Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 59
Vefari Ármann Eggertsson starfsmaður á vefstofu með prjóna á lofti.
L
ífrænar jólasmákökur með
súkkulaði- og chilibragði eru
meðal þess sem verður á
boðstólum á árlegum jóla-
markaði Sólheima sem verður í
Kringlunni helgina 4.-5. desember.
Þar verður raunar ýmislegt fleira
góðgæti úr mat-
vælaframleiðslu
og listmunir úr
vinnustofum
heimilisfólks Sól-
heima.
„Hér á Sól-
heimum er fjöl-
þætt atvinnu-
starfsemi og strax
í sumarlok byrj-
um við að huga að
jólavörum fyrir aðventuhátíðina á
Sólheimum og til sölu á markaðnum í
Kringlunni,“ segir Erlendur Pálsson,
forstöðumaður atvinnusviðs Sól-
heima.
Listmunir og sápa
Á Sólheimum búa um 100 manns
og sinna þar ýmsum störfum, svo
sem í kertagerð, trésmiðju, við ker-
amik, í listmunagerð og í jurtasmiðju
þar sem meðal annars eru fram-
leiddar sápur úr ýmsum náttúru-
legum efnum sem eru mörg hver
ræktuð á staðnum rétt eins og græn-
metið sem m.a. fer til Matarsmiðj-
unnar.
Einnig er á Sólheimum bakarí,
gistiheimili, fræðasetur, gróðurhús
og skógræktarstöð. Öll matvæli þar
eru unnin úr lífrænt vottuðu hráefni
sem tryggir gæðin enda urðu Sól-
heimar fyrstir staða á Norðurlöndum
til að rækta lífræn matvæli.
Basar í Kringlunni
„Sólheimar eiga marga góða vini
sem segja að þeir skynji fyrst nálægð
jólanna þegar þeir koma á basarinn
sem við höldum alltaf í Kringlunni
fyrstu helgina í desember,“ segir Er-
lendur. Þegar markaði lýkur taka
vinir Sólheima við að bera hróður
staðarins því mánudaginn 6. desem-
ber verður opnaður markaður í Iðu-
húsinu við Lækjargötu þar sem lista-
menn og velunnarar bjóða upp
listmuni og aðra eigulega hluti ásamt
góðgæti frá Sólheimum. Þar mæta
leikarar og tónlistarfólk með uppá-
komur enda margir orðnir vinir stað-
arins eftir að hafa tekið þátt í fjöl-
mörgum menningarviðburðum þar.
Mun ágóðinn renna til uppbyggingar
á Sólheimum.
„Okkur er mikilvægt að vita af
stuðningi fólksins í landinu, því sótt
er að starfseminni og mikið hefur
verið sorfið af fjárveitingum til Sól-
heima sem kemur mikið niður á
þeirri þjónustu sem þarf að veita
heimilisfólki,“ segir Erlendur.
Fjölbreytt dagskrá
Alla daga fram til jóla er fjölbreytt
dagskrá á Sólheimum. Í dag, laug-
ardag, eru tónleikar á kaffihúsinu
Grænu könnunni þar sem Unnur
Arndísardóttir og Jón Tryggvason
flytja draumkennda þjóðlagatónlist.
Þá er messað í Sólheimakirkju og
margt annað til gamans gert eins og
lesa má um á vefsetri Sólheima.
„Sólheimar eru afar fjölsóttur
staður á aðventunni og hér er mikið
um að vera,“ segir Erlendur. „Þetta
fallega litla þorp sem Sólheimar eru
lýsum við upp með fallegum skreyt-
ingum og þannig myndast hér hlýleg
jólastemning. Margir koma; skoða
fallega trjásafnið okkar og högg-
myndagarðinn, fá heitan drykk á
kaffihúsinu og skoða listmunina sem
eru framleiddir hérna á vinnustof-
unum. Einnig er boðið upp á gistingu
hér enda höfum við verið að hasla
okkur völl í ferðaþjónustu.“
sbs@mbl.is
solheimar.is
Keramik Magnús Helgi Vigfússon við störf í leirgerðinni á Sólheimum.
Listfengi Starfið er margt og Sólheimafólk er þekkt að vandvirkni í starfi.
Jólagleði í Grímsnesi. Sólheimar eru sígildur staður og draga marga að. Hand-
unnar vörur og lífræn framleiðsla. Markaður í borginni og margir í heimsókn.
Hagleikskonur Sigurlín Sigurgeirsdóttir við prjónaskap og María K. Jacobsen útbýr kerti til sölu.
Erlendur Pálsson
Kerti, keramik og
lífrænar smákökur
46 Jólablað Morgunblaðsins 2010