Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 63
50 Jólablað Morgunblaðsins 2010
Möndlukökur með
súkkulaðikremi
Gerir 12-15 stykki
Botn:
50 g möndlur
50 g macadamia-hnetur
2 msk agavesíróp
1 tsk kókosolía
1. Malið möndlur, macadamia-
hnetur og agavesíróp í mat-
vinnsluvél þangað til allt hefur
blandast vel saman og er orðið
fínkornótt.
2. Bætið kókosolíu út í og maukið í
nokkrar sekúndur.
3. Mótið kúlur úr deiginu og setjið á
disk. Fletjið kúlurnar aðeins út.
4. Setjið plastfilmu yfir bitana og
geymið í ísskáp í nokkrar klukku-
stundir.
Krem:
100 g cashew-hnetur
1 banani
1⁄4 bolli kakó (lífrænt framleitt)
4 msk agavesíróp
1⁄8 tsk salt (himalaja- eða
sjávarsalt)
2 msk kókosolía
1. Maukið cashew-hnetur í mat-
vinnsluvél á fullum krafti í 10-15
sekúndur eða þangað til þær eru
orðnar að algjöru mauki eða fín-
kornóttar.
2. Sigtið kakó út í hnetumaukið.
3. Bætið salti, agavesírópi og ban-
ana út í.
4. Maukið í nokkrar sekúndur þang-
að til allt er orðið vel blandað sam-
an.
5. Bætið kókosolíu út í og blandið í
nokkrar sekúndur.
6. Leyfið kreminu að stífna í klukku-
stund í ísskápnum.
7. Setjið kremið í sprautupoka og
sprautið kremi á hverja köku, frek-
ar þykkt þannig að fallegir toppar
myndist.
8. Ef þið eigið ekki sprautupoka get-
ið þið sett kremið á með teskeið.
9. Geymið kökurnar í lokuðu íláti í ís-
skáp.
Nota má vel þroskað avókadó í
staðinn fyrir banana.
Valhnetu- og hunangs-
nammi
Gerir 10-12 stykki
½ bolli valhnetur, mjög smátt
saxaðar (eða settar augnablik í
matvinnsluvél)
½ bolli kókosmjöl
2 msk carobduft eða kakó
1⁄4 bolli acacia-hunang (fæst í
heilsubúðum og heilsuhillum
matvöruverslana)
1⁄4 bolli sesamfræ eða kókosmjöl
(gæti þurft meira)
1. Blandið öllu nema sesamfræj-
unum saman og mótið kúlur í
höndunum (gott að nota plast-
hanska).
2. Veltið upp úr sesamfræjum eða
kókosmjöli.
3. Kælið.
Hlynsíróps- og
vanillusmákökur
Gerir 25-30 smákökur
130 g spelti
60 ml hlynsíróp
1 eggjahvíta
1 vanillustöng
4 msk kókosolía
2 msk rapadura-hrásykur (eða
annar hrásykur)
½ tsk vanilludropar úr heilsubúð
(má sleppa)
1⁄4 tsk bökunarsódi
1⁄8 tsk kanill
1⁄4 tsk engifer
1⁄8 tsk múskat (enska: nutmeg)
smáklípa salt (himalaja- eða
sjávarsalt)
1. Sigtið saman í stóra skál; spelti,
bökunarsóda, kanil, engifer,
múskat og salt. Hrærið vel.
2. Í aðra skál skuluð þið blanda sam-
an eggjahvítu, kókosolíu, hlyn-
sírópi, vanilludropum og hrásykri.
Hrærið vel saman.
3. Skerið vanillustöngina eftir endi-
löngu og skafið fræin (með oddi á
litlum hníf) ofan í hlynsírópsblönd-
una.
4. Hellið sírópsblöndunni ofan í
stóru skálina.
5. Hnoðið deigið vel og geymið í ís-
skáp í klukkutíma. Ef deigið er
mjög klístrað má dreifa spelti utan
um það svo það festist ekki við.
6. Skiptið deiginu í nokkra búta og
fletjið hvern bút út með kökukefli
eða stórri glerflösku.
7. Skerið út kökur sem eru um 5,5
cm í þvermál.
8. Setjið bökunarpappír á bökunar-
plötu.
9. Dreifið kökunum á bökunarpapp-
írinn.
10. Bakið við 180°C í 10-12 mínútur.
Piparkökur
Gerir um 40 piparkökur
6 msk kókosolía
115 ml agave-síróp
4 msk rapadura-hrásykur (eða
annar hrásykur)
185 g spelti
1 tsk bökunarsódi
3 tsk kanill
1. Hitið ofninn í 180°C.
2. Blandið bökunarsóda, kanil og
spelti saman í skál.
3. Blandið saman hrásykri, agave--
sírópi og kókosolíu í lítilli skál og
hellið saman við speltblönduna.
Hrærið öllu vel saman.
4. Hnoðið deigið í smástund til að
allt blandist vel saman.
5. Kælið deigið í 30 mínútur í ís-
skápnum.
6. Skiptið deiginu í nokkra búta.
7. Fletjið deigið út með kökukefli eða
stórri flösku. Deigið ætti að vera
um einn millimetri að þykkt.
8. Ef deigið festist við borð eða köku-
kefli er ágætt að dreifa smáspelti
yfir borðið, deigið og kökukeflið.
9. Skerið út deigið með t.d. köku-
skurðarmótum (stjörnur, jólatré,
piparkökukarla og -konur, hjörtu
o.fl.).
Möndlukökur með
súkkulaðikremi
Valhnetu og
hunangsnammi Fíkjusmákökur
Hlyns vanillu-
smákökur
Piparkökur
ljósmyndir og gjafakort