Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 27
Morgunblaðið/Sverrir Flinkar Valdís ásamt barna- barni sínu, Jensínu. Þ að er skemmtileg tilviljun að þegar blaðamaður nær tali af Valdísi er hún heima hjá sér að hjálpa barnabörn- unum að byggja piparkökuhús. „Ég byrjaði að gera sælgætishús með barnabörnunum, sá elsti er reyndar orðinn þrítugur svo það er svolítið síðan þetta byrjaði,“ segir hún. Sælgætishúsin eru þessi klassísku piparkökuhús sem margir þekkja, í staðlaðri stærð og skreytt hátt og lágt með sælgæti. Fljótlega fór svo byggingarlistin úr kökudeiginu að taka framförum hjá Valdísi. „Þegar Katla byrjaði með keppni í piparkökuhúsagerð tók ég þátt en það eru ein 15 ár síðan,“ segir Val- dís. „Þá fór ég að gera nýtt hús á hverju ári og varð því flinkari við þetta með hverju árinu.“ Aðrir keppendur geta kannski andað léttar yfir þeirri staðreynd að Valdís tekur ekki þátt í keppninni í ár. Reyndar var búið að skipa henni í sérstakan heiðursflokk sökum af- spyrnugóðs gengis í keppninni árum saman. „Í ár ætla ég bara að leiðbeina barnabörnunum sem ætla að taka þátt í keppninni,“ segir Valdís. „Þau hafa verið að fylgjast með mér í þessu gegnum tíðina.“ Valdís segir að vinna við hvert piparkökuhús af hennar stærð- argráðu taki allt að sex vikur. Og það hljómar trúlega þegar maður skoðar myndir af verkum Valdísar. Hún hefur byggt fjöldann allan af þekktum byggingum úr piparkökudeigi, meðal annars Alþingishúsið og Fríkirkjuveg 1. „Mig langaði alltaf að gera kirkj- una á Seyðisfirði, en ég þarf að kom- ast þangað til að mynda kirkjuna fyrst,“ segir Valdís og viðurkennir að hún horfi alltaf í kringum sig á ferðalögum innanlands og erlendis eftir byggingum sem gaman væri að baka. „Það er til nóg af fallegum hús- um.“ Valdís gengur til verks líkt og um alvörubyggingar væri að ræða, hún gerir grunn og stoðir auk veggja og þaks svo að húsin standi lengur. „Ég geri skaplón úr pappa fyrst til að átta mig betur á hlutföllunum,“ segir Valdís. „En ég geri allt húsið úr pipar- kökudeigi og auk þess nota ég tals- vert marsípan. Piparkökuhúsin eru öll ætileg, utan bakkans sem þau standa á.“ birta@mbl.is Uppi á hæð Ævintýrahús og hellir úr smiðju Valdísar. Flott Ólabakarí frá árinu 2002 vann fyrstu verð- laun í keppni Kötlu. Glæsilegt Höfði úr pipar- kökudeigi frá árinu 2006. Ætilegar verðlaunabyggingar Girnilegur Fríkirkju- vegurinn er sláandi lík- ur fyrirmyndinni. Valdís Einarsdóttir á fáa sína líka þegar færni í pipar- kökuhúsagerð er annars vegar. Hún hefur meðal ann- ars byggt Alþingishúsið og Höfða úr piparkökudeigi. 14 Jólablað Morgunblaðsins 2010 Árleg piparkökuhúsakeppni Kötlu fer að vanda fram fyr- ir jólin. Leikurinn fer fram á tveimur stöðum nú eins og á síðasta ári, í Smáralind í Kópavogi og á Glerártorgi á Akureyri. Í ár er skilafrestur húsa til 2. desember á milli 17 og 19. Verðlaunaafhending fer svo fram 11. desember. www.katla.is Piparköku- húsaleikur Kötlu Zeus heildverslun - Sia • Austurströnd 4 • Sími 561 0100 www.sia-homefashion.com Ævintýrahús Listasmíð Val- dísar frá árinu 2005.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.