundakexi fengnar af uppskrifta-
vefnum Allrecipes.com:
Hundakex með beikonfitu
2 og ½ bolli heilhveiti
½ mjólkurduft
1 matskeið hveitikím
1 teskeið nautakjötkraftur, mulinn
1⁄3 bolli beikonfita
1 egg
½ bolli ískalt vatn
Ofninn er hitaður upp í 175°C
Þurrefnunum blandað saman í meðalstórri skál.
Beikonfitu og eggi hrært saman við. Vatninu bætt
út í matskeið í senn þar til deigið er nógu rakt til að
loða saman. Degið rúllað á yfirborði með léttu hvei-
tilagi. Flatt út þar til er um 1,5 cm á þykkt.
Kökurnar skornar út og lagðar á bökunarbakk-
ann með a.m.k. 2 cm rými á milli.
Bakað í 25 til 30 mínútur og kælt vandlega áður
en voffi fær að smakka.
Hundakex með púðursykri
2 og ½ bolli heilhveiti
¾ bolli léttmjólkurduft
1 þeytt egg
½ bolli jurtaolía
2 teningar af nautakjötskrafti
¾ bolli sjóðandi heitt vatn
2 matskeiðar púðursykur
Ofninn hitaður í 150°C
Kjötkrafturinn leystur upp í vatninu og leyft að
kólna. Þurrefnunum, eggi, olíu, kjötkraftinum og
sykrinum blandað saman. Hnoðað í mínútu.
Deigið rúllað á yfirborði með þunnri hveitiskán,
þar til það er rösklega hálfur sentimetri á þykkt.
Deigið skorið út í kökur (helst í laginu eins og
bein) og bakað á smjörpappír í 30 mínútur.
Látið kólna alveg áður en borið er fram.