Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 90
Jólablað Morgunblaðsins 2010 77
N
ú fyrir jólin hefur gall-
eríið breyst í algjört
jólahús í sveitinni, stút-
fullt af fallegu jóla-
handverki,“ segir Þuríður Stein-
þórsdóttir sem rekur Gallerí
Laugarvatn. Sjö ár eru síðan gall-
eríið var opnað en þar fæst allt
mögulegt íslenskt handverk; allt
frá fínasta skarti til stórra járn-
kerta- og ljósakróna, hlutir úr
leir, gleri, tré, járni, leðri, lopa,
silki og margt fleira. Einnig má
nefna að hægt er að fá hangikjöt-
ið í galleríinu – til að mynda tví-
reykt kjöt – en kjötið kemur frá
bændunum á Böðmóðsstöðum í
Laugardal sem settu upp eigin
kjötvinnslu undir merkjunum
Beint frá býli.
Í alfaraleið
Laugarvatn er nú komið í al-
faraleið. Þegar nýi Lyngdalsheið-
arvegurinn, sem liggur frá Gjá-
bakka í Þingvallasveit, var
opnaður sl. haust styttist leiðin úr
Reykjavík að mun. Nú er fólk að-
eins klukkutíma að renna austur
að Laugarvatni úr bænum þannig
að helgarbíltúrinn er tilvalinn í
jólahúsið í sveitinni, kaffi og pip-
arkökur.
„Við tökum einnig á móti minni
hópum sem vilja koma og upplifa
sveitakyrrðina, jólastemningu og
létta rétti,“ segir Þuríður.
Í dag, laugardaginn 27. nóv-
ember, halda íbúar við Laugar-
vatn og í nærliggjandi byggð svo-
nefndan Aðventudag.
Fjölskyldudagur
„Þetta er sannkallaður fjöl-
skyldudagur sem hefur notið sí-
vaxandi vinsælda hjá sum-
arhúsafólki og þeim sem eiga
tengsl við þetta svæði. Dagskráin
byrjar eftir hádegi með jólamark-
aði og vöfflukaffi í grunnskól-
anum, síðan eru jólaljósin tendruð
í Bjarnalundi undir jólalagasöng
barnakórsins. Að þessu sinni
verður boðið upp á jólabað og
-gufu í sundlauginni og síðan
verður kertafleyting á vatninu
með tónlist undir og hún ómar um
alla sveitina,“ segir Þuríður í Gall-
erí Laugarvatni.
sbs@mbl.is
Fínt Glervörur og kerti setja svip sinn á galleríið góða.Myndarskapur Gallerí Laugarvatn er glæsilegt í alla staði
Algjört
jólahús
í sveit-
inni
Líflegt á Laugarvatni.
Gallerí með gim-
steinum og
fjölskyldudagur í
dag. Heimareykt
hangikjöt í boði.