Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 39
Sumar jólaplötur troða sér öfugt ofan í strompinn – og eru slegnar töfrum ein- mitt vegna þess! Lít- um á fáein dæmi Low - Christmas (1999) Nýrokkbandið knáa snarar út frumsömdum lögum í bland við „fídbakk“-lega útgáfur af „The Little Drummer Boy“ og dásamlega nakta útgáfu af „Blue Christmas“. Frábær plata. Jakob Smári Magnússon – Bassajól (2003) Bassaleikarinn snjalli fer fimum og djúpum höndum um sígild jólalög; ósungin og öll sem eitt leikin á bassa. Hugmynd sem er ægifurðuleg á pappír en svínvirk- ar á hlustir sem hjarta. Ýmsir - A Christmas Gift For You From Phil Spector (1963) Plata sem er það góð að hún hefur verið nefnd eina jólaplatan sem getur rúllað allan ársins hring án þess að fólki verði verulega meint af. Spec- torinn hleður upp jólaskreyttum hljómvegg sem fær fólk enn þann dag í dag til að taka andköf. Bing Crosby - Merry Christmas (1955) Lagið „White Christmas“ er líkast til þekktasta jólalag allra tíma, og smá- skífa með laginu er sú mest selda í heimi, 50 milljónir eintaka, takk fyrir. Þessi plata kom upprunalega út á ví- nyl 1955, en hefur nú verið endur- útgefin sem White Christmas. Rödd Crosbys og allur undirleikur gerir að verkum að ró færist yfir mann og jólasteikin er komin langleið upp í munn. Nat King Cole - The Christmas Song (1963) Þessi plata kom upprunalega út árið 1960 undir nafninu The Magic of Christmas, en var endurútgefið undir þessu heiti, eftir laginu fræga sem líkt og „White Christmas“ færir Vest- urlöndum jólin ár hvert. Allir saman nú: „Chestnuts Roasting on an Open Fire …“ Mahalia Jackson - Silent Night (Songs for Christmas) (1962) Jackson hefur verið kölluð fremsti gospelsöngvari allra tíma. Eins og nærri má geta er sannkallaður himnabragur á þessari plötu og margir geta ekki hugsað sér jólin án þess að Mahalia sé á meðal gesta. Haukur Morthens - Hátíð í bæ (1964) Gott dæmi um klassíska, íslenska jóla- plötu. Haukur syngur hér margar fal- legustu jólaperlurnar á sinn einstaka hátt og platan hefur lifað góðu lífi með þjóðinni í þá tæplega hálfu öld sem liðin er síðan hún kom út. 26 Jólablað Morgunblaðsins 2010 Þ að er magnað að til skuli vera undirgeiri í dægurlagatónlistinni sem snýst ein- vörðungu um helsta helgihald krist- inna manna, blessuð jólin. Að menn semji inn í ákveðna stemningu þar sem vitað er að lögin fá ekki spilun nema í nokkrar vikur á ári – en hvílík spilun sem það svo er. Ég tek það strax fram að ég er algjört jóla- barn. Og ég hlusta á jólatónlist mér til þægi- legra óbóta yfir jólin. Og reyni reyndar að hlusta sem lengst, helst eitthvað fram í janúar! Harmrænn Leppalúði Það er ljóst að sú jólatónlist sem hrærir mest upp í manni er sú sem maður nemur frá ca. þeim árum sem maður er að komast til sjálfs- meðvitundar og fram til ca. tíu ára. Á þessum árum er maður óvirkur neytandi ef svo mætti segja, mamma og pabbi stjórna þessu, en þær fáu plötur sem rúlla á grammófóninum yfir jóla- tímann límast við heilann á manni fyrir fullt og fast. Með fyrstu minningunum er jólaplata Bruna- liðsins, frá 1978 (þá er ég fjögurra ára). Með eld í hjarta kallaðist hún og þar syngur Laddi t.d. einkar harmrænt lag um örlög Leppalúða. Ein- hverra hluta vegna er það einna minnisstæðasta lagið. Fleiri plötur voru þarna á stjái. Jólaplata með Jackson 5 fékk stundum að rúlla, og á þessum tíma gerði maður mikið af því að handfjatla um- slögin og skoða (og nota sem kokkahúfur líka). Ég man t.d. eftir jólaplötu með Guðrúnu Á. Símonar og Guðmundi Jónssyni þar sem þau stóðu í teiknimyndalíki framan á, sperrt og flott. Hún fór ekki oft á spil- arann hins vegar en svo virðist sem um- slögin sitji líka fast í minni á þessum árum. Svaðalegt jólalag! Þegar ég er svo á bilinu tíu til fimmtán ára (árin 1984 til 1989, gullöld eit- ísins) glymja á manni þessi lög sem eru linnu- laust spiluð í dag. Björgvin með sín lög, Snigla- bandið með Jólahjólið, Eiki Hauks með „Ég vild’ að alla daga væru jól“ o.s.frv. Ég upplifði líka frumflutninginn á „Do They Know It’s Christmas“ Band Aid og enn er ég á því að það sé eitt svaðalegasta jólalag allra tíma. Þegar ég fór að safna vínylplötum af mikl- um móð í kringum ’90 áskotnaðist mér mikill kjörgripur. Um er að ræða sjötommu myndví- nyl með laginu „White Christmas“ sem Bing Crosby gerði heimsfrægt. Þetta lag er jólin reyndar og ég hafði það sem sið í litla herberg- inu mínu í Árbænum á aðfangadag að leika lag- ið. Á b-hliðinni er ekki síðri smíð, hið stór- skemmtilega „Christmas in Killarney“. Þegar maður svo loks stofnar heimili sjálfur fer maður að byggja upp eigið safn jólaplatna, líkt og foreldrar mínir höfðu gert. Að „byggja upp“ er kannski fulldramatískt, það er meira að vissar plötur haldist lengur en aðrar í eða á spilaranum og verða því að aufúsugestum næstu ár, jafn- vel fastagest- um. Einkennilegar leiðir Ein fyrsta platan sem öðl- aðist þannig sess í mínu jóla- haldi er platan Hátíð fer að höndum með Þremur á palli sem mér hafði þá áskotnast. Hljómur hennar er eitthvað svo helg- ur, en um leið þjóðlegur, og ein af þeim að- fangadagshefðum sem ekki er vikið frá er að rúlla henni nokkrar umferðir. Nokkrar jólaplöt- ur, sem fara einkennilegri leiðir til byggða en aðrar, eru þá í uppáhaldi. Ein þeirra innheldur rytma- og blúsútgáfur af þekktum slögurum og fara menn eins og Louis Armstrong á kostum í sveittum, sveifluvænum útgáfum. Önnur plata, hliðstæð, er svo kostuleg Doo Wop-plata þar sem jólasmellir fá svipaða afgreiðslu. Stór- skemmtilegar plötur báðar tvær, og gefnar út af Rhino-fyrirtækinu góða. Fleira ber að nefna. Jólaplata nýbylgjusveit- arinnar Low er vinsæl, og þá jólaplata Josh Grobans (ég sver!) sem ég krefst þess að fari undir geislann um hver jól. Sting var það heillin Nýjasta uppgötvunin kom þá úr óvæntri átt. Haldiði ekki að Sting hafi gefið út jólaplötu, eða vetrarplötu (til að lengja í markaðsklónni) í fyrra. Þessi plata svínvirkar og ég heillaðist. Ég veit ekki hvort er betra, sjálf tónlistin eða angurværa myndin af dúðuðum Sting að fá sér toddí við arineldinn. Þetta var himnasending fyrir jólabarnið. Og vetrartemað gerir mér kleift að lengja í hlustuninni. Og reyndar hef ég verið að hlusta á plötuna undanfarna tvo mán- uði. Og er að því nú, sem ég rita þessi orð … arnart@mbl.is Þegar Crosby hringir inn jólin … Sumar jólaplötur standa nær litla jólahjartanu en aðrar. Arnar Eggert Thoroddsen rifjar upp ómissandi, skrítnar og klassískar jólaplötur. Eftirfarandi plötur hafa áunnið sér stöðu klassískrar jólaplötu - ja utan ein Klassísk jól Skrítin jól? El Vez - Merry MeX-Mas (1994)/ Sno-Way José (2002) Hin dáða mexíkóska Elvis- eftirherma tekur hér á jól- unum með sínum einstaka hætti. Heyrn er sögu ríkari. Bogomil Font ásamt Stórsveit Reykjavíkur - Majones Jól (2006) Faðir Bogomils, Sigtryggur Baldursson, sótti hann úr list- rænni útlegð þetta árið og Bógí gamli fór á kostum á tveimur plötum, Bananaveldinu og þessari skemmtilegu, og nokk kersknislegu jólaplötu. Ýmsir - Santa (ár vantar) 21 pönksveit frá Japan, með nöfnum á borð við Grinderz, Bloodthirsty Butchers og God’s Guts flytja jólalög með sínu nefi – platan er líka skreytt með jólaskrauti. Já, allt er nú til …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.