Morgunblaðið - 27.11.2010, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 27.11.2010, Qupperneq 57
V ið höfum alltaf verið með fjölbreytta dagskrá á að- ventu og í kringum jól og áramót enda er þetta tími sem margir vilja nota til að slaka á með útiveru,“ segir Páll Guð- mundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Sú dagskrá sem félagið er með nú í aðdraganda helgra hátíða er raunar í góðu sam- ræmi við annað starf félagsins – en á haustdögum er mest áhersla lögð á skemmri ferðir í nágrenni höfuð- borgarinnar. Safna í jólaföndrið Nú um helgina er hin árlega að- ventuferð FÍ í Þórsmörk. Lagt var upp síðdegis í gær og verður komið í bæinn á sunnudag. „Margir nota ferðina til dæmis til að safna í jólaföndrið; tína til lyng, trjágreinar og fleira skemmti- legt sem hægt er að föndra úr. Oft er virkilega skemmtileg og umfram annað notaleg jólastemmning á vökunni í Skagfjörðsskála þar sem fólk situr stundum við að föndra,“ segir Páll um Þórsmerkurferðina sem lengi hefur verið á dagskrá FÍ og er jafnan fjölmenn. Hefð er fyrir því að á Ferða- félagsfólk fari í aðventuferð um miðbæ Reykjavíkur að kvöldi 1. desember. Hefur í þessum ferðum meðal annars verið höfð viðkoma í Alþingishúsinu, Dómkirkjunni og á fleiri áhugaverðum stöðum og er svo jafnan endað á veitingahúsi. Þann 19. desember er hin árlega vetrarsólstöðuferð á Esjuna, en hefð er fyrir því að þá skiptist göngufélagar á bakkelsi og kon- fekti hver úr annars kassa. Áramótaferð er sígildur þáttur Milli hátíða fer FÍ blysgöngu um Öskjuhliðina undir merkjum Ferða- félags barnanna en starf þess hefur verið í miklum vexti á síðustu miss- erum. „Áramótaferð er sígildur þáttur í starfi okkar. Lengi var alltaf farið í Þórsmörk en nú höfum við fært okkur yfir í Landmannalaugar þangað sem verður farið 30. desem- ber og komið í bæinn á annan í ný- ári,“ segir Páll um áramótaferðina sem jafnan hefur verið mjög fjöl- menn. Nota margir hana til göngu- ferða á fjöll og um ævintýralegt umhverfið í Landmannalaugum. Og vitaskuld er útivera megininntak ferðarinnar – en einnig er flug- eldum skotið upp og árið brennt út með myndarlegum bálkesti. Og þegar komið er í bæinn er árið 2011 gengið í garð með nýjum fyr- irheitum en verður þá meðal ann- ars haldið áfram með verkefnið 52 tindar sem FÍ fór af stað með á þessu ári og hefur lukkast vel. sbs@mbl.is Ferðamenn Páll Guðmundsson, til vinstri, með veðurbörðum vini sínum. Aðventuganga og ferð á full- veldisdegi Útivera er góð leið til afslöppunar á aðventunni. Safnað í jólaföndrið í Þórsmörkinni. Áramótaferð í Landmannalaugar. Vetrarsólstöðuferð á Esjuna. Garpar Hundruð ganga á Hvannadalshnjúk á hverju vori. Þeim sem leggja á hæsta fjall landsins er mikilvægt að vera í góðu formi og þá geta ferðir um jólaleytið nýst ef marka skal nýtt upphaf. 44 Jólablað Morgunblaðsins 2010 Hanna Sigga Daðadóttir, 5 ára. Hvað langar þig í í jólagjöf? Ég var einmitt að hugsa um eitt sem ég sá í dótabúð. Það var Barbie-dúkka og hún var með vængi. Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? Ég veit ekki hvað þeir heita allir. Hvað borðarðu á jólunum? Kjöt. Hefurðu fengið kartöflu í skóinn? Nei. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tómas Friðriksson Magnus, 5 ára. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Það er eitt sem maður notar í fótbolta sem mig langar mjög mikið í og það heitir legghlífar. Hefurðu fengið kartöflu í skólinn? Nei! Á ég segja þér hvað gerðist einu sinni? Ég fékk traktor í skóinn en ég vildi hann ekki. Þá tók jólasveinninn hann aftur. En svo langaði mig aftur í hann og þá gaf jólasveinn- inn mér hann aftur. Hvað borðarðu á jólunum? Laufabrauð, hangikjöt og ég man ekki meira. Af hverju höldum við jólin? Hver átti afmæli á jólunum? Ég veit um tvo sem eiga afmæli á jólunum, Gunnar og Jak- ob, og þeir eru bræður. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kringlunni • Simi 568 1822 og Smáralind • sími 564 1822 www.polarnopyret.is Jólaföt • Jólagjafir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.