Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 57
V
ið höfum alltaf verið með
fjölbreytta dagskrá á að-
ventu og í kringum jól og
áramót enda er þetta tími
sem margir vilja nota til að slaka á
með útiveru,“ segir Páll Guð-
mundsson framkvæmdastjóri
Ferðafélags Íslands. Sú dagskrá
sem félagið er með nú í aðdraganda
helgra hátíða er raunar í góðu sam-
ræmi við annað starf félagsins – en
á haustdögum er mest áhersla lögð
á skemmri ferðir í nágrenni höfuð-
borgarinnar.
Safna í jólaföndrið
Nú um helgina er hin árlega að-
ventuferð FÍ í Þórsmörk. Lagt var
upp síðdegis í gær og verður komið
í bæinn á sunnudag.
„Margir nota ferðina til dæmis
til að safna í jólaföndrið; tína til
lyng, trjágreinar og fleira skemmti-
legt sem hægt er að föndra úr. Oft
er virkilega skemmtileg og umfram
annað notaleg jólastemmning á
vökunni í Skagfjörðsskála þar sem
fólk situr stundum við að föndra,“
segir Páll um Þórsmerkurferðina
sem lengi hefur verið á dagskrá FÍ
og er jafnan fjölmenn.
Hefð er fyrir því að á Ferða-
félagsfólk fari í aðventuferð um
miðbæ Reykjavíkur að kvöldi 1.
desember. Hefur í þessum ferðum
meðal annars verið höfð viðkoma í
Alþingishúsinu, Dómkirkjunni og á
fleiri áhugaverðum stöðum og er
svo jafnan endað á veitingahúsi.
Þann 19. desember er hin árlega
vetrarsólstöðuferð á Esjuna, en
hefð er fyrir því að þá skiptist
göngufélagar á bakkelsi og kon-
fekti hver úr annars kassa.
Áramótaferð er sígildur þáttur
Milli hátíða fer FÍ blysgöngu um
Öskjuhliðina undir merkjum Ferða-
félags barnanna en starf þess hefur
verið í miklum vexti á síðustu miss-
erum.
„Áramótaferð er sígildur þáttur í
starfi okkar. Lengi var alltaf farið í
Þórsmörk en nú höfum við fært
okkur yfir í Landmannalaugar
þangað sem verður farið 30. desem-
ber og komið í bæinn á annan í ný-
ári,“ segir Páll um áramótaferðina
sem jafnan hefur verið mjög fjöl-
menn. Nota margir hana til göngu-
ferða á fjöll og um ævintýralegt
umhverfið í Landmannalaugum. Og
vitaskuld er útivera megininntak
ferðarinnar – en einnig er flug-
eldum skotið upp og árið brennt út
með myndarlegum bálkesti. Og
þegar komið er í bæinn er árið
2011 gengið í garð með nýjum fyr-
irheitum en verður þá meðal ann-
ars haldið áfram með verkefnið 52
tindar sem FÍ fór af stað með á
þessu ári og hefur lukkast vel.
sbs@mbl.is
Ferðamenn Páll Guðmundsson, til vinstri, með veðurbörðum vini sínum.
Aðventuganga
og ferð á full-
veldisdegi
Útivera er góð leið til afslöppunar á aðventunni.
Safnað í jólaföndrið í Þórsmörkinni. Áramótaferð í
Landmannalaugar. Vetrarsólstöðuferð á Esjuna.
Garpar Hundruð ganga á Hvannadalshnjúk á hverju vori. Þeim sem leggja á hæsta fjall landsins er mikilvægt að vera í góðu formi og þá geta ferðir um jólaleytið nýst ef marka skal nýtt upphaf.
44 Jólablað Morgunblaðsins 2010
Hanna Sigga Daðadóttir, 5 ára.
Hvað langar þig í í jólagjöf?
Ég var einmitt að hugsa um eitt sem ég sá í dótabúð. Það
var Barbie-dúkka og hún var með vængi.
Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn?
Ég veit ekki hvað þeir heita allir.
Hvað borðarðu á jólunum?
Kjöt.
Hefurðu fengið kartöflu í skóinn?
Nei.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tómas Friðriksson Magnus, 5 ára.
Hvað langar þig að fá í jólagjöf?
Það er eitt sem maður notar í fótbolta sem mig langar
mjög mikið í og það heitir legghlífar.
Hefurðu fengið kartöflu í skólinn?
Nei! Á ég segja þér hvað gerðist einu sinni? Ég fékk traktor
í skóinn en ég vildi hann ekki. Þá tók jólasveinninn hann
aftur. En svo langaði mig aftur í hann og þá gaf jólasveinn-
inn mér hann aftur.
Hvað borðarðu á jólunum?
Laufabrauð, hangikjöt og ég man ekki meira.
Af hverju höldum við jólin? Hver átti afmæli á jólunum?
Ég veit um tvo sem eiga afmæli á jólunum, Gunnar og Jak-
ob, og þeir eru bræður.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kringlunni • Simi 568 1822 og Smáralind • sími 564 1822
www.polarnopyret.is
Jólaföt • Jólagjafir