Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 17
Jólablað Morgunblaðsins 2010 107 Auk þess sést til hans gægjast í ísskápinn á fjölda heim- ila. Allt til ársins 1964 skapaði Sundblom nýjar útgáfur af jólasveininum. Allar götur síðan þá hefur Kóka kóla byggt auglýsingar sínar á þessum upprunalegu mynd- um Sundbloms. Sum af verkum hans hafa verið til sýnis í Louvre í París. Það er algengur misskilningur að jólasveinninn klæð- ist rauðu vegna þess að rauður sé litur Kóka kóla. Raun- in er að jólasveinninn klæddist rauðu löngu áður en Sundblom málaði hann fyrir Kóka kóla. Fólk heillaðist svo af þessari ímynd sem Sundblom náði að skapa að ef eitthvað breyttist í myndunum fékk Kóka kóla send bréf með athugasemdum. Eitt árið hafði Sundblom málað beltið þannig að sylgjan sneri öfugt (kannski vegna þess að hann notaðist við spegilmynd af sjálfum sér á meðan hann málaði). Annað ár gerðist það að jólasveinninn var ekki með neinn giftingarhring og þá komu fyrirspurnir um hvað hefði komið fyrir konuna hans. arndishuldu@gmail.com K óka kóla-jólasveinninn er orðinn 79 ára. Haddon Sundblom málaði fyrsta kóka kóla-jólasveininn 1931 og birtist hann fyrst í auglýsingu í blaðinu The Saturday Evening Post. Áður hafði jóla- sveinninn verið túlkaður á marga ólíka vegu. Sem lítill og mjór, feitur og stór og allt þar á milli. Hann hefur á myndum klæðst biskupskufli jafnt sem víkingaklæðum. Á einni mynd líkist hann nokkuð álfi og er hálf skelfileg- ur. Jólasveinn nútímans er samsafn hugmynda úr mörg- um sögum frá ólíkum löndum. Thomas Nast, skopmyndateiknari í borgarastyrjöld Bandaríkjanna, teiknaði jólasveininn fyrir tímaritið „Harper’s Weekly“ í janúar 1863. Þar teiknar hann jóla- sveininn sem litla álfslega veru á bandi norðurríkjanna. Nast teiknaði jólasveininn af og til í 30 ár og á þeim tíma breyttist liturinn á frakkanum hans frá ljósum náttúrulit yfir í þennan klassíska rauða. Það var túlkun Nast á heil- ögum Nikulási. Stífur og strangur Kóka kóla-jólaauglýsingar birtust fyrst í dagblöðum upp úr 1920. Á þeim myndum virðist jólasveinninn stífur og strangur eins og í anda Thomas Nast. Á þessum tíma hugsaði fólk um Kóka kóla sem svalandi drykk á heitum degi. Auglýsingaherferðin 1922 var með slagorðið „Þorsti þekkir enga árstíð“, svo var smellt við sannri ímynd vetrar, jólasveininum. Árið 1931 réð Kóka kóla Haddon Sundblom til að hanna auglýsingaspjöld með jólasveininum. Sundblom leitaði innblásturs í ljóðið Jólanótt frá 1822 eftir Clement Clark Moor. Það sýnir jólasveininn á skoplegan, vin- gjarnlegan og mannlegan hátt. Í 33 ár málaði Sundblom myndir af jólasveininum sem hafa skapað þá mynd sem fólk á öllum aldri og um allan heim hefur af jólasvein- inum í dag. Í auglýsingunum á árunum1931-1964 má sjá jólasvein- inn leika sér að þeim leikföngum sem hann færir börn- um. Hann sést staldra við til að lesa bréf, fá sér svalandi kóksopa og leika sér við börn sem vöktu eftir honum. Kóka kóla-jólasveinninn er 79 ára gamall Staðalmynd jólasveins nútímans er rauðklæddur, kátur og feitur karl með hvítt alskegg. En sveinki hefur ekki allt- af birst í þessari mynd og í raun eru það auglýsingar Kóka kóla sem hafa fest þessa mynd í sessi. Sveinki Það virðist gott að vera með kókflösku við höndina þegar smíða á leikföng fyrir góðu börnin. Úr Harper’s Weekly, 3. janúar 1863: Það var nóvember og jóla- sveinninn bauð til aðventuboðs. Þetta var viðburður þar sem ekki einungis fínu brúðanna var vænst heldur einnig margra annarra íbúa Leikfangalands. Öllum sem mögulega gátu mætt fannst það skylda sín að gera svo. Jóla- sveinninn ætlaðist til þess að heyra frá njósnurum sínum, gömlu brúðunum, fréttir af fram- komu og hegðun litlu vina hans, barnanna. Þannig mundi hann vita hver ætti skilið verðlaun og hver mætti eiga von á að fá kola- mola í skóinn sem refsingu fyrir slæma hegðun. Hann vænti þess líka að frétta frá þessum áreið- anlegu brúðum hvað allar mæð- ur, systur og frænkur gerðu hon- um til aðstoðar. Jólasveinninn treysti brúðunum fullkomlega. Þær voru mjög gáfaðar af svona litlum verum að vera. Brúðurnar sváfu alltaf með að minnsta kosti annað augað opið. Þannig höfðu þær öll ráð til að heyra hvaða leyndarmál voru rædd eftir að börnin voru komin í bólið. Auð- vitað hlustuðu þær alltaf með hagsmuni barnanna efst í huga og allt sem að þeim lyti. Jólasveinninn hélt boð sitt allt- af tímanlega fyrir jól svo hann vissi nákvæmlega hvað hann þyrfti að gera og hverjum skyldi treysta. Boðið var haldið í uppáhalds- vetrarhöll jólasveinsins, íshelli í fjallinu Heklu. Jólasveininum fannst loftslagið þar henta heilsu sinni betur en loftslagið syðra. Jólasveinaball eða beiðni til barnanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.