Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 25
S egja má að Brian Pilk- ington hafi blásið nýju lífi í íslensku jólasveinana. Landsmenn þekkja eflaust flestir heillandi teikningar þessa breska listamanns sem flutti hing- að til lands fyrir hálfum fjórða ára- tug og hefur á löngum og farsæl- um ferli þróað einstakan stíl í myndum sínum. Bókin Jólin okkar, sem Brian gerði í samvinnu við Jóhannes úr Kötlum árið 2001, lifir enn góðu lífi og bókin Jólasveinarnir 13 sem kom út á síðasta ári er einhver skemmtilegasta samantekt um líf og uppátæki jólasveinanna íslensku og þeirra ættboga sem til er. Forynjur á fjöllum Rekja má ævintýralega umgjörð- ina sem Brian hefur skapað utan um þá bræður töluvert lengra aft- ur í tímann eða til myndskreyt- ingar hans á Ástarsögu úr fjöll- unum eftir Guðrúnu Helgadóttur. Sú bók, sem hefur verið endur- prentuð ótal sinnum síðan 1981 og selst enn vel, segir af tröllum og ástum þeirra og sögusviðið háróm- antískt íslenskt hálendið. Þar fengu lesendur fyrst að upplifa í heildstæðu formi rammíslenskan Morgunblaðið/Golli Teiknarinn Brian Pilkington er hér umkringdur jólasveinunum sínum. Teiknarinn sem féll fyrir jólasveinunum Jólasveinarnir hans Brians Pilkingtons eru engum líkir. Í meira en áratug hefur hann kafað ofan í íslenska jóla- siði og komið til skila í skemmtilegum bókum sínum. söguheim Brians og hann sjálfur fór að rýna í menningar- og þjóð- sagnaarfinn. Lá beinast við að gera jólasvein- unum góð skil: „Þetta er miklu meira spennandi efni en ameríski jólasveinninn, og t.d. eitthvað sem útlendir ferðamenn virðast mjög áhugasamir um,“ segir Brian en jólasveinabókinni frá árinu 2001 var einmitt ekki síst beint að ferðamannamarkaðnum, þótt reynslan hafi sýnt að heimamenn kunna ekki síður vel að meta verk- ið. „Sú bók var gerð til að kynna íslensk jól og jólahefðir fyrir túr- istum, en fyrst og fremst var þetta efni sem mig hafði dauðlangað að gera bók um.“ Langdvalir á bókasafninu Brian kastar heldur ekki til höndunum við verkið. Hann þurfti t.d. að leggjast í töluverðar rann- sóknir til að draga upp rétta mynd af smæstu smáatriðum. „Um var að ræða ferli sem fól meðal annars í sér að lesa allt sem skrifað hefur verið um íslensku jólasveinana. Raunar er furðulítið til af bókum um þetta efni en mikið af smærri greinum og bútum hér og þar, og þurfti að grafa upp úr skjalasöfn- um Háskólabókasafnsins. Atriði eins og innviðir íslenskra torfhúsa, byggingarefni og skrautmunir skipta líka miklu máli. Jafnvel bara úr hvernig bollum jólasveinarnir drekka er nokkuð sem verður að vera alveg ekta,“ segir Brian. „Ég þurfti raunar að ráðfæra mig við þjóðháttafræðing um hvernig drykkjarmál jólasveinanna hefðu verið og kom honum alveg í opna skjöldu því þessu smáatriði hafði í sjálfu sér aldrei verið gefinn sér- stakur gaumur í fræðaheiminum. Eftir nokkurra daga umhugsun og rannsóknir komst hann að þeirri niðurstöðu að líkast til hefðu þeir notast við trékrúsir.“ Fastir í 18. öldinni Sú mynd sem Brian dregur upp af jólasveinunum hefur yfir sér andblæ 18. og 19. aldar íslensks bændasamfélags. Að festa jóla- sveinana við þennan tíma er ekki frá Brian komið heldur bendir hann á að sveinarnir hafi borið ein- kenni þessa tímabils allt frá því fyrst var byrjað að festa sögurnar um þá niður á blað. „Það er svo merkilegt með svona þjóðsögur, að þegar þær berast munnlega á milli manna eru þær stöðugt í endurnýj- un og mun nær fólki í tíma, en þegar sögurnar eru færðar í rit festast þær í tíma. Íslensku jóla- sveinarnir byrjuðu að rata í ritaðar og teiknaðar heimildir um miðbik 19. aldar og hafa því alla tíð borið yfirbragð þess tímabils.“ Þegar öll hugmyndavinnan ligg- ur fyrir er svo eftir að teikna. Bri- an segir að við gerð jólasveinabók- anna hafi álíka mikill tími farið í rannsóknarvinnuna og sjálfa teiknivinnuna. „Ég hef verið að teikna síðan ég var 14 ára, og sit við teikniborðið þetta níu til tíu klukkutíma á dag en er samt enn frekar lengi að klára eina mynd,“ segir hann og hlær en eina teikn- ingu getur tekið fleiri daga og jafnvel vikur að klára – allt eftir því hversu stór teikningin er og hversu mikið þarf að nostra við smáatriðin. Um andrúmsloftið sem hann nær að skapa segir Brian lyk- ilatriðið að hafa skýra hugmynd í kollinum og koma henni svo á blað: „Íslensku jólasveinarnir eru ekki vondir en þeir eru heldur ekki beinlínis góðir. Þeir eru hálfgerðir grallarar en um leið frekar áhyggjulausir, glaðlegir og láta kylfu ráða kasti. Þessu reyni ég svo að ná fram.“ ai@mbl.is 12 Jólablað Morgunblaðsins 2010 Rauðrófugló og Gulrófugló eru afbragðs meðlæti með ostum, grænmeti og kjötréttum s.s. villibráð. Einnig ofan á kexið eða brauðið á morgnana. BRAGÐAUKI ÚR ÍSLENSKUM RÓFUM Lífræn ræktun síðan 1990 Móðir Jörð ehf. - Vallanesi - Fljótsdalshéraði – sími: 471 1747 info@vallanes.net - Dreifing: Heilsa ehf Jólasveinateikningarnar hans Brians eru núna fá- anlegar í þrívídd. Smám saman hefur bæst við úr- valið og er nú öll fjöl- skylda jólasveinanna, og jólakötturinn að auki, komin í styttuform. „Þetta var mjög tímafrekt ferli. Fyrst þurfti ég að senda teikningar til Kína, þar sem grunnmódel voru gerð. Svo voru send afrit fram og til baka og lagað til smám saman. Þegar upp var staðið var ég mjög ánægður með útkomuna. Stytturnar eru vel hannaðar og mjög líkar teikningunum mínum, og líka vandað til við smíðina.“ Er svo komið að margir hafa komið sér upp þeirri hefð að safna jóla- sveinastyttunum eða gefa nýjan svein í gjöf hver jól. „Hver stytta er ekki dýr en að kaupa allt safnið getur verið svolítið stór biti, svo það er ágætt að bæta smám saman í safnið,“ útskýrir Brian. Orðið að ómissandi jólaskrauti Þótt jólasveinarnir og uppá- tæki þeirra virðist ósköp skemmtileg og fjörug við fyrstu sýn er alveg ljóst að Brian hefur ekki sleppt grófu og grimmu hliðunum sem einkenna suma í fjöl- skyldunni. „Grýla er t.d. ekki hætt að borða börn, og ekki heldur verið að fela að hún át tvo fyrrverandi eig- inmenn sína líka,“ segir Bri- an og bætir við að það væri ekki rétt að ætla að gera jólasveinasögurnar mildar og sakleysislegar. „Grýla á t.d. að vera hálf- gert óhræsi, en ekki sæt og kelin. Þetta eru kannski ekki mjög viðkunnanleg persónueinkenni en gefa henni ákveðna sérstöðu. Að sjá t.d. viðbrögðin hjá börnunum þegar Grýla kemur og heimsækir Þjóðminjasafnið er engu likt. Þegar hún mætir með skellum og látum fara sum að gráta, og önnur hlaupa í felur, en öll eru þau hugfangin og finnst eitthvað spennandi við hana. Það er partur af jóla- sveinamenningunni að börnin séu annars vegar hrædd við sveinana en um leið ólm að fá eitthvað gott í skóinn.“ Ekkert verið að fegra hlutina Ógurlegur Enginn vill hitta Jólaköttinn. Brian minnir að það hafi verið árið 1976 að hann kom fyrst til Íslands. Hann hafði þá menntað sig sem teiknari og fengið lærlingsstöðu við myndskreyt- ingar í Bretlandi. „Þetta var frekar leiðinleg vinna, en á þessum árum var ekki auðvelt fyrir teiknara að finna starf sem eitthvað var upp úr að hafa. Ég lét mig hafa þetta og safnaði peningum, með það að markmiði að ferðast.“ Eftir að hafa safnað í góðan sjóð lagði Brian af stað. Fyrsti viðkomustað- urinn var Ísland, og reyndist sú ákvörðun afdrifarík. „Ég kom hingað í mán- aðarlangt frí og skemmti mér alveg rosalega vel. Það má segja að ég hafi aldrei snúið aftur úr ferðalaginu því ég er enn hérna,“ segir Brian söguna. Meðferðis hafði hann skyggnur með sýnishornum af myndum sínum og rötuðu þær í hendurnar á starfsmönnum auglýsingastofu í bænum. Er skemmst frá því að segja að Brian var óðara boðið starf auglýsingateiknara og hefur síðan þá haft meira en nóg að gera. Á löngum ferli hefur hann myndskreytt svo mikið efni að varla er hægt að ná utan um það með góðu móti. „Ég bað eitt sinn um það á bókasafni að fá yfirlit og afgreiðsludaman prentaði út fleiri síður af titlum þar sem ég átti einhverja myndskreytingu.“ Sneri aldrei aftur úr ferðalaginu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.