Morgunblaðið - 27.11.2010, Side 29

Morgunblaðið - 27.11.2010, Side 29
S kötunni fylgir skrýtin en skemmtileg menning. Þó að sá siður að vera með skötu á borðum á Þorláks- messu sé upphaflega vestfirskur kemur þetta fiskmeti ekki þaðan lengur. Nú veiðist skatan helst við suðurströndina og kemur úr ver- stöðvum austan frá Höfn og vestur í Sandgerði,“ segir Steingrímur Ólason, kaupmaður í Fiskbúðinni við Sundlaugaveg í Reykjavík. Sleppa öllu góðgæti Á afar mörgum íslenskum heim- ilum er skata í matinn á messu heilags Þorláks, ellegar saltfiskur fyrir þá sem treysta sér ekki í hið kæsta og ramma bragð. Í kaþólsk- um sið var fasta fyrir jólin og átti þá, að því er segir á Vísindavef Háskóla Íslands, að sleppa öllu góðgæti og einna helst á Þorláks- messu. Þessir matsiðir héldust í stórum dráttum þótt hætt væri að tilbiðja Þorlák sem dýrling. Aðalreglan var að borða lélegt fiskmeti á þessum degi, en mis- jafnt var hvað hentaði best á hverjum stað. Á Suðurlandi var sumstaðar soðinn horaður harð- fiskur en um þetta leyti árs veidd- ist skata einkum á Vestfjarða- miðum. Hún þótti enginn herramannsmatur ótilhöfð og varð því Þorláksmessumatur. Gráskata við suðurströnd Í aldanna rás tókst Vestfirð- ingum að tilreiða úr skötunni ljúf- meti eins og skötustöppuna með þeirri lykt sem er óbrigult merki þess að jól séu í nánd. Þegar leið svo fram á 20. öldina flykktist fólk úr öllum byggðarlögum á suðvest- urhorn landsins, Vestfirðingar ekki síður en aðrir. Með þeim festi skötumenning Þorláksmessu rætur í Reykjavík eins og annars staðar um landsins byggðu ból. „Undirbúningur að skötuveisl- unni miklu hefst í byrjun hvers árs og talsvert er fyrir þessu haft,“ segir Steingrímur. „Og skata er ekki bara skata. Náskatan fæst á Breiðafjarðarmiðum og fyrir norð- an land en gráskatan hér við suðurströndina. Tindabykkjan kemur að vestan. Maður er allt ár- ið að draga að sér skötuna og á haustin er skatan sett í kös og þar er hún geymd í nokkra mánuði við rétt hitastig og aðstæður.“ Pakksaddur á eftir Steingrími þykir matarmenning Þorláksmessunnar skemmtileg. Sjálfur hefur hann gjarnan boðið vinum og kunningum til skötu- veislu á þessum degi ellegar síð- ustu helgina fyrir jól, þar sem jafn- an er fjölmennt og fiskmeti gerð góð skil. „Skatan er matarmikil og þung í maga. Þú ert pakksaddur á eftir, bæði af þessum kjötmikla fiski og eins af því sem fylgir; kartöflum, rófum, hnoðmör eða hamsatólg. En umfram annað er þetta alveg herramannsmatur sem fylgir hin ljúfa jólalykt. Eða það finnst mér,“ segir fisksalinn í Laugarneshverf- inu. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Veisla Skatan er í hávegum höfð á Þorláksmessu meðal annars á veitingastaðnum Þremur Frökkum þar sem þessi mynd var tekin fyrir síðustu jól af vinahóp í mat sem skálaði fyrir skötunni. Kúnstugur siður úr kaþólskri hefð Ljúfmeti og vestfirskur siður. Skatan veiðist við suðurströndina. Fisksalinn er árið allt að draga björg í bú. Matarmikill fiskur. Morgunblaðið/Golli Fiskur Steingrímur Ólason með fiskmetið, sem selst einkum fyrir Þorláksmessu. Hann tekur árið í að draga sköt- una að sér sem er lögð í kæsingu á haustin. Hún er herramannsmatur þó margir treysti sér ekki í hið kæsta bragð. 16 Jólablað Morgunblaðsins 2010 solskinsbarn.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.