Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 63
50 Jólablað Morgunblaðsins 2010 Möndlukökur með súkkulaðikremi Gerir 12-15 stykki Botn: 50 g möndlur 50 g macadamia-hnetur 2 msk agavesíróp 1 tsk kókosolía 1. Malið möndlur, macadamia- hnetur og agavesíróp í mat- vinnsluvél þangað til allt hefur blandast vel saman og er orðið fínkornótt. 2. Bætið kókosolíu út í og maukið í nokkrar sekúndur. 3. Mótið kúlur úr deiginu og setjið á disk. Fletjið kúlurnar aðeins út. 4. Setjið plastfilmu yfir bitana og geymið í ísskáp í nokkrar klukku- stundir. Krem: 100 g cashew-hnetur 1 banani 1⁄4 bolli kakó (lífrænt framleitt) 4 msk agavesíróp 1⁄8 tsk salt (himalaja- eða sjávarsalt) 2 msk kókosolía 1. Maukið cashew-hnetur í mat- vinnsluvél á fullum krafti í 10-15 sekúndur eða þangað til þær eru orðnar að algjöru mauki eða fín- kornóttar. 2. Sigtið kakó út í hnetumaukið. 3. Bætið salti, agavesírópi og ban- ana út í. 4. Maukið í nokkrar sekúndur þang- að til allt er orðið vel blandað sam- an. 5. Bætið kókosolíu út í og blandið í nokkrar sekúndur. 6. Leyfið kreminu að stífna í klukku- stund í ísskápnum. 7. Setjið kremið í sprautupoka og sprautið kremi á hverja köku, frek- ar þykkt þannig að fallegir toppar myndist. 8. Ef þið eigið ekki sprautupoka get- ið þið sett kremið á með teskeið. 9. Geymið kökurnar í lokuðu íláti í ís- skáp.  Nota má vel þroskað avókadó í staðinn fyrir banana. Valhnetu- og hunangs- nammi Gerir 10-12 stykki ½ bolli valhnetur, mjög smátt saxaðar (eða settar augnablik í matvinnsluvél) ½ bolli kókosmjöl 2 msk carobduft eða kakó 1⁄4 bolli acacia-hunang (fæst í heilsubúðum og heilsuhillum matvöruverslana) 1⁄4 bolli sesamfræ eða kókosmjöl (gæti þurft meira) 1. Blandið öllu nema sesamfræj- unum saman og mótið kúlur í höndunum (gott að nota plast- hanska). 2. Veltið upp úr sesamfræjum eða kókosmjöli. 3. Kælið. Hlynsíróps- og vanillusmákökur Gerir 25-30 smákökur 130 g spelti 60 ml hlynsíróp 1 eggjahvíta 1 vanillustöng 4 msk kókosolía 2 msk rapadura-hrásykur (eða annar hrásykur) ½ tsk vanilludropar úr heilsubúð (má sleppa) 1⁄4 tsk bökunarsódi 1⁄8 tsk kanill 1⁄4 tsk engifer 1⁄8 tsk múskat (enska: nutmeg) smáklípa salt (himalaja- eða sjávarsalt) 1. Sigtið saman í stóra skál; spelti, bökunarsóda, kanil, engifer, múskat og salt. Hrærið vel. 2. Í aðra skál skuluð þið blanda sam- an eggjahvítu, kókosolíu, hlyn- sírópi, vanilludropum og hrásykri. Hrærið vel saman. 3. Skerið vanillustöngina eftir endi- löngu og skafið fræin (með oddi á litlum hníf) ofan í hlynsírópsblönd- una. 4. Hellið sírópsblöndunni ofan í stóru skálina. 5. Hnoðið deigið vel og geymið í ís- skáp í klukkutíma. Ef deigið er mjög klístrað má dreifa spelti utan um það svo það festist ekki við. 6. Skiptið deiginu í nokkra búta og fletjið hvern bút út með kökukefli eða stórri glerflösku. 7. Skerið út kökur sem eru um 5,5 cm í þvermál. 8. Setjið bökunarpappír á bökunar- plötu. 9. Dreifið kökunum á bökunarpapp- írinn. 10. Bakið við 180°C í 10-12 mínútur. Piparkökur Gerir um 40 piparkökur 6 msk kókosolía 115 ml agave-síróp 4 msk rapadura-hrásykur (eða annar hrásykur) 185 g spelti 1 tsk bökunarsódi 3 tsk kanill 1. Hitið ofninn í 180°C. 2. Blandið bökunarsóda, kanil og spelti saman í skál. 3. Blandið saman hrásykri, agave-- sírópi og kókosolíu í lítilli skál og hellið saman við speltblönduna. Hrærið öllu vel saman. 4. Hnoðið deigið í smástund til að allt blandist vel saman. 5. Kælið deigið í 30 mínútur í ís- skápnum. 6. Skiptið deiginu í nokkra búta. 7. Fletjið deigið út með kökukefli eða stórri flösku. Deigið ætti að vera um einn millimetri að þykkt. 8. Ef deigið festist við borð eða köku- kefli er ágætt að dreifa smáspelti yfir borðið, deigið og kökukeflið. 9. Skerið út deigið með t.d. köku- skurðarmótum (stjörnur, jólatré, piparkökukarla og -konur, hjörtu o.fl.). Möndlukökur með súkkulaðikremi Valhnetu og hunangsnammi Fíkjusmákökur Hlyns vanillu- smákökur Piparkökur ljósmyndir og gjafakort
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.